selavi

Jábbs, svona er lífið

sunnudagur, maí 28, 2006

Ég er ástfangin

Já, ég er ástfangin af lagi sem Ian Anderson samdi fyrir vin sinn Griminelli. Lagið heiti Griminelli S Lament og hægt er að hlusta á demó af því hér. (kanski ekki bestu gæðin)
Það sem mér finst skemtilegt við þetta lag er í raun að það er svolítið eins og ástin, gersamlega óútreiknanlegt. Þú veist aldrei hvort næsta nóta sé upp eða niður. Fyrir utan hvað það er ofboðslega fallegt.
Ég mæli með að hlusta á það allt, ef þið komist í það.
Þetta var eitt af fyrstu lögunum sem hann spilaði á tónleikunum og ég verð að segja að ég fékk bara tár í augun.

HAHAHAH

You scored as Carrot Ironfounderson. You are Captain Carrot Ironfounderson of the City Watch in the greatest city on the Disc â?? Ankh-Morprok! A truly good natured, honest guy, who knows everyone, and is liked by all. Technically a dwarf, but only by adoption. Youâ??d rather not be reminded that you are the true heir to the throne, but that does explain why people naturally follow your ordersâ?¦

Carrot Ironfounderson

88%

The Librarian

69%

Cohen The Barbarian

56%

Gytha (Nanny) Ogg

56%

Lord Havelock Vetinari

50%

Rincewind

38%

Greebo

38%

Esmerelda (Granny) Weatherwax

31%

Death

25%

Commander Samuel Vimes

19%

Which Discworld Character are you like (with pics)
created with QuizFarm.com

laugardagur, maí 27, 2006

Ó men

Jæja þá er maður búin að kjósa rétt. Vona að allir fari á kjörstaði og kjósi, nema kanski þeir sem ætla ekki að kjósa rétt ;)
En hvernig sem það fer, þá fær maður hvort eð er ekkert að vita neitt um það fyrr en í fyrramálið því ekki nenni ég að vaka í alla nótt, ég held að það sé víst.

En í allt annað.
Ég fór í tvær heimsóknir í gær og var mjög ókurteis í tengslum við báðar. Fór í grill til vina fólks míns, nema að þegar mér var boðið var ég að fara að borða svo ég ákvað bara að fara og sitja með þeim og svona. Nema að ég á annað vinafólk sem býr í sömu blokk og þetta vina fólk mitt sem ég var hjá og ákvað að skella mér óboðin til þeirra meðan hinir voru að eta. Nema hvað að ég náttúrulega stein glemyndi mér hjá hinum og var þar svolítið lengur en ætlaði. OK. skiptir ekki máli, nema hvað að ég var að fara í 22 bíó, svo það sem ég gerði var að hendast inn til þeirra sem voru með grillið og kveðja og fara svo í bíó. En það er ekki búið enn, ég sem var að drífa mig svo GEGGJÓ mikið komast að því að það var uppselt á myndina klukkan 22, svo við María þurftum að bíða í F. klukkutíma á Fridays sem er ömurlegur staður með engri þjónustu. Svo var bara myndin sem við fórum á D V C eða DaVinciCode bara ekkert góð og ég komin heim klukkan tvö eftir tvær heimsóknir hjá mjög skemtilegu fólki og leiðinlega bíó mynd.
En nú er það að leggja loka hönd á meistara verk mitt svo ég komist upp í Stangarholt næstu helgi.
En góða helgi.
Knús og kram
Þóra :)

miðvikudagur, maí 24, 2006

Ian Anderson

Byrja kanski á því að segja nei nei, ekki trúlofuð, úff, guð sé lof, myndi láta vita af því betur, blöðunum, dreyfibréfum dreyft með flguvélgum eða eithvað svoleiðis, þið vitið. Enginn hætta á slíka hér á þessum bæ :)
Var bara að skoa þennan fína hring, þarf að taka mynd og setja inn hér, á Laugarveginum þarna um nóttina, og kemur þá ekki þessi Gunni sem ég þekki ekki rassgat og bara keypti fallegan hringa handa fallegri stúlku :) Og ég þakkaði pent og fór svo einhvert.


