selavi

Jábbs, svona er lífið

sunnudagur, janúar 30, 2005

Það eru U2 tónleikar í Köben 31 júlí, mig langar, er einhver með ??
Eins hægt að fara til Póllands, Katowice, hef farið þangað, ekkert allt of fallegur bær, en fínt fólk og svo er stutt til Krakow, sem er indislegur staður.

Skoðiði tónleika planið http://onsale.ticketmastereurope.com/U2/ Ég er til lí að fara hvert sem er á U2 tónleika.
Kv Þóra

laugardagur, janúar 29, 2005

Það er jafn ólíklegt að hægt verði einhvern tímann að sanna tilveru Guðs og það er að vísindinn geti nokkurn tímann leyst allar gátur heimsmyndarinnar.

Þörf manna fyrir trú virðist að einhverju leiti vera eðlislæg. Hið sama má e.t.v. segja um leitina að vísindalegum sannleika sem hugsanlega er í upphafi aðeins framhald af sjálfsbjargarviðleitni mannsins sem hvað aðferðir snertir mótast af sérstæðu hans sem dýrategundar.

Það er ekkert því til fyrirstöðu að trú og vísindi þróist hlið við hlið en ef við ætlum að blanda þessu tvennu saman eða halda því fram að annað sé forsenda hins þá hljótum við að lenda í ógöngum.

Hugsanlegt er að líta á vísindi og trú sem greinar af sama meiði. Einskonar Ask Yggdrasils þar sem stofninn er það sem við köllum menningu eða það sem skilur okkur frá öðrum dýrategundum en að þessar greinar geti sameinast í einn stofn virðist mér fjarstæða.

Árni Björnsson læknir, afi minn, sennilega skirfað 2004


I am nerdier than 12% of all people. Are you nerdier? Click here to find out!

Ég tek ekki mark á þessu prófi, því ég er nörd, bara ekki tölvu nörd....... eða stærðfræði nörd.....

föstudagur, janúar 28, 2005

I am Chocolate Flavoured.


I am sweet and a little bit naughty. I am one of the few clinically proven aphrodisiacs. Sometimes I can seem a little hard, but show warmth and I soon melt. What Flavour Are You?

Fínt kvöld, reyndar var ALIAS djöfulli lélegur, en Hverfis fínn, Sjonni verðandi pabbi góður eins og alltaf, ég bara orðin þreitt og fór snemma heim, og er samt ekki enn farin að sofa vegna blessaðra starfsreglanna. En vonandi verða þær samþykktar á morgun, eða í dag.
En er faaaaarin að sofa, góða nótt.

miðvikudagur, janúar 26, 2005

Dísus, eftir þokkalega leik að tapa svo svona, massa leiðinlegt.
En fór annars á kaffihús með skvísunum, fór með nokkur íslands kort með mér ( Ísland örum skorið ) og nokkur póst kort. Við María vorum að kveðast á á heiðargæsar póstkortið og Aldeyjar foss póstkorið.

Á Heiðargæsarpóstkoritið kom þessi orða flækja:

Fagur fugl í fjalllendi
Deyr út af votlendi
Hvað er að sjá, lendi?
Það myndar foklendi.

Magnað maður !!!
Síðan kemur orðaflækjan sem skrifuð var aftan á kortið af aldeyjarfossi:

Sjáið foss á fjöllum.
Hverfur bráðum öllum
fólk skiptist á köllum
á Alþingis pöllum.

Já við erum góðar, mér finst það ;)

þriðjudagur, janúar 25, 2005

Dobra ve?er. = Góða kvöldið.
Jamms rölti til pabba í dag með króatíska diskinn minn í eyrunum, byrja á byrjuninni, segja góðan dag og góða kvöldið og kynna sig og svo fr.
Var annars upp í Efstaleiti í dag á fundi, sem er nú ekki frásögufærandi, eg ætti kanski að fara að skrá heimilisfangið mitt þar. En kom mér í klípu, núna er ég búin að taka að mér að vera með smá umræðu fyrir starfsmenn um sjálfboðið starf innan Rauða krossins. Finst stundum eins og sumir starfsmenn geri sér ekki grein fyrir því að Rauði krossinn er grasrótarfélag byggt á sjálfboðaliðum. Svo núna ætla ég að fara að vera með smá formála einhvertíma í hádeginu og byggja upp smá umræður. Vonandi verð ég ekki sú fyrsta sem verð sett á bannlista yfir þá sem meiga ekki koma aftur. :)
Annars gerum við m og p góða tilraun til þess að fara á lista safn Reykjavíkur, fórum svona um hálf fimm og vissum ekki að það lokaði klukkan fimm, svo við sáum bara rétt aðeins, fengum bara nasaþefin af því sem var þar til sýnis. Vorum að skoða Borg náttúrunnar eftir Þórð Ben Sveinsson. Ansi magnað maður, mæli með þessu. Ætla sko bókað að gera aðra tilraun.
En best að hætta þessu, leikur eftir rúman klukkutíma, vonandi verður hann betri enn sá síðasti, reyndar voru síðustu tíu mín helv"#$ góðar.
Kv Þóra

