selavi

Jábbs, svona er lífið

sunnudagur, maí 29, 2005

Áhugaverð kveðja

Jábbs, segi nú ekki annað. Frænka mín sem er stödd á landinu var í matarboði hjá gamalli vinkonu í gær sem er ekki frásögu færandi, nema hvað að þegar hún kemur heim þá segist hún nú hafa fengið meira en góða mat í þessu boði. Hún segir mér að hún væri með kveðju til mín, og ég hugsaði nú ?? ég þekti engan sem var með henni í matarboðinu. Og þá fer hún að segja mér að það var maður með henni þarna sem sér víst meira en við hin. Og allt í einu fer hann að hósta og svona og Jóhanna frænka spyr hvort það sé ekki í lagi með hann, þá er sagt að það sé greinilega einvher sem vilji komast í gegn. Og já þá átti það að vera maðurinn hennar Jóhönnu Bragi frændi sem lést í fyrra. Ekki nó með það þá komu amma og afi sem dóu fyrir 8 árum síðan. Svo þetta var nú frekar áhugavert allt saman. En þau báðu allavega að heilsa. Svo já skemtilegt, ég fékk kveðju frá ömmu Ásu og afa Óla, takk fyrir það ef þið eruð að lesa þetta. Kanski eru þau með netið þarna hinumegin ?
Magnað. Ég veit ekki alveg hversu miklu ég á að trúa af svona en hver veit.
Gaman að fá kveðju.

ég hlakka svo til

Ég hlakka svoooo til að klára ritgerðina
Ég hlakka svoooo til að fara út úr Reykjavík
Ég hlakka svoooo til að fara upp í Landmannalaugar
Ég hlakka svoooo til þegar María og Kristín Arna koma heim, þó svo ég sjái þær er ekki strax þá verða þær á landinu. jey.
Ég hlakka svoooo til að fá að vita hvort ég veri ein af tvem sem fá að komast til Gambíu
Ég hlakka svoooo til að Gunnhildur komi upp í Landmannalaugar
Ég hlakka svoooo til að fara til Maríu, Helga og Berglindar upp í Landmannahelli í heimsókn
Ég hlakka svoooo til að hitta Smára, Nínu og Guðný upp í Landmannalaugum
Ég hlakka svoooo til að hitta fjallafólkið
Ég hlakka líka gíflurlega til að fara að vinna í Evrópuráðinu
Ég hlakka til að fara á fyrsta fundinn
Mér fynst mjög leiðinlegt að missa hugsanlega af Nordic Baltic fundinum, það væri svo gaman að sýna krökkunum Ísland.
Mér finst mjög leiðinlegt að hafa mist af reunioninu sem var í gær í Hólminum
En það er svona maður fórnar ýmsu fyrir annað.
En eg er farin að læra, hafið það gott.
Kær kveðja Þóra :)

fimmtudagur, maí 26, 2005

Sorrý ef ég þekki ykkur ekki :)

Jebbs, ég ætla að byðja afsökunnar fyrirfram. Málið er að ég er farin að skella mér í sund til að synda og þegar ég er í sundi er ég gersamlega sjónlaus ;) Svo ég þekki engan, í dag tildæmis var ég í pottinum í makindum, eftir að hafa verið að synda sko ;) og heyri rödd sem ég kannast við, en málið er að ég veit ekkert hvaðan svo ég er ekkert að segja hei! ég þekki þig, en ég sé þig ekki ;) Svo ég bara hélt kjafti, en svo þegar ég var komin uppúr og farin að klæða mig þá sé ég stelpu sem ég kannast við en man ekki alveg hvar og hún kemur itl mín og spyr hvort við hefðum ekki veirð saman í tíma, og ahha, þá var hún með mér í tíma, eins gott kanski að ég fór ekki til hennar og bara hæ hvað segir þú gott ;) og svo bara ó, ég þekki þi kanski ekki svo mikið. hehe
Svo ég bið ykkur sem sjáið mig í sundi, þó svo ég horfi til ykkar og jafnvel á ykkur og heilsa ekki þá er það ekki vegna þess að ég er snobbari dauðans eða eithvað. Ég er bara sjónlaus, svo þið bara verðið görusvovel að koma itl mín og segja hæ, ætti að þekkja röddina :)
Svo jebbs, annars er ég að fara bráðum í Laugarnar mínar svo ekki mikil hætt að að ég hitti marga í stundi, nema kanski í næstu viku.
Hafið það gott.
Knús Þóra :)

