selavi

Jábbs, svona er lífið

miðvikudagur, ágúst 03, 2005

Á morgun er það Londonn og á föstudaginn er það Gambía :)

Jábbs, svaf ferkar asnalega í nótt, pælingar eins og þessar, er ég með nó af fötum, hvað á ég að taka með mér er ég búin að þvo allt ?? Hverju gæti ég verið að gleyma, hvað er það sem ég gæti auðveldlega gleymt, him.... ég gleymi því örugglega en svo fór ég að hugsa hvað er að þér Þóra þú getur keypt nánast allt þarna, svo ef þú gleymir einvherju þá bara kaupir þú það, no probs. En samt hélt magin áfram að vera skrítinn og hjartað að slá örlítið örar en venjulega, svo ég hugsa nú bara hvernig verður þetta í nótt ??
En allavega ég fór á fund með þeim sem eru að skipuleggja þetta í gær, og við fengum smá svona kynningu á því sem við erum að fara að gera. Fyrsta mánuðinn verðum við að skipuleggja sumarbúðir og aðstoða og taka þátt í sumarbúðum fullt af börnum og ungu fólki massa fjör örugglega, það verður gaman að sjá hvernig þetta er skipulagt þarna, nú hef ég tekið þátt í að skipuleggja sumarbúðir fyrir RKÍ frá 1997, svo þetta er bara gaman og farið svo á sumarbúðir í Króatíu 1997 sem var magnað. Síðan eftir búðirnar verður gerð loka skírsla og sumarebúðirnar kláraðar. Eftir það þá fer Tumi starfsmaður URKÍ-R aftur heim en við Sólrún verðum áfram og við förum í sitthvora borgina til þess að taka þátt í deildarstarfi og fleiru með okkar deild. Það á eftir að vera gaman. Mest verðum við þó í ungmennamálum, og ég er ánægð með það þar er ég á heimavelli, enda búin að vera í ungmennahreyfingunni frá 1995. Eins var RKÍ að senda gám fullan af alskyns dóti sem bæði Vin og fleiri hafa veirð að safna í, hluti af honum fer á geðsjúkrahús í Banjul höfuðborginni en annað verður dreyft til fólks og svona. Við munum fylgjast með því þegar hluta af dótinu verður dreyft. Magnað að fara á geðsjúkrahús í Gambíu, örugglega svolítið óhugglegt líka, það er víst mjög lítið að starfsfólki og aðstaðan mjög slæm.
En annars verðum við bara að syngja og dansa og borða hrísgrjón með góðri sósu.
En jæja best að fara að undirbúa sig og svona.
Hafið það gott.
Knús Þóra :)

6 Comments:

At 1:02 e.h., Blogger Ása Guðný said...

ooo það á eftir að vera svo gaman hjá þér, ég er ekkert smá spennt fyrir þína hönd.
Ása Guðný

 
At 1:56 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hola chica
góða ferð fagra fljóð til udlandene - þú átt eftir að standa þig svo vel - ég hef tröllatrú á þér!! Farðu samt sem áður varlega og láttu vita af þér!!

Hafðu það sem allra allra best
hilsen hilsen Þórdís Jóna

 
At 10:51 e.h., Blogger B said...

Takk fyrir pistilinn, nú veit maður hvað þú ert að fara að gera. Þetta hljómar vel hjá þér, held þú eigir eftir að njóta þín vel þarna.

Góða ferð!

 
At 7:41 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hljómar eins og sniðið fyrir þig! Þú verður á heimavelli þarna og átt vonandi eftir að njóta þessarar lífsreynslu. Ef ég man rétt þá hefurðu talað um svona ferð í tæp 10 ár (efast um að þú hafir tekið hlé eftir FÁ).
Góða ferð heillin mín og láttu vita af þér.
Kv Sibban

 
At 3:49 e.h., Blogger Thora said...

Hellu netid vitrkar ekkert allt of vel her, pistillinn verdur ad koma seinna. Eg hef that voda gott. Er ad fara til Senegal a fimtudaginn.
Knus til allra Thora fra GAmbiu :)

 
At 8:46 e.h., Blogger harpa said...

Gott að það er ekkert AÐ starfsfólkinu á geðsjúkrahúsum Gambíu :)
Gangi þér annars vel úti -ég bið að heilsa Sólrúnu. Kíktu við í Zurich ef þú átt leið hjá :)

 

Skrifa ummæli

<< Home

SKEMTILEGT Vinirnir
  • MYNDIR
  • Hilla
  • María
  • Biggi
  • Bryndís
  • Nonni
  • Árni Jökull
  • Mikki danski
  • Eyrún
  • Andri
  • Helga Bára frá Suður höfum
  • Kúbukrakkar
  • Grjótið
  • Bogi í Oz
  • Dísella
  • DísaJóna
  • Guggabogg
  • gunnspito
  • Sólrún
  • Gambía
  • Daníel Árni :)
  • Íslendingur í Mósambík
  • Gerum eitthvað gott
  • Kristín Arna litla frænkan mín :)
  • Ása og Ármann í BNA
  • Guðný frænka
  • Einar Smári Orrason :)
  • Mella sæta
  • Harpa
  • Elín
  • Sigga víðis
  • Sibba
  • 79 Hólmarar
  • Viddi brjál
  • Halla Sif
  • Rauði kross Íslands
  • Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands
  • Á flótta
  • Flóttamannahjálp Sameinuðuþjóðanna
  • Útivera
  • Rosaleg saga :)
  • Free Photo Albums from Bravenet.com Free Photo Albums from Bravenet.com

    Powered by Blogger