mánudagur, janúar 24, 2005

Helgin að baki, og lestur tekin við.
Rigning úti vonandi rignir bara allt niður, það er svo pirrandi að taka hænuskref og vera helmingi lengur að fara þangað sem maður er að fara.
Veit ekki alveg hversvegna ég er að blogga, því ég hef nákvæmlega ekkert að segja.
Jú kanski frá plönunum fyrir haustið 2005:
flytja að heiman, komin tími til að stelpan standi á sínum egin fótum

taka punga prófið, jábbs ef ég ætla að sigla til Kúbu þá verð ég að vera siglingar fær

fara til Jógóslavíu og þá til Króatíu líka, hitta Alexa og Elvis

Vera búin að læra smá í Króatísku, CD sem ég keypti, jamms, ein klikk ætla að læra smá á því að lesa og hlusta :)

Fara í heimsókn til Ásu systur hvar sem hún verður í heiminum, hvort sem hún verður í BNA eða Evrópu, þá er komin tími til að hitta þau skötu hjúin.

Og svo mikkkklu mikkkklu meira.

laugardagur, janúar 22, 2005

Fínt kvöld, þrátt fyrir að hafa farið í tvö partý, æ þið vitið það verður oft ekkert gamann ef maður ætlar að flakka. en ég byrjaði á því að hitta Sæbrautar fólkið og það var rosa gamann. Svooo langt síðan ég sá sum þeirra. Þetta er frábært lið. Takk fyrir að leyfa mér að vera með. Þrátt fyrir að vera hætt fyrir löööngu :)
Skellti mér svo á kúbudjamm, oft þegar maður kemur seint þá er maður soldið út úr, en ekki hjá þessum snillingum, það er alltaf svo gamann að hitta þau líka. Frábært að koma 3 tímum of seint í partý og þó svo maður hafi misst af helling þá einhvernveginn er tekið svo vel á móti manni að manni finst það ekki.
Takk fyrir mjög skemtilegt kvöld.
Knús til ykkar allra :)

föstudagur, janúar 21, 2005

Úff segi ég nú bara, eða kanski ojí. Jamms, bóndadagur, ekki að það skipti mig miklu máli, en auðvita er þorramatur hér á borðum. Og satt best að segja hef ég ekki mikkla list.
ákvað að fá mér bara dææet kók glas og prótein súkklaði.
En út í allt annað, fór á flottan fund í dag, fékk kortið, og þið sem vitið ekki hvað ég er að tala um hafið þá samband og ég redda ykkur kortinu. Ísland örum skorið.
Frábært framlag hjá þeim sem skipulögðu og gerðu, þau eiga hrós skilið. Verst að enginn af þeim les þetta, en samt.
Er þá búin að gera eitt á planinu, svo er ég að fara að hitta Sæbrautargengið, það verður gaman, svo Kúbu gengið, ætla að láta UVG bíða í þetta sinn. Fer bara næst. Það er svona allt að gerast á sama kvöldinu svo situr maður heima önnur föstudagskvöld og borar í nefið.
Selavi.
En ætla að segja ykkur frá planinu 2005 í næsta bloggi, nenni því ekki núna, er búin að gera það svo oft en talvan frosið að ég nenni því ekki núna.
En best að skella sér í sturtu og setja á sig sætuna.
Góða helgi.
Kv Þóra :)

fimmtudagur, janúar 20, 2005

Er að fara í fyrsta tímann minn á öninni. Er reyndar búin að vera að læra lengi, ritgerð maður ritgerð.

En Alias í kvöld, það er gamann

svo er föstudagurinn rosalegur, þetta er það sem mig langar að gera, sjáum hvort ég nái öllu.

Morgun:

Tími, læra skóli

Hádegi: Matur

Eftir hádegi:

13:00 Hótel Borg, Umhverfissinnar að skoða hugsanlegar virkjunarleiðir.