miðvikudagur, maí 25, 2005

ohhhhh

Jábbs, segi nú bara ekki annað. Ég byrjaði í Rauða krossinum árið 1995 til þess að komast til Gambíu, enn er ég í Rauða krossinum og fynst mjög gaman, annars væri ég þar ekki lengur, en nú er verið að bjóða tvem sjálfboðaliðum til þess að fara til Gambíu í haust en það eru kvaðir, umsækjendur þurfa að fara á 4 kvölda námskeið áður en valið veðrur úr, mun ég hafa tíma til þess að fara á þetta 4 kvölda námskeið nei, að öllum líkindum ekki því ég verð að öllum líkindum í Landmannalaugum. Svo hugsanlega kemst ég bara ekkert til Gambíu í haust eins og ég var SVOOOO mikið að vona. Fúlt mar. Vona bara að ég fái smá sjéns, en samt væri það soldið asnalegt, reyndar kanski ekki, hef fylgst með þessu verkefni hér áður fyrr, áður en það hætti og reynt að flyjgast með eins og ég get nú. En samt. ARRG.

sunnudagur, maí 22, 2005

Hvað gerist næst ?

Jábbs, á föstudaginn var Landsfundur URKÍ og nýr formaður og ný stjórn kosin, svo já ég er ekki lengur formaður Ungmennahreyfingarinnar. Ég var formaður í 2 ár og starfaði í Fulltrúaráðinu í 3 ár fyrir það, svo ég hef verið þarna í 5 ár núna. Það er skrítið að hætta. En að mörguleiti er það gott, það verður gott að fá nýtt blóð, nýjar hugmyndir. En eins og ég sagði frá í síðasta pistli þá er ég engan vegin hætt í Ungmennastarfi, nú færist það bara á alþjóðavísu, jábbs, næstu tvö árin fer sá tími sem ég hef eitt í formannavinnu fer nú í evrópu vinnu, svo þetta er gaman.
Annars var aðalfundur RKÍ á laugardaginn og þar fengu tvö verkefni heiðursskjöl, og bæði voru þetta verkefni innan Ungmennadeilda, svo ég er mjög ánægð með það :)
Ekki var mikið lært í gær, æææ en búin að vera dugleg í dag. Dagurinn fór allur í aðalfund og svo var Steinunn snillingur að útskrifast, til hamingju og við skeltum okkur í útskriftarveislu til hennar. Það var gaman, svo fórum við nokkur í mat með aðalfundarfulltrúum og ég dansaði við Formanninn og fleiri snillinga. Það var mjög gaman.
En nú er það læra læra.
Hafið það gott.
Kv Þóra

miðvikudagur, maí 18, 2005

Evrópu fundur í Vín

Jábbs, ég var að koma frá Vín. Ég var í Vín vegna þess að þar var Evrópu fundur Ungmennahreyfinga Rauða krossins og Rauða hálfmánans. Þessir fundir eru haldnir á tveggja ára fresti og á milli fundanna er starfandi Evrópu ráð sem vinnur að því sem ákveðið var á fundinum og skipuleggur síðan næsta fund. Þetta er 3 svona fundurinn minn og ég verð að segja einn af þeim skemtilegustu. Ég hef kynst fullt af fólki í gegnum þessa fundi og verð að segja að Rauða kross fólk er algert eðal fólk ;)
Margt var brallað, það sem stendur upp úr er að ég var kosinn í þetta ráð, og er ein af 7. Í ráðinu eru fulltrúar frá Kýpurm Armeníu, Austurríki, Belgíu, Makedóníu og spáni. Skemtilegt blanda. Hlakka mikið til að heimsækja þessi lönd og starfa með þessu frábæra fólki.
Fundurinn er blanda af fyrirlestrum og hóp-vinnu. Þarna voru skemtilegir fyrirlestrar og hópverkefnin voru bara alveg ágæt. Við fengum heimsókn frá UNICEF sem var magnað, þar var maður að nafni Andres sem hefur starfað fyrir UNICEF leengi. Það var ansi magnað að hlusta á hann.
Ég heyrði fullt af þjóðsöngvum og söng okkar ;) jebbs og það tókst ágætlega. Söng líka Maístjörnuna fyrir framan alla á Austurrískum matsölustað.
Heyrði triljón brandara, það endaði með því að við föttuðum síðastakvöldið að við værum farin að segja sömu brandarana aftur, svo við vorum komin í hring.
Var í herbergi með portúgalskri stelpu sem er næstum alveg eins og ég í háttum, við áttum svipuð föt, vorum með næstum sama húmor, okkur fanst þetta magnað þar sem við vorum að hittast í fyrsta skipti.
Þetta var frábært, ég hlakka mikið til að vinna að ungmennamálum innan Evrópu næstu tvö árin. Það verður gaman að kynnast starfsemi alþjóðasambandsins betur.
En þá er það ritgerð, mikið eftir svo vinna vinna vinna.
Hafið það gott.
Kv Þóra :)

