selavi

Jábbs, svona er lífið

sunnudagur, mars 25, 2007

Ekkert þannig lagað

Nei það er voða lítið að frétta héðan af bæ, nema náttlega að ég er GEÐVEIKT ánægð með það að ég og María eða skálavörður verðum í Landmannahelli saman í sumar, já vei vei vei. Svo allir sem eru skemtilegir eru velkomnir. Er farin að hlakka mikið til. Það er allt og langt síðan ég var eithvað á fjöllum, maður er orðin algerlega háður þessu. Hlakka líka rosa til að vera í Hellinum, það er mun minna að gera þar en í Landmannalaugum, svo þetta verður eithvað öðruvísi.
Er farin að vinna í Everest núna tímabundið þar til ég fer upp í Helli, eða réttara sagt til Ítalíu og svo upp í helli. Svo um að gera að koma við og heila upp á mig. Verð reyndar ekki á þriðjudögum þar sem þeir fara í skólann.
Annars er bara gott að frétta, hei hjá talandi um Ítaliu, þá erum við kór kellingar að selja kaffi og páska liljur, og eithvað krem og sull frá Dova, endila hafið samband ef þið viljið styrkja þennan eðal kór á kóramót á Ítalíu. Frjáls framtök eru líka veeel þegin ;)
En æm off.
bæjó spæjó.

föstudagur, mars 23, 2007

Tekið af redcross.is

Gríðarlegt mannfall af völdum sprenginga í Mósambík 23.03.2007

Sprengingin varð í gömlu vopnabúri sem stóð til að farga á næstunni.Vopnabúr mósambíska hersins í Malhazine, einu af úthverfi Maputo, sprakk í loft upp seinni partinn í gær á sama tíma og fólk var á leið heim úr vinnu og skólum. Stóðu sprengingarnar yfir klukkustundum saman og af og til voru hrikalegar eldsprengingar og sprengjubrot þeyttust í allar áttir. Enn liggja leifar af sprengjum víða á svæðinu og ekki vitað hvort þær muni springa. Nú er talið að minnst 72 hafi látist og einhver hundruð slasast. Tugir sjálfboðaliða Maputodeildar Rauða krossins fóru strax á vettvang og voru við störf langt fram undir morgun við að bera burtu látna og slasaða og aðstoða aðra. Lýsingar þeirra voru hroðalegar, eins og af vígvelli í miðri borg, líkamspartar á víð og dreif og börn og fullorðnir hlaupandi um í angist að leita að ættingjum. Fjöldi barna virðist hafa týnst, annað hvort hlaupið burt að heiman í örvæntingu eða týnt fjölskyldum sínum á hlaupunum. 8 ára dóttir eins starfsmanns í skóla barnanna minna var ein heima og hefur líklega hlaupið út skelfingu lostin og er enn ófundin. Mósambíski Rauði krossinn hefur nú þegar skipulagt leitarþjónustu vegna þessa og aðstoða sjálfboðaliðarnir einnig við það.
Miklar skemmdir urðu á húsum, rúður splundruðust og veggir hrundu vegna þrýstingsins.Það sorglega er að sprengingin varð í gömlu vopnabúri sem stóð til að farga á næstunni. Talið er að miklir hitar og raki undanfarna daga hafi kynnt undir birgðunum og valdið þessu. Vopnabúrið var upphaflega langt utan við borgina en í stríðinu flutti fólk úr sveitunum í kring þar sem verið var að berjast og til Maputo og settist að á svæðunum kringum hersvæðið og fannst það vera öruggara þar en annars staðar. Það eru því íbúðahverfi sem umlykja þetta svæði hersins.Það tekur eitt við af öðru hjá Mósambíska Rauða krossinum (MRK), fyrst flóðin fyrir norðan í febrúar og fellibylurinn nokkrum dögum síðar. Neyðarviðbrögð eru enn í fullum gangi og þessa dagana er verið að skipuleggja úttektir og áætlanagerð fyrir uppbyggingarstarfið þar. Þrjú teymi fara af stað frá landsskrifstofu MRK á mánudaginn í það starf, bæði innlendir starfsmenn og starfsmenn samstarfslandsfélaga og munu vinna með starfsfólki MRK í héruðunum. Síðastliðinn sunnudag var gríðar mikið rok hérna og víðar meðfram ströndinni og háflóð á sama tíma og sjór gekk víða yfir byggðirnar næst ströndinni. Fjöldi húsa eyðilagðist en lítið var um slys á fólki sem betur fer. Svo þessi atburður í gær. Stjórnendur hjálparteyma MRK vinna vel en eru að verða ansi lúnir eftir erfiða törn síðustu vikurnar. Margir starfsmanna búa nálægt sprengjustaðnum og hús þeirra skemmdust mörg, meðal annars splundruðust rúður og veggir hrundu vegna þrýstingsins. Fjölskyldur þeirra sluppu að því best er vitað.
Nína Helgadóttir