21:00 Staffa partý Sæbrautar og þar sem ég taldist til starfsmanna þar á síðasta ári fæ ég að vera með, gamann gamann :)

21:00 Ungir vinstri grænir að djamma

21:00 Kúbu krakkar að djamma.

Palnið er að reyna að ná þessu öllu. Sjáum hvernig það gengur, allavega byrja ég á því að hitta Sæbrautar gengið, það verður gaman :)

Laugardagur: Hjálpa Nonna og Bryndísi að flytja.

Svo bara vonandi eithvað úti og kanski læra smá, him.... neeee kanski ekki.

Allavega örugglega fín helgi fram undan.....

Og ég get núna bara farið að rölta í skólann, reyndar kanski soldið snemma í því, en þá fer ég bara hægt, það er fínt að rölta og hlusta á MUSE !!! ( Reyndar örugglega massa megnun á mikklubrautinni ) JAKKKKKK !!!!!!!


þriðjudagur, janúar 18, 2005

Vá við mamma vorum að horfa á breskan sakamálaþátt áðan og við veinuðum úr hlátri. í byrjun þáttarins fanst neðri partir af líki og þegar yfirlögrelgu foringinn kom spurði hann " is she separated ? " og þá spurði annar " Well if you mean divorsed, then we don´t know " Snilld
Og svo komu nokkrar svona snilldar setningar, Bretar eru snillingar í svona.
Þetta er svakalega svartur húmor. Virkilega ógeðlsegur en fær mann samt til að veina út hlátri. já það er merkilegt hvað maður er skrítinn.
Mæi með þessum þáttum. Semsagt eftir tíu fréttir.
Finst svo snilld að Liverpool séu dottnir út, og vegna sjálfsmarks, það er bara fyndið !!!!
En ætla að fara snemma að sofa, og vakkna snemma.
Góða nótt :)
ps. fór og kíkti á íbúðina þeirra Nonna og Bryndísar, hún er massa flott. Verð að fara að drífa mig að kíkja á Erlu íbúð núna. OH mig lagar í íbúð.....

Jamms, fínn dagur, svaf reyndar allt of lengi, verð að fara að skella mér í sundið, nenni þvi ekki þegar það er svona kalt.
En lærði svolítið og alltaf er maður að læra eithvað nýtt um hælisleitendur og íslenska ríkistjórn og Útlendingarmálastofnun. úfff segi ég nú bara.
En skellti mér á" á flótta " fund, og nú er það farið að skírast, já úbbs, þar að senda Helgu Haldórs póst, úbbs, bíðið smá....
Jæja búin að senda Helgu póst.
Eftir þennan áhugaverða fund, fórum við María og Unnur á Vegamót og hittum Hillu og Fanný, og nammi nammi namm, fengum massa góðan mat. Reyndar fékk ég frekar ógeðslega köku, bað um súkkulaði köku og fékk köku með berja hlaupi, kaka með berjum er góð en berja hlaupi og rjóma og einvherju, ekki eins gott, sérstaklega þegar maður býst við venjulegri súkklaði köku.
En greyið Ari var að vinna og þurfti að þjónusta undir okkur allar.
en mjög fínt kvöld.
Stelpur við þurfum að gera þetta oftar, reyndar kanski segir buddan nei, en hver hlustar á hana ?????
en ætla að fara að lúlla svo ég vakkni nú fyrr á morgun. Læra pæra og svo passa Stínu fínuna mína. hún er enn lasinn :(
Og hitta líka Helga, jibbí, gamann gamann, verst að María er ekki á landinu.
en góða nótt...

sunnudagur, janúar 16, 2005

AAAA, var að skoða íbúðir á netinu, fann nokkrar skemmtilegar á sovna 11 til 13 mill. Slatta peningur, ekki spurning, en samt, hugsanelga viðráðanlegt í haust. Vona bara að ég fái góða vinnu í sumar. Og vinni smá í vetur líka.
Komin tími til að stelpan fari að heiman orðin 25 ára, komin á 26 ár, þetta er ekki nó og gott.
En planið er allavega að vera heima meðan ég klára ritgerðina. Gott plan :)

