selavi

Jábbs, svona er lífið

þriðjudagur, nóvember 30, 2004

Jólate
Corelli
jólaljós úti
jólakerti inni
Rúanda
Þjóðarmorð
1200 orð búin
2300 orð eftir
Súkkulaði smákaka namm!!!
Notalegt já, þrátt fyrir óhugglegt les efni.
Hafið það gott í kvöld
Kv Þóra

Var að fá meldingu um að ritgerða skil frestast tili 21 des, en ég ætla samt að skila þann 10 ef ég get. Þá hef ég nó af tíma til að hugsa um jólin og auðvita fyrst og fremst að einbeita mér að hinni aðal ritgerðinni.
En hafið það gott.
Kv Þóra

mánudagur, nóvember 29, 2004

Birrr, mér er kalt. Hádegismatur, skyr shake, hann er kaldur, birrr. Og svo smá pása frá Rúanda. úff maður hlakka til þegar ég skila henni þá þarf ég ekki að lesa meira um þetta. Reyni að hlusta á fallega tónist með til að vega á móti hrillingnum.
Sit inni í stofu heima, jamms, fer á bókhlöðuna á eftir, nenni satt best að segja ekki að burðast með tölvuna og allar bækurnar, ætla frekar að bíða eftir pabba og fá bílinn. En allavega þá er svo fallegt að horfa út um gluggann, fallega birta og svo eru trén svo fallegt. Reyndar afskaplega ljót blokk á móti en ef maður horfir framjá henni þá er þetta mjög fallegt.
En best að klára sheikinn og vefja teppinu fastar utan um sig og halda áfram að lesa og skrifa.
Hafið það gott.
Kv Þóra

sunnudagur, nóvember 28, 2004

Vá hvað ég er lélegur djammari, klukkan er að verða eitt og ég er komin heim. En sannleikurinn er bara sá, að mér finst mjög gamann á kaffihúsum og svona en ég meika það ekkert oft að vera lengur en til eitt. Sem er að vissuleiti ágætt, sérstaklega þar sem ég er ekki búin að vera dugleg að sprikkla og verð að fara á morgunn.
Ég er meira svona eldúspartý týpan hér í bænum, en svo er ég svona fjallageit, finst skemtilegast að vera að skemmta mér á fjöllum og í bústað eða eithvað. En svona er þetta. Er lítið fyrir að klæða mig upp, er oftast í gallabuxum, hef nú samt batnað smá síðast liðin ár, er farin að mála mig oftar og svona, þó svo ég kunni það nú ekki :) en hvað segi þið mála ég mig of lítið ???
Var annars á Enriqos með stelpunum, (veit ekkert hvernig á að skrifa þetta), það var mjög gamann, nema að ég var orðið eithvað voða þreitt. Alltaf gamann af svona stelpu kvöldum, hlusta á stelpu tal.
En jæja farin að lesa og svo að sofa. vona að dagurinn hafi veirð góður hjá ykkur, hafið það gott á morgunn.
Kv Þóra

föstudagur, nóvember 26, 2004

Klukkan korter í ellefu á laugardagskvöldi og ég búin að horfa á Idol heima hjá mér, massíft, það hefur ekki veirð hægt að horfa á stöð 2 lengi, en það koma með digital dæminu. gott gott, um að gera að njóta þess á meðan er ;)
En annars er ég bara að skrifa eithvað til að skrifa, ætla snemma að sofa, þurfti að vakkna fyrir 7 í morgun og það er hell, dáist að fólki sem vakknar svona snemma, Nonni, þú ert snillingur. Ég ætla að reyna að muna það næst þegar ég er í heimsón að fara fyrr heim ;)
En jæja góða helgi, mín verður lærdómu, Latibær og svo eithvað meir sem ég veit ekki enn.
Kv Þóra

fimmtudagur, nóvember 25, 2004

Fínn dagur, vakknaði reyndar með díbblað nef og hálsbólgu en hún fór svo fljótt og nefið var ekki eins díbblað. Lærði svolítið, nennti satt best að segja ekki að labba upp á Bókhlöðu svo ég verð að fara þangað á morgunn. en ég hvet alla til að hlusta á rás 1 á morgunn milli ellefu og tólf, samfélagið ínærmynd. Jamms þá mun ég vera að ræða um Ungmennahreyfinguna. Það á að fara að ræða um sjálfboðiðstarf innan Rauða krossins og ég fæ að segja frá okkur ungafólinu. Er með svo mikkla úvarpsrödd ;)
En jæja bókin sem ég er að lesa kallar, Skáldið heitir hún eftir einhvern Bandaískan höfund, frekar ógeðsleg svona. vona að ég geti sofnað.
Kv Þóra

þriðjudagur, nóvember 23, 2004

Verð bara að segja að við Íslendingar erum að hneikslast á því að það er flugelda verksmiðja í miðjum bæ í Danmörku, hvað gerum við við geimum fjöllin af dekkjum á íbúðarsvæði. Hvert erum við nú komin segi ég nú bara.


