selavi

Jábbs, svona er lífið

miðvikudagur, október 18, 2006

Kuldi

Já hér er sko komin skíta kuldi, nei ekki í Mapútó heldur Reykjavík.
Hlutirnir breytast hratt, ákvað að fara heim í óákveðin tíma, fer aftur til Mapútó, fljótlega.
Leitt að missa af Gunnhildi og Palla, en ég næ vonandi seinni hlutanum með þeim.
Kv. Þóra

laugardagur, október 14, 2006

Hörku partý

Já hér var matarboð í gær, buðum við skvísurnar á heimilinu upp á heimabakaðar pizzur, kók, rauðvín og bjór. og ávaxtasallat í eftirrétt. Við höfðum mikklar áhyggjur af því að ekki væri til nó af mat, enda nær allir íslendingar í Mósambík staddir í húsinu, him... ekki nema 14. En bakaðar voru 9 pizzur, fullt af sallati og risa skál af ávaxtasallati, en til að gera stutta sögu langa þá er núna til svona 3 pizzur, við gáfum vörðunum svona eina samt fóru að ég held allir saddir heim, allavega fanst öllum þetta eðal pizzur, enda fólk orðið þreytt á pöntuðum pizzum.
Partýið endaði svo á rosa gítaspili og söng, helvíti gaman bara, Margeir gítarspilari kom öllum á óvart og tók endalaus lög og við sungum hástöfum með. Á meðan lágu Hallgrímur og Ásdís Nínu og Kjartans börn, sem eru nýjustu íslendingarnir í hópnum í sitthvorum sófanum og stein sváfu.
Þetta fína matarboð endaði í hörku gítarpartýi. Kúl.
Svo er kaffiboð í dag, þar sem sendinefndin er að koma í dag.
Eftir viku hitti ég svo Gunnhildi og Palla í Nelspurit, vei vei vei.
Góða helgi.
Knús Þóra
ps. set myndir inn eftir helgina.

fimmtudagur, október 12, 2006

Föstudagurnn 13 á morgun

Jebbs, en hann er ekki bara föstudagurinn 13, heldur líka 1 árs brúðkaupsafmæli. Til hamingju Ása og Ármann.
Jábbs fyrir ári síðan var ég í súkkulaði slag við Maríu mákonu, hún rústaði mér. Og svo hittum við Ásu og vinkonur hennar í Bláa Lóninu, voða næs.
Var að reyna að komast inn á það sem ég skrifaði fyrir ári, en netið er eithvað klikk svo það gengur ekki. En þar er að mig minnir mynd af mér í súkkulaði slag :)

Núna er ég að fara að undirbúa matarboð, við stelpurnar sem búum á Franseco Bareto 103 ætlum að bjóða öllum íslendingum í mat. Stelpurnar ætla að baka pizzu meðan ég verð í vinunni svo verður ávaxtasallat í eftirrétt, voða flott ;)
Svo er vona á fullt af Íslendingum á laugardaginn, og ég fer með hluta af þeim til Inhambane með Mörtu til að sýna tilvonandi verkefni. Það verður gaman. Svo komum við heim á föstudeginum og á laugardeginum fer ég til Nelsputir að hitta G og P, vei vei vei og við ætlum að fara í Kruger og vera þar fram á mánudag. Hlakka massíft til, var ég kanski búin að segja það áður ;) hahaha Í þetta skiptið tek ég alvöru myndavélina með, og drita niður filmum.
Svo er planið að sýna G og P Mapútó. svo er planið Svasí, Cape Town og eithvað meira til.
Vona að þið hafið það gott.
Knús og kram frá Mapútó :)

sunnudagur, október 08, 2006

Helgin

Já helgin liðin, þessi helgi fór í sjónvarpsgláp, smá ECC vinnu, hlaup og sólbað.
Verð að segja að sólbaðið hafi borið árangur, þar sem ég er með massa sólgleraunga far, og þið sem hafið séð sólgelraugunum mín vita að þau eru stór, já svo ýmindið ykkur. og svo er ég brend á milli brjóstanna, thank god fyrir burn free. Segi ekki annað. Næst þegar ég ætla að reyna að vinna á brúnkunni sem er n.b. ekki alveg nó og góð, en hef þessa 2 mánuði til að vinna á því, en nú er á planinu að vera ekki alltaf með risa gleraugun og bera betri vörn næst ;)
Sambýliskonur mínar eru enn í Nelspruit, svo ég er enn ein í kotinu. Beverli hils er í sjónvarpinu, hlítur nú að vera eithvað skemtilegra, en fyndið hér eins og heima eru sunnudagskvöld ekki mjög skemtielg. Reyndar er Greys Anatomy, og ég er orðin húkt á honum, en annars ekkert.
Nó verður á næstunni, framkvæmdarstjóri og stjórnarmaður ÞSSÍ og nýjasti starfsmaðurinn er að koma og nó að gera í kringum þá heimsókn. Svo eftir hana koma Gunnhildur og Palli, og ég hlakka mikið til. Við ætlum í Kruger, til Svasí, til Cape Town og ég ætla að sýna þeim Mapútó, laugardagsmarkaðinn, fiskmarkaðinn alla hina markaðina og bara allt það fallegar sem Mapútó hefur upp á að bjóða.
Vona að þið hafið það gott.
Knús frá Mapútó :)
Þóra :)

