selavi

Jábbs, svona er lífið

þriðjudagur, nóvember 15, 2005

ÓSKA

Vildi óska að ég væri nú bara komin aftur til Gambíu, vá hvað það væri næs.
Kanski maður ætti bara að skella sér. Það er ekki eins og það kosti mikið að lifa þar.
Eða kanski bara fara til Ásu og Ármanns það væri líka frábært. Eða kanski bara á fjöll og vera fjallakonan sem Ómar Ragnarsson fer að heimsækja eða núna hann sem er með Út og suður, hvað heytir hann aftur, snillingurinn já Gísli er það ekki ? Júbbs Gísli Einarsson.
Gísli: "Hvernig er það að búa hérna uppi á fjalli ?"
Þóra: " Ja þetta er nú soddan rok rassgat"
Gísli:"Afhverju ertu þá hér enn og búin að vera í áratugi?"
Þóra: "Ja líklega vegna þess að hér sé ég hvort einhver sé að koma og get þá hlaupið til og skellt í eina bettý"
Gísli: "já þetta snýst nú ekkert um pönnukökur í dag eins og var."
Þóra: " Ó jú elsku kallinn minn, ef mig langar í pönnukökur skelli ég mér í byggð til hennar Hillu minnar, málið er bara að það baka enginn eins góðar pönnsur og hún kellan mín."
Gísli: " Akkúrat, en hvernig er það koma margir í bettý til þín?"
Þóra: " Já það er nú alger furða, hingað koma reyndar margir björgunarsveita kappar, eða fjallafólk, og verður það alltaf jafn ánægt að fá eina bettý sneið, reyndar er þetta orðið frægt hér hjá mér meðal fjallafólks, en það sem er svo skemtilegt er að barnabörn þeirra sem ég var að vinna með hér áðurfyrr á fjöllum eru nú þeir sem koma mest."

Já þetta gæti verið helvíti flott.
En jæja verður víst lítið úr þessu :( Þar sem ég ætla ekki að sleppa draumnum um nám í þróunnarfræðum alveg strax.
En jæja selavi.
Knús Þóra

3 Comments:

At 3:53 e.h., Blogger Ása Guðný said...

Já hvernig væri að skella sér til lands tækifærana ha???
Síðasti séns....
Knús og kossar
Ása Guðný

 
At 4:06 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

hehehe, já það væri magnað mar.
Þarf bara að borga flugið það er það versta mar.
Ef það er einhver þarna úti sem vill borga fyrir mig flug til Ásu systur, þá endilega hafið samband.
Kv Þóra :)

 
At 8:32 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hei hei Þóra! Ævintýri í útlöndum i hjá þér & Gaman;) - dett alltaf inn á bloggið þitt annað slagið, augljóslega mikip ævintýri í Gambíu!!! I tromsö er allv við hið besta, lif og fjör....

vaka

 

Skrifa ummæli

<< Home

SKEMTILEGT Vinirnir
  • MYNDIR
  • Hilla
  • María
  • Biggi
  • Bryndís
  • Nonni
  • Árni Jökull
  • Mikki danski
  • Eyrún
  • Andri
  • Helga Bára frá Suður höfum
  • Kúbukrakkar
  • Grjótið
  • Bogi í Oz
  • Dísella
  • DísaJóna
  • Guggabogg
  • gunnspito
  • Sólrún
  • Gambía
  • Daníel Árni :)
  • Íslendingur í Mósambík
  • Gerum eitthvað gott
  • Kristín Arna litla frænkan mín :)
  • Ása og Ármann í BNA
  • Guðný frænka
  • Einar Smári Orrason :)
  • Mella sæta
  • Harpa
  • Elín
  • Sigga víðis
  • Sibba
  • 79 Hólmarar
  • Viddi brjál
  • Halla Sif
  • Rauði kross Íslands
  • Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands
  • Á flótta
  • Flóttamannahjálp Sameinuðuþjóðanna
  • Útivera
  • Rosaleg saga :)
  • Free Photo Albums from Bravenet.com Free Photo Albums from Bravenet.com

    Powered by Blogger