Var annars að koma heim eftir langan dag, labbaði eins og drukkin maður, þar sem það voru SVOOO falleg norðurljós, vá þrátt fyrir alla ljósmengunina sá maður þau svo greynilega, stoppaði mann sem labbaði framhjá og sagði honum að horfa upp í himininnn, hann hvorfði bara á mig eins og ég væri skrítinn. hann getur nú bara sjálfur verið skrítinn.
Var annars á fyririlestri um Gambíu og Gambíska Rauða krossinn það var mjög áhugavert, finst alltaf gaman að hlusta á fyrirlestra sérstaklega um Gambíu, því ég byrjaði í Rauða krossinum vegna þess að mig langaði að fara til Gambíu, og það var árið 1995, og enn hef ég nú ekki farið til Gambíu, en ég hef trú á því að ég muni fara þangað einhvertíma, allavega í ellinni.
En hafið það gott, ég ætla að lesa smá og fara svo að sofa.
Ég vona bara að þið sem þurftuð að yfirgefa húsin ykkar í nótt, getið sofið vel þrátt fyrir lykt og reyk.
Góða nótt.

fór að sprikkla í kvöld, og svo eftir það á kaffihús, nema hvað að meðan ég sit á kaffihúsinu, sem var kanski frá sovna 22 til miðnættis eða eithvað var farið að snjóa á fullu. Ég hugsaði nú bara að úff !!! hvað ég er fegin að vera á jeppanum. Ég er massa mikill kjúklingur þegar kemur að því að keira í hálku og í snjó, það er nú skárra í snjó en þegar það er hálka undir þá verð ég skít hrædd. Nema að ég er búin að vera að keira alveg fullt núna síðast liðna daga, var fyrst á Árna bróðurs bíl sem er á sumardekkjum og svo núna í kvöld á jeppanum. Ég var að keyra upp í Grafarvog og var alveg farin að hlakka til að keyra itl baka og fá snjóinn í bakið, nei þegar ég keiri til baka hefur vindáttin breysts og ég keyri á móti snjókommunni líka. Ótrúlegt. En ég komst heim heilu og höldnu og jepinn líka sem er gott.
En núna ætla ég að fara að sofa, bókhlaðan á morgunn, reyndar ef það verður svona veður þá ætla ég bara að halda mig heima allavega til hádegis.
Hafið það gott, vona að þið sofið vel.
Kv Þóra sem er skít hrædd við að keyra í hálku en lætur sig nú hafa það samt, massa stolt ;)
ps. maður verður að vera stoltur að einhverju ;)

mánudagur, nóvember 22, 2004

Ég er í KR ullarsokkum og ég er með stíflað nef. Er að lesa um það sem gerðist í Rúanda 1994, það er ógeðslegt. Er að skrifa ritgerð um fjölmiðla í Rúanda á þessu tímabili, þeir voru ógeðslegir.
Er með skítugt hár, verð að fara í sturtu áður en ég fer á fund, fund sem ég nenni ekki á, en er nauðsynlegur.
En jæja best að fara að halda áfram. Hafið það gott.
Kv Þóra

sunnudagur, nóvember 21, 2004

Til hamingju með dagin mamma mín. merkis dagur.
Ég var að tala við hana Maríu sem er í Glaskow og þau eru með web cam, sem er snilld, meðan ég talaði við hana var ég að horfa á hana og Berglindi, það var æðislegt. massa sniðugt.
Annars var ég heima að spila Skrabl í gær, vann Fanný með einu stigi.
En jæja best að fara að gera eithvað.
Hafið það gott.
Kv. Þóra

laugardagur, nóvember 20, 2004

Bridget jones the Edge of reason, er snilld, hélt ég myndi reyja úr hlátri, mæli sko þokkalega með henni.
Svo var farið á kaffihús, massa fínt fórum á ölstofuna og þar vori fulllllllllt af myndó guttum, Guðmundur Steingrímsson sem er massa sætur og ég sakkna þankanna hanns í fréttablaðinu mikið, svo var Villi Naglbítur sem er líka massa sætur og svo var Dagur B Eggertsson sem hefði getað orðið borgarstjóri en hann var of ungur. Sela vi. En allavega nó af útsýni svo var reyndar massa fyndið, jónar Hvanberg var þarna og ég hitt i hann í Þórsmörk fyrir MÖRGUM árum og hann er lúði :)
En ég er að fara að vinna og þarf því að fara að sofa.
Hafið það gott.
Kv Þóra :)

