selavi

Jábbs, svona er lífið

miðvikudagur, október 05, 2005

Bíða bíða

úff, hvað það er leiðinlegt að bíða, ég lærði greinlega ekkert í Gambíu af öllum mínum biðum, reyndar var ég oftast með einhvern til að tala við þá. En núna er ég að bíða eftir að geta farið niður á BSÍ til að taka flugrútuna í flugið mitt. Búin að pakka, því sem ég á :) Búin að vera í tölvunni og skoða fullt af ónytsamlegum hlutum, búin að reyna að byrja að horfa á DVD, en nenni því ekki. Ætti kanski að klára að taka Gambíu dótið til, en nei nú er það orðið of seint, þarf að fara eftir svona 20 mín á BSÍ. Ætli ég rati ??? Það er búið að breyta svo geðveikt mikklu.
En vá hvað ég elska litina úti núna, það er svo fallegt tré hér fyrir utan gluggann í tölvuherberginu. Það er núna brúnt, gult, grænt, rautt og svo eru fallegu rauðu berin á því. Þetta eru uppáhaldslitirnir mínir, haust litirnir. Ég gleymi aldrei litinum þegar við Hilla vorum á Interraili, það var frábært í Bern, laufin að falla. Næs. Vona að Brussel sé falleg, reyndar eru flestar borgir fallegar á haustin. Eða svona þær sem ég hef komið í og eru þær nú ornar nokkrar eftir interrailið að hausti til :)
Him en út í allt annað, nú er ég alltaf að hugsa, hverju er ég að gleyma ?? Ég er nebblega með mjög lítið. Vona að þetta massist.
En best að fara að skunda sér, tékka á flugmiðum, vegabréfið, peningum og öllu því sem ég þarf. Nú þarf ég allavega ekki að taka bólusetningarskírteinið með mér, him man reyndar eftir einu, malaríu töflurnar, þarf víst að taka þær í viku eftir að ég kem heim, best að taka töfluna sem ég á að taka í dag. En enn og aftur góða helgi. Gunnhildur, og María góða skemtun í Tyrklandi, var að skoða myndirnar frá m og p. vá þar er fallegt, Gunnhildur þetta er nú farin að verða þinn annar staður, svo ég veit að þú þekkir þetta allt inn og út. En njótið þess að vera þarna.
Knús og kram
Þóra :)

1 Comments:

At 11:23 f.h., Blogger Gunnhildur said...

Vá það eru ekkert nema einhver ruslcomment á þessu bloggi, þetta eru einhverjir óþolandi ruslcommentarar sem þykjast lesa bloggið manns en eru bara að auglýsa eitthvað drasl.
En góða skemmtun í Brussel, bið að heilsa Manican Piss stráknum (veit ekki alveg hvernig það er skrifað) og H&M búðunum, hef farið í þangað...:)
Á pottþétt eftir að skemmta mér í Tyrklandi á ástarfleyinu múhaha og María líka við upptökur.
kv Gunnsó

 

Skrifa ummæli

<< Home

SKEMTILEGT Vinirnir
  • MYNDIR
  • Hilla
  • María
  • Biggi
  • Bryndís
  • Nonni
  • Árni Jökull
  • Mikki danski
  • Eyrún
  • Andri
  • Helga Bára frá Suður höfum
  • Kúbukrakkar
  • Grjótið
  • Bogi í Oz
  • Dísella
  • DísaJóna
  • Guggabogg
  • gunnspito
  • Sólrún
  • Gambía
  • Daníel Árni :)
  • Íslendingur í Mósambík
  • Gerum eitthvað gott
  • Kristín Arna litla frænkan mín :)
  • Ása og Ármann í BNA
  • Guðný frænka
  • Einar Smári Orrason :)
  • Mella sæta
  • Harpa
  • Elín
  • Sigga víðis
  • Sibba
  • 79 Hólmarar
  • Viddi brjál
  • Halla Sif
  • Rauði kross Íslands
  • Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands
  • Á flótta
  • Flóttamannahjálp Sameinuðuþjóðanna
  • Útivera
  • Rosaleg saga :)
  • Free Photo Albums from Bravenet.com Free Photo Albums from Bravenet.com

    Powered by Blogger