laugardagur, maí 07, 2005

Ég skála sko fyrir mömmu hanns Steingríms J.

Það er verið að sýna leikrit á Akureyri sem heytir Davíð Súper star, sem fjallar um Davíð Oddson og Haldór Ásgerímsson, einhverstaðar í leikritinu er verið að skála fyrir Davíð, skála fyrir öllu því sem hann hefur gert, tekið þátt í Írakstríðinu og margt margt fleira, nema hvað að þegar leikarinn segir " skál fyrir Davíð" þá heyrist úr áhorfenda salnum " Nei ég skála sko ekki fyrir þeim manni" eða eithvað svoleiðis. Þá var þar á ferð mamma Steingríms J. Sigfússonar.
Ég skála sko fyrir henni, og verð að vera sammála að aldrei skal ég skála fyrir Davíð Oddsyni. En ég skal sko skála þegar hann hættir í stjórnmálum.

föstudagur, maí 06, 2005

mannlegt eðli

Jábbs, var í prófi í dag, merkilegt, nei, en það er er merkilegt við það er að þegar ég var komin inn í stofuna, var það eina sem ég hugsaði verð að komast út, verð að komast út. Mér leið svona eins og það væri tígristír á eftir mér eða það væri kvikknað í húsinu, ég bara varð að komast út, út út út.
En nei hugsaði ég, ég verð að vera áfram, er ekki spurningin um að hlaupa eða ekki, svo ég ákvað að hlaupa ekki í þetta skipti.´
Merkilegt, ég hef nú nokkrum sinnum verið í aðstæðum það sem ég ætti að hugsa, hlaupa hlaupa hlaupa, en kanski ekki hugsað út í það fyrr en of seint, en í prófi þá fæ ég þessa tilfinningu. Merkilegt. mér finst það.
Jábbs, ég er nefnilega með hrikalegan prófkvíða. Svo mitt mannlega eðli sprettur út þegar ég er ó prófi. frekar pirrandi.

þriðjudagur, maí 03, 2005

mont mont

Jebbs, varð bara að monta mig, við Bínurnar unnum í saumaklubba leik femin.is, og jábbs við unnum 1. vinning. hahaha. snilld. segi ekki annað. Ein nótt á hótel Glym, kvöld matur og alles.
Frábært mar. Til hamingju stelpur.

SKEMTILEGT Vinirnir
  • MYNDIR
  • Hilla
  • María
  • Biggi
  • Bryndís
  • Nonni
  • Árni Jökull
  • Mikki danski
  • Eyrún
  • Andri
  • Helga Bára frá Suður höfum
  • Kúbukrakkar
  • Grjótið
  • Bogi í Oz
  • Dísella
  • DísaJóna
  • Guggabogg
  • gunnspito
  • Sólrún
  • Gambía
  • Daníel Árni :)
  • Íslendingur í Mósambík
  • Gerum eitthvað gott
  • Kristín Arna litla frænkan mín :)
  • Ása og Ármann í BNA
  • Guðný frænka
  • Einar Smári Orrason :)
  • Mella sæta
  • Harpa
  • Elín
  • Sigga víðis
  • Sibba
  • 79 Hólmarar
  • Viddi brjál
  • Halla Sif
  • Rauði kross Íslands
  • Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands
  • Á flótta
  • Flóttamannahjálp Sameinuðuþjóðanna
  • Útivera
  • Rosaleg saga :)
  • Free Photo Albums from Bravenet.com Free Photo Albums from Bravenet.com

    Powered by Blogger