mánudagur, mars 19, 2007

Til fróðleiks

Um að gera að horfa á þetta.

Þessu fagna ég

Um að gera að gera allt á síðustu stundu. En þetta er gott. Já ég fagna þessu.

Framtíðarlandið

Ég er búin að skrifa undir þetta

miðvikudagur, mars 14, 2007

Finnland

Ferðin mín til Finnlands var mjög góð. Ég fór ásamt formanni URKÍ á sam Norrænana stjórnarfund, eins komu nokkrir frá Eystrasaltslöndunum.
Fundurinn var mjög góður, frábært að hitta alla, sérstaklega fyrir mig þar sem ég er tengiliður þessarar þjóða inn í Evrópuráð Ungmennahreyfinga Rauða krossins og Rauða hálfmánans. ECC.
Það er alger vítamín sprauta að fara á svona fundi, sjá að það er svo mikið að frábæru fólki að gera svipaða hluti og þú. Jebbs geggjó.
En ekki nó með að fundurinn hafi gengið vel get ég nú strikað út af 100 hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey listanum allavega einn hlut.
Já ég skellti mér í ísbað, ég skelli inn myndum af vökinni í dag eða á morgun. Þetta var geggjó, reyndar vorum við dönsku stelpurnar aðeins of kaldar eða sumir segja vitlausar, ég vil meina töffarar. en við fórum alveg ofaní með hausin líka, sem er víst ekki eins og það á að gera það, þar sem fólk getur lent undir ísnum, sem er að sjálfsögðu ekki sniðugt. En við gerðum þetta rétt í annaðskipti og þá 2svar. Já geðveikt.
Svo var náttlega frábært að hitta gamla vini aftur. Þetta eru snillingar, já vð Rauða kross fólk við erum svo ógislega fyndin. HAHAHAHAHAHA
(Við erum það sko í alvöru, mér finst það allavega) ;)
Kv Þóra.
ps. áflótta um helgina, fjör. já.
Helgin þar á eftir fer í ekkert nema að sofa og læra.

fimmtudagur, mars 08, 2007

Finnland

á morgun.
Bless, bless.

Hvað er í gangi

Þetta finst mér ótrúlegt. Og merkilegast er að ÞSSÍ vissi ekkert af þessu fyrr en í gær.
Þetta kallar maður MJÖG léleg vinnubrögð hjá Utanríkisráðuneytinu.

miðvikudagur, mars 07, 2007

Djöfull er ég lélegur djammari

Já ég er bara ógislega þreytt ennþá, og það er miðvikudagur, þetta er enginn frammistaða.