föstudagur, október 06, 2006

tekið af heimasíðu Moggans

ÍSALP ályktar um Kárahnjúkavirkjun
Ályktun frá Íslenska Alpaklúbbnum:
„Félagsfundur Íslenska Alpaklúbbsins harmar þau óafturkræfu náttúruspjöll sem eiga sér stað vegna Kárahnjúkavirkjunar. Þar fara forgörðum gríðarleg náttúruauðæfi sem verða með engu móti endurheimt.
Jafnframt skorar fundurinn á íslensk stjórnvöld að stíga varlega til jarðar í áætlunum um frekari nýtingu íslenskrar náttúru til raforkuframleiðslu til stóriðju. Á þessari stundu liggja fyrir áætlanir um framkvæmdir á viðkvæmum útivistarsvæðum svo sem við Langasjó, á Torfajökulssvæðinu, í Kerlingarfjöllum, víða á Reykjanesi og Hellisheiði.
Ljóst er að slíkar framkvæmdir munu skerða verulega möguleika fólks til að njóta þess að stunda útivist í okkar stórbrotnu og einstöku náttúru," að því er segir í ályktuninni.


http://mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1227283

Já það er komin október

Tíminn líður alveg afskaplega hratt, nú er mjög stutt í Gunnhildi og Palla. Er farin að hlakka mikið til koma þeirra.
Annars er voða lítið að frétta, nema að maginn minn er í einhverju hassi og ég fór til að láta tékka svolítið á honum í gær, fæ niðurstöður á mánudaginn.
Annars gengur sambúð okkar Lottu og Stefaníu bara ljómandi vel. þær eru mjög fínar skvísur.
Erum búnar að vera að gera hitt og þetta, fórum á stöndina á sunnudaginn, það var eithvað rosalegt að gerast, ég held að allir í Mapútó hafi farið niður á strönd. Við fórum svolítið seint og vorum svo vitlausar að fara á bílnum. Vorum í svona 3 tíma, 2 fastar í umferð og 1 á ströndinni. Sáum ekkert, þar sem við vildum drífa okkur í umferðarþvöguna til að verða ekki fastar þegar færi að dimma. Mútuðum okkur út úr hinum ýmsu lokuðu leiðum. Svo það gekk að lokum að komast heim.
Þær ætla að skella sér til Neslpurit um helgina og ná sér í lengri vísa fyrir Mós. og ég ætla að vera heima og bara eiga rólega helgi, þar sem nú eru allar helgar planaðar eftir þessa.
Jebbs nú eru bara 2 mán í mig, svo farið að undirbúa.
Jæja farin að vinna og drekka kók fyrir mallan.
Knús Þóra

SKEMTILEGT Vinirnir
  • MYNDIR
  • Hilla
  • María
  • Biggi
  • Bryndís
  • Nonni
  • Árni Jökull
  • Mikki danski
  • Eyrún
  • Andri
  • Helga Bára frá Suður höfum
  • Kúbukrakkar
  • Grjótið
  • Bogi í Oz
  • Dísella
  • DísaJóna
  • Guggabogg
  • gunnspito
  • Sólrún
  • Gambía
  • Daníel Árni :)
  • Íslendingur í Mósambík
  • Gerum eitthvað gott
  • Kristín Arna litla frænkan mín :)
  • Ása og Ármann í BNA
  • Guðný frænka
  • Einar Smári Orrason :)
  • Mella sæta
  • Harpa
  • Elín
  • Sigga víðis
  • Sibba
  • 79 Hólmarar
  • Viddi brjál
  • Halla Sif
  • Rauði kross Íslands
  • Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands
  • Á flótta
  • Flóttamannahjálp Sameinuðuþjóðanna
  • Útivera
  • Rosaleg saga :)
  • Free Photo Albums from Bravenet.com Free Photo Albums from Bravenet.com

    Powered by Blogger