selavi

Jábbs, svona er lífið

fimmtudagur, júlí 27, 2006

Lassarus

Jábbs ég er búin að vera lassarus síðastliðna daga, þetta byrjaði með smá kvefi og endaði eða him endaði, er ekki alveg búið því ég sit hér og svitna eins og hálfviti í loftkældu herbergi ;) En var semsagt heima í gær til þess að ná þessu úr mér. En hvað er málið að vera lasin í útlöndum, ég meina hér er svona 30 stiga hiti. KRÆST !!! En það er vetur, og ég verð alltaf kvefuð á veturna ;)
Annars lýður mér bara vel heima.
Reyndar vakknaði ég við það að það stóð maður við rúmið mitt, fyrir innan moskítónetið. him og ég náttlega greip eftir snúrunni á lampanum til að kveikja ljósið, en nei ekkert ljós. Tíbíst rafmagnslaust. En maðurinn farin og þá var þetta bara draumur. en ég náttlega smá stressuð og massa fúl yfir að vera ekki búin að kaupa bansetta vasaljósið sem ég ætlaði að kaupa fyrir LÖNGU. En núna hugsa ég bara að ég geri það strax og ég fer í útivistarbúðina, því mig lagnar í höfuðljós. Svo ég bíð bara smá lengur.
Annars var ég ekki búin að segja frá því að þegar ég var að "reyna" að elda þarna kvöldið góða þá leiddi eldavélin mín rafmagns svo ég fékk smá straum. Svo ég bað um að einhver myndi skoða þetta. Og í dag kom gaur og kíkti á þetta og var með eitt skrúfjárn til þess að ath með þetta hjá mér. Hann skúrfaði eithvað og skoðaði eithvað og komst svo að þeirri niðurstöðu að þetta væri allt í lagi eins lengi og ég þurkaði mér um hendurnar og þurkaði undir pottana áður en ég eldaði. HAHAHA allt í lagi vertu bara þurr. passa sig að vera ekki með blautar hendur til að koma í veg fyrir strauminn. Him. held að það verði ekki mikið eldað á mínum bæ þar til ég fæ gas í eldavélina :) ( Það er gaslaust í Mapútó)
En allavega hef ég það gott, tölvusnúran er hugsanlega á leiðinni með Franklín á laugardaginn. vei vei :)
En hei gleymi alltaf að láta ykkur fá símanúmerin mín hér eru þau:
GSM: +258 2182303033230
Heim : + 258 21497750
Ég get ekki hringt úr heimasímanum, en það er hægt að hringja í hann :) Svo fáið ykkur heimsfrelsi og hringið í mig ;) hehe
Knús og kram
Frá sólinni í Mapútó ;)

2 Comments:

At 4:33 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Olá. æjæj...ennþá gaslaust, kemur samt ekki á óvart ;)
Bið að heilsa stóru íbúðinni og Láru!:) Ég fékk sjokk þegar ég kom í herbergið mitt, það er svo lítið miðað við herbergið í Mapútó...
Skemmmtu þér, Ciao ciao

 
At 2:04 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ :) Ég get trúað því, og skila því ég er viss um að íbúðin og Lára byðji að heilsa, held að þær sakni ykkar báðar :)
Bið að heilsa heim.
Þóra :)

 

Skrifa ummæli

<< Home

SKEMTILEGT Vinirnir
  • MYNDIR
  • Hilla
  • María
  • Biggi
  • Bryndís
  • Nonni
  • Árni Jökull
  • Mikki danski
  • Eyrún
  • Andri
  • Helga Bára frá Suður höfum
  • Kúbukrakkar
  • Grjótið
  • Bogi í Oz
  • Dísella
  • DísaJóna
  • Guggabogg
  • gunnspito
  • Sólrún
  • Gambía
  • Daníel Árni :)
  • Íslendingur í Mósambík
  • Gerum eitthvað gott
  • Kristín Arna litla frænkan mín :)
  • Ása og Ármann í BNA
  • Guðný frænka
  • Einar Smári Orrason :)
  • Mella sæta
  • Harpa
  • Elín
  • Sigga víðis
  • Sibba
  • 79 Hólmarar
  • Viddi brjál
  • Halla Sif
  • Rauði kross Íslands
  • Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands
  • Á flótta
  • Flóttamannahjálp Sameinuðuþjóðanna
  • Útivera
  • Rosaleg saga :)
  • Free Photo Albums from Bravenet.com Free Photo Albums from Bravenet.com

    Powered by Blogger