En Aðalmálið hér, ég fór ásamt m og p og fleira fólki á Ian Anderson tónleikana í gær, og VÁ ÆÐI. HANN ER SNILLINGUR
Og þau sem spiluðu með honum voru frábær, stelpan á filðunni var frábær, Lucia Micarelli, hún var geðveik, tók Led Zepilin lag, geðveikt. SVo eru náttúrulega Jethro Tull lögin frábær, hann spilaði nokkur lög af jóladisknum þeirra sem ég hef kanski hlustað mesta á. 1. des er hann settur í tækið og ég hlusta eginlega mest á hann fram að aðfangadag, þá tekur hátíðlegri tónlist við :)

Reyndar var svolítið skrítið að sitja svona ein, málið er að ég ákvað þetta svolítið seint svo ég gat ekki setið hjá öllum, svo e´g sat ein svolítð frá þeim, og ég er þannig að ég er alltaf að segja " Geðveikt, sástu þetta, heyrðiru þetta og svo framv." Þarf að hafa einhvern við hliðina á mér, en nú hef´eg prufað þetta. En þrátt fyrir það var frábært, han er mjög fyndin og skemmtilegur.
En geggjó. Hlakka til að fara að hlusta á diskana hans pabba gamla :)
(pabbi og bræður mömmu eru miklir aðdáendur)

þriðjudagur, maí 16, 2006

kvefuð og með díblað nef

Jebbs, hef nú ekki frá miklu að segja, bara allt við það sama, smá stress og smá rugl, en það er nú bara venjan á þessum bæ.
Helgin var frábær, kaffihús á föstudagskvöldið og matarboð á laugardagskvöldið, sem var FRÁBÆRT, takk fyrir mig. Fékk gefins hring, mikið er ég fegin, loksins gaf hann Gunni mér hring, búin að bíða eftir þessu lengi eða í allt að 1 sekúntu, nei ég lýg því þar sem ég beið ekki neitt heldur kom hann mér algerlega á óvart, tek kanski mynd af hringnum við tæki færi, en hann passar rosa vel á baugfingur og er alveg svona mín gerð.
Þetta átti sér stað um 04:00 aðfaranótt sunnudagsins, geggjó. Er rosa ánægð með hringinn.
En annars er ég bara komin með kvef og hósta, bögg. Annars var amma að hringa og sega að hún væri á leið til Slóveníu og Króatíu, geggjó, ég öfunda hana massíft. Mig langar svo til Elvisar og í matinn hjá mömmu hanns, nammi namm.
Annars eru einhvernvegin allir á leið til útlanda, Sólrún á leið í heimsreisuna sína, María mákona komin til Danaveldis, amma á leiðinni út, Hilla reyndar að koma heim, jey jey. Kanski að ég fari bara líka, en samt ekki fyrr en Hilla kemur heim.
En jæja hætt þessu bulli.
Hafið það gott.
Knús og kram
Þóra

föstudagur, maí 12, 2006

Skoðið

ÞETTA

dísus!!!

En byrjum á öðru, var búin að skrifa heilan helling í gærkveldi, en as always datt talvan míon út og allt í hassi, nema að ég var svo sniðug, því ég er farin að kunna á tölvu skrattann, ég seifaði svo ég set þetta bara inn í dag þegar ég kem heim, þ.e.a.s. ef tölvu hróið mitt virkar.
Var annars á frábærum tónleikum í gær hjá Kvenna kór Reykjavíkur, nú hefur systir mín hin frábæra bæst í þennan fagra hóp svo ég hef tvöfalda ástæðu til þess að fara að hlusta á þær, ír aun 3 falda, mamma, Ása og svo er líka gaman :)
En allavega út í dísusið:


Orkuverð til Alcoa 1,20 kr./kwst

Eftir að efnahagslegar afleiðingar Kárahnjúkavirkjunar tóku að koma í
ljós hefur þeim fjölgað mjög sem opinberlega lýsa efasemdum um arðsemi
þessarar framkvæmdar. Margir hafa bent á að meðan leynd hvílir yfir
umsömdu orkuverði til Alcoa verði tæpast hægt að skera úr um þetta mál
með óyggjandi hætti.

Náttúruverndarsamtökum Íslands hefur nú tekist að afla áreiðanlegra
upplýsinga um umsamið orkuverð til Alcoa. Miðað við spá Landsvirkjunar
um þróun álverðs, sem byggir á langtímaframleiðslukostnaði, ætti það að
vera 1564 dollarar/tonn þegar áætlað er að orkusala til Alcoa hefjist.
Miðað við þessa tölu verður orkuverðið 17,4 mills á kwst. Miðað við
núverandi gengi dollars er því verðið um 1,20 kr. Orkuverð er beintengt
álverði.