föstudagur, nóvember 19, 2004

Fimmtudagskvöld = stelpukvöld. massíft, Alias stendur alltaf fyrir sínu, þetta eru orðnir hræðilega lélegir þættir, en snilld samt sem áður. Við bínurnar hittumst alltaf og horfum á Alias, svo er annað hvort farið og hlustað á Bítlana eða farið á kaffihús. í kvöld var reyndra Bridget kvöld, horfðum á fystu myndina og svo er bíó á morgunn. Ég er farin að kunna myndina utan af. hún er snilld. Get alltaf hlegið jafn mikið af henni.
En jæja best að fara að lúlla, Bókhlaðan á morgunn, verð að muna eftir hausverkja töflum og fara svo bara oft í kaffi eða út ;) svo ég drepist ekki. Eða gera eithvað annað.
En jæja góða nótt sofið rótt í alla nótt :)
ps. fór að hlusta á kóræfingu hjá Hillu í Háskólakórnum, hann er bara nokkuð góður. :) Háskólinn getur nú bara verið stoltur af þessum brjálaðslega mennta kór.

fimmtudagur, nóvember 18, 2004

Hahahaha, ég er snillingur, var að sækja frænda minn upp á spítala í morgun, og þurfti að taka lyftu upp á 6 hæð. Þegar ég kem þá er sjúkrabíll að leggja upp að og koma með sjúkling, nema hvað að þeir voru að fara í lyftuna eins og ég, svo ég ætlaði nú bara að leifa þeim að fara einum, nema að þeir sögðu nú að það væri nó pláss svo ég fer með, svo er ýtt á hnapp 6 og 7. Og við förum upp. Ég er eithvað í mínum eigin heimi því þegar við stoppum á 6 hæðinni segir annar sjúkraflutnings gaurinn, " sex" og ég segi " já ég"
Svo bara eithvað HA!! svo veinum við úr hlátri.
já það er stundum fínt að vera utan við sig, verst bara að það var sjúklingur í rúminu. hehehe

Jæja þá er ég búin að losa mig við stóra rúmið og ligg núna í gamla gamla rúminu, gormarnir eru farnir að bögga mig frekar mikið, en held samt að ég ætti bara að bíða með þessi rúma kaup þar til seinna. Get bara keypt lítið rúm hingað upp. Svo planið er næsta haust, íbúð og rúm. Svo nú er bara að fara að safna betur :)
Vona að ég fái að vinna um helgina.
Kv Þóra :)

mánudagur, nóvember 15, 2004

Díses maður. Eins og ég var búin að segja frá þá keypti ég mér rúm, og í kvöld var ég að fá þetta rúm heim til mín, ég búin að vera sveitt í því að koma því fyrir því það er svolítið stærra en gamla rúmið mitt. Svo queen size. Ekkert rosa stórt, en ég meina ég ætla ekki að sofa í því ein alla ævi, nema að mamma sagði hvað veist þú um það. Ha takk mamma !!!

En allavega þá var ég búin að sjá það út að rúmið kæmist bókað upp, því það var 153 á breiddina, en nei, gangurinn upp í herbergið mitt þrengist, svo HA !!! rúmið kemst ekki upp.

Svo ég verð bara að lesa út úr þessu að ég þarf að kaupa mér lítið rúm, ne hei, ætla sko ferkar bara að bíða og kaupa mér nýtt rúm þegar ég flyt að heiman. Get alveg beðið í eitt ár í viðbót sofandi í gamla rúminu, meira að segja ef ég ætla að verða skálavörður eða leiðsögu maður þá sef ég ekki í því meirihluta sumars og svo næsta haust kaupi ég mér íbúð. gott plan, svo það eru 6. mánuðir í viðbót í þessu blessaða rúmi, kanski smá meir þar sem ég þar að búa einhverstaðar þegar ég er að leita.

En jæja þá er það bara að kveðja og sofa ekki í nýju súmi.

ps. þetta er nú soldið fyndið, Þóra kaupir sér rúm í fyrsta skipti á ævinni, og hún er svo stórtæk að það kemst ekki fyrir ;) hahaha


föstudagur, nóvember 12, 2004

Á ég að kaupa mér rúm, eða á ég að geyma peninginn til íbúðarkaupa ??

Ég er í bölvuðum vandræðum, ég er sko kominn með íbúðarreikning, bara alveg nybyrjuð, og á alveg afskaplega lélegt og gamalt rúm, svo nú er spurningin á ég að taka út af þessum reikningi og kaupa mér rúm, eða frekar að sleppa því.

Úff, þetta er erfitt, sá auglýsingu frá Mýru um Bandaríst rúm drottningarstærð á 80 þús. með sjónvarpi, og þá á ég sjónvarp og rúma þegar ég flyt að heiman, sem er nú nokkuð gott er það ekki ??