þriðjudagur, mars 06, 2007

Aftur komin á hlöðuna

Já þá er maður bara aftur mættur á hlöðuna, komin með greinar og farin að lesa. Finst ég ógislega dugleg, ekki að ég hafi verið í brjáluðu stuði í morgun, þar sem ég vakknaði við DRRRRR, og SAGGGGG og læti. Það er verið að setja parket á gólfin heima svo það er ekki hægt að vera þar.
Ég fæ sömu tilfiningu hér á hlöðunni og þegar ég hef verið í Afríku sérstaklega í Gambíu og Senegal, þar sem ég þurfti að telja ofan í mig vatnið sem ég drakk til þess að passa að drekka of mikið til að ofþorna ekki, líður svolítið svoleðis hér, að ég verði að drekka helling af vatni til þess að verða ekki þurr eins og bækurnar. Bara á þessum skrifum mínum er ég komin með þurka járnbragð í munninn og hálsin alveg orðin þurr, samt passa ég mig á því að hafa munnin lokaðann. Mikið hlakka ég til að þeir klára að parketleggja svo ég geti bara setið heima og gert þetta.
Annars er nó að gera í vikunni, ætla að klára allavega eitt verkefni sema kynningu á ECC fyrir Finnland um helgina og svo að kenna skyndó í Myllunni eða einhverstaðar. Svo er það bara Finnland og sáni á föstudaginn. vei vei vei.
En jæja best að snúa sér að Frálsumfélagasamtökum og neyðaraðstoð.
Kv frá þurkinum á hlöðunni.

mánudagur, mars 05, 2007

Góð helgi

Já helgin að baki, get ekki sagt annað en að maður sé heldur betur þreyttur.
Við María tókum föstudagskvöldið snemma og enduðum það allt of seint, þar sem ég vakknaði 3 tímum seinna til þess að gera mig klára fyrir æfingarbúðir Kvennakórs Reykjkavíkur, og rúmum klukkutíma síðar vorum við Ása systir lagðar af stað að Skógum til að hitta kellingarnar.
Þar var MIKIÐ sungið, og er ég því algerlega raddlaus í dag, ekki að ég hafi verið með neitt frábæra rödd á þessum búðum eftir alllllt of lítið svefn.
Er annars mætt upp á bókhlöðu og er að fara að byrja á þessum verkefnum sem ég á eftir. Fjör, er búin að vera hér í hvað 20 mín samt búin að gera mig að algfjöru fífli við sama kallinn 2 var sinnum. Þóra alltaf sami snillingurinn. Það er eins og eithvað gerist með mig hér á hlöðunni, ég verð utanvið mig og lýður eins og ég veit ekki hvað, er viss um að þetta sé loftið, sem er náttlega fyrir bækur ekki fólk.
En allavega best að byrja að lesa um Þróun og NGOs. Fjör já mér finst það.
Gangi mér vel.
Kv Þóra nörd.

SKEMTILEGT Vinirnir
  • MYNDIR
  • Hilla
  • María
  • Biggi
  • Bryndís
  • Nonni
  • Árni Jökull
  • Mikki danski
  • Eyrún
  • Andri
  • Helga Bára frá Suður höfum
  • Kúbukrakkar
  • Grjótið
  • Bogi í Oz
  • Dísella
  • DísaJóna
  • Guggabogg
  • gunnspito
  • Sólrún
  • Gambía
  • Daníel Árni :)
  • Íslendingur í Mósambík
  • Gerum eitthvað gott
  • Kristín Arna litla frænkan mín :)
  • Ása og Ármann í BNA
  • Guðný frænka
  • Einar Smári Orrason :)
  • Mella sæta
  • Harpa
  • Elín
  • Sigga víðis
  • Sibba
  • 79 Hólmarar
  • Viddi brjál
  • Halla Sif
  • Rauði kross Íslands
  • Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands
  • Á flótta
  • Flóttamannahjálp Sameinuðuþjóðanna
  • Útivera
  • Rosaleg saga :)
  • Free Photo Albums from Bravenet.com Free Photo Albums from Bravenet.com

    Powered by Blogger