Umrætt verð er nokkru lægra en miðað var við í arðsemismati sem
Náttúruverndarsamtökin létu vinna árið 2002. Samkvæmt því mati er
núvirði Kárahnjúkavirkjunar neikvætt um 40 milljarða króna miðað við
eðlilega ávöxtunarkröfu, að því gefnu að kostnaðaráætlun standist.

Þá er ótalinn 2,6 milljarða beinn styrkur ríkisins til Alcoa og
kostnaður vegna tafa á afhendingu orku til Alcoa en flest bendir til að
afhending orku tefjist verulega vegna vanmats Landsvirkjunar á
framkvæmdaáhættu.


(Tekið frá Náttúruverndarsamtökum Íslands)

mánudagur, maí 08, 2006

HVER ER MUNURINN?
Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfisráðherra, hefur réttilega fordæmt
auglýsingu um jeppaferðir á Íslandi, sem birt var í nafni Ferðamálaráðs
í blaðinu Kaupmannahafnarpóstinum. Í auglýsingunni birtist texti, sem
efnislega var á þá leið, að á Íslandi væru það risajeppar, sem ryðji
vegina. Birting auglýsingarinnar hefur verið stöðvuð eins og eðlilegt
er.

En eftir stendur þessi spurning: Hver er munurinn á því að eyðileggja
hálendið með því að risajeppar æði þar um eða hvort það er gert með því
að Vegagerðin leggi vegi um hálendið með bundnu slitlagi eða athafnamenn
byggi hótel hér og þar?

Við hneykslumst, þegar dómgreindarskortur auglýsingamanna kemur upp um
hugarfar þeirra, sem telja sjálfsagt að gera hvað sem er á hálendinu.

Af hverju hneykslumst við ekki ef það á að byggja vegi með hefðbundnum
hætti um hálendið?

Stefnumörkun í hálendismálum á að vera skýr. Hún á að vera sú, að það
verði ekki byggðir upp vegir og malbikaðir á miðhálendinu. Hún á að vera
sú, að það verði ekki frekari framkvæmdir leyfðar á hálendinu. Það er
einfaldlega nóg komið.

Af þessum sökum væri æskilegt að umhverfisráðherra gangi til liðs við
þá, sem berjast gegn frekara raski á hálendi Íslands. Það er ekki nóg að
ráðherrann snúist gegn auglýsingum af þessu tagi. Sigríður Anna verður
að snúast gegn öllum frekari framkvæmdum á þessu svæði.

Það er tímabært að slá skjaldborg um hálendið og að þjóðin sameinist um
þá stefnu að láta það í friði. Það eru enn til verndaðir staðir á
Íslandi, þar sem sjá má árangur þess að friða stór svæði fyrir ágangi
„menningarinnar“. Slík svæði má t.d. sjá á Hornströndum. Þótt náttúran
hafi orðið að láta undan síga á mörgum svæðum á hálendinu eru þó eftir
þar stór svæði, sem eru ósnortin. Tökum höndum saman um að þau verði það
áfram.


Í stefnu Náttúruverndarsamtaka Íslands, frá 1997, segir:
Að gera hálendið allt að einum þjóðgarði með lögum frá Alþingi. Þar með
verði hálendi Íslands sett undir eina skipulagsstjórn og svæðið skýrt
afmarkað og skilgreint.

(Morgunblaðið 06.06.2006)

SKEMTILEGT Vinirnir
  • MYNDIR
  • Hilla
  • María
  • Biggi
  • Bryndís
  • Nonni
  • Árni Jökull
  • Mikki danski
  • Eyrún
  • Andri
  • Helga Bára frá Suður höfum
  • Kúbukrakkar
  • Grjótið
  • Bogi í Oz
  • Dísella
  • DísaJóna
  • Guggabogg
  • gunnspito
  • Sólrún
  • Gambía
  • Daníel Árni :)
  • Íslendingur í Mósambík
  • Gerum eitthvað gott
  • Kristín Arna litla frænkan mín :)
  • Ása og Ármann í BNA
  • Guðný frænka
  • Einar Smári Orrason :)
  • Mella sæta
  • Harpa
  • Elín
  • Sigga víðis
  • Sibba
  • 79 Hólmarar
  • Viddi brjál
  • Halla Sif
  • Rauði kross Íslands
  • Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands
  • Á flótta
  • Flóttamannahjálp Sameinuðuþjóðanna
  • Útivera
  • Rosaleg saga :)
  • Free Photo Albums from Bravenet.com Free Photo Albums from Bravenet.com

    Powered by Blogger