Er að spá í að láta þetta ráðast af henni mömmu, ef mamma kemur heim fljótlega þá ætla ég að reyna að fá hana með mér og kaupa rúm, en ef hún kemur ekki þá nenni ég ekki að labba lengst upp í Kópavog til að skoða það og leggjast upp í það.

En jæja helgin framundan, Á flóttaleikur á kjalarnesi. Gaman af því.

Góða helgi.

Kv Þóra


sunnudagur, nóvember 07, 2004

Stoppa hér heima til að skipta um föt, er búin að vera hjá ömmu á Álftanesinu um helgina, þar er ofsalega notalegt að vera, en mjög skrítið samt sem áður. Við amma erum búnar að vera að dingla okkur, horfa á óperu, lesa og svona, svo lærði ég svolítið í gær.
Er annars að fara í pönnsu boð til Hillu núna jibbí, það er alltaf gamann.
Vona að þið hafið það gott.
Selavi !!!!

fimmtudagur, nóvember 04, 2004

Var að horfa á stöð 2, Jóhanna og Þórhallur voru með Þórólf borgarstjóra hjá sér, og þau voru svo léleg og ókurteis og fáránleg að ég á ekki til orð. ÉG gef sko þokkalega SKÍT í þessi tvö. Þórólfur tók þau í nefið. Hún sérstaklega kom mjög illa fram.
Þau voru með spurningu á meðan þættinum stóð um hvort fólk styði Þórólf í starfi, og á meðan könnunin var í gangi drulluðu þau yfir hann og spurðu af hverju hættir þú ekki, hvað er að þér, hættu, hættu, allir borgarbúar vilja að þú hættir, það eru allir á móti þér, þú braust lög, þetta er þér að kenna. Og viti menn að niðurstaðan var afgerandi, 65% treysta Þórólfi áfram í starfi. In their face.
Þið eruð LÉLEG !!!!!!

Sit heima, hlustandi á Diddú, lesandi skírslu sameinuðu þjóðanna um börn sem flóttamenn með öðru auganu, með hinu er ég að fylgjast með gullfallegri stúlku henni Teodóru Guðnýu litlu frænku minni. Hún er rétt fjögurra mánaða.
Merkilegt að þarna úti einhverstaðar er lítil stelpa jafn gömull henni sem er með mömmu sinni og pabba á flótta, og meira að segja er líklegt að svona lítil stelpa sé skilin eftir í flóttamannabúðum þar sem foreldrarnir telja hana betur setta þar en á flótta með þeim, og þá er hún ein eftir í ókunnu landi hjá okunnu fólki.
Þó ég sé nú oftar en ekki ósammála ráðamönnum þjóðarinnar þá er ég nú samt heppinn að vera fædd hér.

þriðjudagur, nóvember 02, 2004

Dagurinn á morgunn verður skrítinn, mikill höfðingi verður jarðaður.


Það er haust, þá fella trén laufin
Þitt tré er búið að fella sitt síðasta lauf.
Samt mun tréð þitt lifa áfram
Það mun lifa í mörgum öðrum trjám
Það mun lifa í mínu tré því mitt tré er kvistur af kvisti frá þér.

Tréð þitt er fagurt og kvist mikið, það bar falleg lauf.
Þó svo það sé fest niður með rótum þá hefur það komið víða við.
Það hefur nært mörg önnur tré og styrkt.
Ég vona að mitt tré verði jafn fallegt og þitt
Mitt tré er rétt að byrja að blómstra
Þú hefur hjálpað því að blómstra
Takk fyrir það.



SKEMTILEGT Vinirnir
  • MYNDIR
  • Hilla
  • María
  • Biggi
  • Bryndís
  • Nonni
  • Árni Jökull
  • Mikki danski
  • Eyrún
  • Andri
  • Helga Bára frá Suður höfum
  • Kúbukrakkar
  • Grjótið
  • Bogi í Oz
  • Dísella
  • DísaJóna
  • Guggabogg
  • gunnspito
  • Sólrún
  • Gambía
  • Daníel Árni :)
  • Íslendingur í Mósambík
  • Gerum eitthvað gott
  • Kristín Arna litla frænkan mín :)
  • Ása og Ármann í BNA
  • Guðný frænka
  • Einar Smári Orrason :)
  • Mella sæta
  • Harpa
  • Elín
  • Sigga víðis
  • Sibba
  • 79 Hólmarar
  • Viddi brjál
  • Halla Sif
  • Rauði kross Íslands
  • Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands
  • Á flótta
  • Flóttamannahjálp Sameinuðuþjóðanna
  • Útivera
  • Rosaleg saga :)
  • Free Photo Albums from Bravenet.com Free Photo Albums from Bravenet.com

    Powered by Blogger