selavi

Jábbs, svona er lífið

mánudagur, maí 08, 2006

HVER ER MUNURINN?
Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfisráðherra, hefur réttilega fordæmt
auglýsingu um jeppaferðir á Íslandi, sem birt var í nafni Ferðamálaráðs
í blaðinu Kaupmannahafnarpóstinum. Í auglýsingunni birtist texti, sem
efnislega var á þá leið, að á Íslandi væru það risajeppar, sem ryðji
vegina. Birting auglýsingarinnar hefur verið stöðvuð eins og eðlilegt
er.

En eftir stendur þessi spurning: Hver er munurinn á því að eyðileggja
hálendið með því að risajeppar æði þar um eða hvort það er gert með því
að Vegagerðin leggi vegi um hálendið með bundnu slitlagi eða athafnamenn
byggi hótel hér og þar?

Við hneykslumst, þegar dómgreindarskortur auglýsingamanna kemur upp um
hugarfar þeirra, sem telja sjálfsagt að gera hvað sem er á hálendinu.

Af hverju hneykslumst við ekki ef það á að byggja vegi með hefðbundnum
hætti um hálendið?

Stefnumörkun í hálendismálum á að vera skýr. Hún á að vera sú, að það
verði ekki byggðir upp vegir og malbikaðir á miðhálendinu. Hún á að vera
sú, að það verði ekki frekari framkvæmdir leyfðar á hálendinu. Það er
einfaldlega nóg komið.

Af þessum sökum væri æskilegt að umhverfisráðherra gangi til liðs við
þá, sem berjast gegn frekara raski á hálendi Íslands. Það er ekki nóg að
ráðherrann snúist gegn auglýsingum af þessu tagi. Sigríður Anna verður
að snúast gegn öllum frekari framkvæmdum á þessu svæði.

Það er tímabært að slá skjaldborg um hálendið og að þjóðin sameinist um
þá stefnu að láta það í friði. Það eru enn til verndaðir staðir á
Íslandi, þar sem sjá má árangur þess að friða stór svæði fyrir ágangi
„menningarinnar“. Slík svæði má t.d. sjá á Hornströndum. Þótt náttúran
hafi orðið að láta undan síga á mörgum svæðum á hálendinu eru þó eftir
þar stór svæði, sem eru ósnortin. Tökum höndum saman um að þau verði það
áfram.


Í stefnu Náttúruverndarsamtaka Íslands, frá 1997, segir:
Að gera hálendið allt að einum þjóðgarði með lögum frá Alþingi. Þar með
verði hálendi Íslands sett undir eina skipulagsstjórn og svæðið skýrt
afmarkað og skilgreint.

(Morgunblaðið 06.06.2006)

2 Comments:

At 11:00 e.h., Blogger super-darling said...

Þokkalega sammála þér og náttúruverndar lögum. Afhverju erum við svona seinheppin, eða fólkið sem stjórnarlandinu? Afhverju þarf hvert fíbblið á fætur öðru að taka við hvert af öðru? Afhverju getur ekki umhverfisráðherrann verið náttúrusinni? Mér finnst það bara felast í starfinu! Afhverju sagði fyrrum umhverfisráðherra (nú heilbrigðisráðherra) ,,mér finnst þetta ekkert spes" þegar hún skoðaði hálendið fyrir nokkrum árum? Hvenær fær ,,minn" ráðherra að lýta dagsins ljós? Ráðherran sem hefur engra hagsmuna að gæta nema hálendisins af því hann er umhverfisráðherra!

 
At 8:01 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já það er eðilegt að maður spyrji sig!

 

Skrifa ummæli

<< Home

SKEMTILEGT Vinirnir
  • MYNDIR
  • Hilla
  • María
  • Biggi
  • Bryndís
  • Nonni
  • Árni Jökull
  • Mikki danski
  • Eyrún
  • Andri
  • Helga Bára frá Suður höfum
  • Kúbukrakkar
  • Grjótið
  • Bogi í Oz
  • Dísella
  • DísaJóna
  • Guggabogg
  • gunnspito
  • Sólrún
  • Gambía
  • Daníel Árni :)
  • Íslendingur í Mósambík
  • Gerum eitthvað gott
  • Kristín Arna litla frænkan mín :)
  • Ása og Ármann í BNA
  • Guðný frænka
  • Einar Smári Orrason :)
  • Mella sæta
  • Harpa
  • Elín
  • Sigga víðis
  • Sibba
  • 79 Hólmarar
  • Viddi brjál
  • Halla Sif
  • Rauði kross Íslands
  • Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands
  • Á flótta
  • Flóttamannahjálp Sameinuðuþjóðanna
  • Útivera
  • Rosaleg saga :)
  • Free Photo Albums from Bravenet.com Free Photo Albums from Bravenet.com

    Powered by Blogger