Spurning hvort ég egi að fara að læra eða að reyna að draga einhvern út með mér, mig langar svooo út, en það er éljagangur í Bláfjöllum svo ég nenni ekki á gönguskíði þar.
Er að spá í að fá bara mömmu og pabba með mér út og fara svo í heimsókn til Nonna og Bryndísar og kíkja á nýja húsið, það væri gaman.
Jamms, ætli það sé ekki gott plan.
En helgin er búin að vera áhugaverð, á föstudaginn byrjaði ég á því að standa í Kringlunni með bauk til að fá fólk til að gefa í söfnunina. Svo heim og lá þar í leti með foreldrunum, sem var fínt, reyndar búin að gera það kvöldið áður svo ég var alveg að fá nó af þeim :) og þau örugglega af mér.
En á laugardagin var klárað að taka niður allt jólaskraut, nema hjá mér, geri það á morgun og svo var farið í kaffi til hennar Kristínar Örnu litlu frænku minnar, sem er lasin :( En þrátt fyrir það var hún nú þokkalega hress.
Fór svo heim til að gera mig sætari fyrir sjónvarpið, reyndar búið að bjóða mér á lokasýningu á Eldað með Elvis, og hefðu nú frekar viljað fara á það í staðin fyrir að sitja í sjónvarpsal og DEYJA ú leiðindum, geyspa og svona. en er reyndar mjög ánægð með Íslendinga, þetta var frábært hvað við tókum vel í þetta.
en fór svo heim aftur og reyndi að ná í vinkonur mínar, og úff var frain að sjá fram á annað kvöld með foreldrunum, en guð sé lof þá hringdu þær, og þær voru þá baksviðs á Loft kastalanum. Svo ég skellti mér þangað. Það var mjög gaman, áhugavert.
En jæja ætla að láta þetta duga af helginni, ætla að skella mér út í góðaveðrið.
Hafið það gott.
Kveðja Þóra

fimmtudagur, janúar 13, 2005

Fór í ansi skemtilegan bíltúr áðan, reyndar átti þetta að vera skíðagöngu túr, en æ já.
Allavega vakknaði ég MJÖG snemma á mínum mælikvarða, er oftast að vakkna um 9, á morgnanna og byrja að læra um 10, já ég veit massa lúxus, en ætla nú að reyna að breyta þessu þegar ég er búin með kleyfarvatn sem verður í nótt eða næstu nótt.
en allaveg þá kom Stebbi og sótti mig um 9 í morgun og við skelltum okkur í fínu vetrarveðri upp í Bláfjöll, fín færð og ekkert vesen, nema hvað að þegar við erum komin aðeins ofar en hringvegurinn þá fer að hvessa, og hvessa meira og meira og það er mikil hálka, og akkúrat þegar ég er að tala við starfsmann RKÍ þá fer bílinn á fullt, en Stebbi snillingur honum tókst að bjarga okkur úr þessu, en ég samt nokkuð róleg svona, ( samt ekki) þar sem ég var að tala við Rauða kross konu. En allaveg við keyrum fram hjá rútu sem var út af, hún var full af starfsmönnum, og keyrum ofar og það er meira rok. Og á endanum er snúið við og haldið heima. Já hefði ekki viljað vera að röltinu í þessu roki, reyndar hefði kanski ekki þurft að hreyfa mig, því vindurinn hefði séð um það.
En fínn bíltúr, og gott að vakkna svona snemma :)
En passið ykkur á veðrinu.
Kv Þóra

HÚRRA HÚRRA fyrir Hjörleifi Guttormsyni. Húrra !!!!!!
ATLI OG HJÖLLI GÓ GÓ !!!!!

miðvikudagur, janúar 12, 2005

Jamms og jájá, ér er búin að komast að því að myndavélar þola mig ekki, eða ég kanski ekki þær, allaveg ekki núna. Var áðan á Austurvelli þar sem ég var að svara spurningunni " Afhverju gef ég í söfnunina vegna hamfaranna við Indlandshaf ?"
Og ég var búin að velta þessu fyrir mér í allan gær dag, og var komin með ágætt svar.
Tala um að þetta séu ein af mannskæðustu náttúruhamförum jarðar, og að þetta sé okkur nær vegna þess að við búum á landi nátthúruhamfra, og að þessir peningar fara í læknisaðstoð, aðhlynningu, og margt fleira. Kemur í veg fyrir farsóttir og slíkt. Og í raun að þetta væri siðferðileg spurning, og færi allt eftir því hvernig einstaklingar við vildum vera.
Síðan var ég farin að pæla í því að við sem eru á lista yfir ein ríkustu lönd heims ættum nú að láta gott af okkur leiða. En ákvað nú að sleppa því, þar sem ég var fegnin í þetta sem RK stelpa, þó svo ég verði ekki kynnt sem slík. Væri alveg til í að fara út í pólitíkina frekar en ákvað að sleppa því líka.
En allavega þegar á hólmin kom, þá fékk ég bara ÖRFÁAR sekúntur, og gat bara sagt:
"ÉG gef vegna þess að nú hafa einar mannskæðustu náttúruhamfarir dunið yfir jörðina. Þótt Indlands haf sé langt í burtu mannfræðilega séð, þá eru náttúruhamfarir okkur nær."
Já þetta var það eina sem ég sagði, frekar lélegt maður :(
Ekki alveg nó og ánægð. Er að vona að þessu verði bara slept.
En allavega ætla að fara að einbeita mér að sannleikstbyrgði hælisleytenda.
Hafið það gott.
Kv Þóra

mánudagur, janúar 10, 2005

Massa fín helgi bara. Jamms, hún byrjaði reyndar á aðalskrifstofu RKÍ, á laganefndar fundi ( nú hugsa allir, ó mi god, núna er Þóra alveg klikk) En nei, eins og ég sagði þá byrjaði hún þar. Það var reyndar mjög fínt að hitta allt þetta fólk aftur, og þrátt fyrir að ég sé komin með ógeð af lögum þá var þetta fínt. Reyndar áframhaldndi fundarsetja seinna meir um lög en það er allt í lagi. En allavega þá fór ég fyrr af fundinum til þess að láta ekki krakkana bíða of lengi eftir mér. Jamms ég var að fara í sumarbústað. JEY !!!!!
Reyndar þurftum við að fá pirraðan bónda sem var á leið í matarboð til að láta okkur fá lykklana, en við komumst inn að lokum.
En allaveg þá var helgin frábær, góður matur, skemtilegt fólk og svona volgur pottur, mér var í raun nokk sama, því ég er ekki mikið fyrir mjög heita potta, en samt þessi hefði mátt vera mun heitari til að komast á það stig. En þar sem ég er með góða einangrun var mér ekkert svo kalt, vakknaði reyndar í nótt við að ég var að kafna úr hósta kasti svo það var kanski ekkert svo sniðugt að vera svona lengi úti :)
Fengum áhugaverðan gest í heimsókn, gutti sem nennti greinilega ekki að vera með teingdaforeldrum sínum, og hélt að hann væri að komast í feitt hjá nágrönnunum. Koma með FM disk dauðans og ég var að drepast úr leyðingum en reyndar voru 2 góð lög á honum, en hon vá úff segi ég nú bara.
En það endaði með því að hann hvarf svo við höfðum ekki áhyggjur af honum meir, reyndar var ég soldið hrædd um að mæta frostpinna þegar ég fór út í morgun, en nei ekkert svoleiðis.
En allavega, frábær helgi. Takk fyrir helgina.
ps. við komum með hugmynd að nýjum samtökum, Leyðendasamtökin, og verndari félagsins yrði Davíð Oddson. en Halldór og Ólafur Ragnar fengju að vera með líka :)

Kv Þóra :)

miðvikudagur, janúar 05, 2005

Já úff, segi ég nú bara, ég horfi stundum á cnn hér heima þegar ég nenni ekki að læra eða lesa eithvað annað. Ég veit satt best að segja ekki afhverju ég píni mig, jú maður verður að fylgjast með þessum hræðilegu hörmungum. Það er ekki hægt að láta sem ekkert hafi gerst. Barn sem fanst fyrir nokkrum dögum, það er ekki vitað hvernig það lifði af, þetta er um fjögura ára drengur og var mjög fjörugur fyrir, en hefur ekki talað ekki sínt nein svipbrigði að ráði síðan hann fanst. Hann er í svo mikklu sjokki. Þetta er saga margra barna og bara fólks sem býr þarna. Þetta er hræðilegt. Það er vatns skortur, matarskortur. Ég bara skil ekki afhverju íslenskir ferðamenn drífa sig ekki heim, afhverju vera að taka matin frá heimamönnum, afhverju ekki bara koma heim hér er nægur matur og vatn. Svo hefur líka verið talað um að það sé betur farið með ferðamenn en heima menn, það finst mér hræðilegt.
Við pabbi vorum að ræða saman hér áðan og við vorum að tala um hvað það egi eftir að taka mörg ár að vinna úr þessu, líklega áratugi. og sumt fólk á aldrey eftir að geta unnið úr þessu.
17 manna fjölskylda fer niður að sjó til að fá sér morgun mat á annan í jólum, það eru 2 eftir á lífi.
Ég get alveg trúað því að fólk hafi haldið að nú væri komið að því að heimurin væri að farast, það má segja að hluta til hafi hann gert það.
Það er erfitt að vera hér á litla Íslandi og geta lítið gert. Núna er planið hjá mér klára þessa blessuðu BS ritgerð, fara á sendifulltrúanámskeið, fara í meira nám, í þróunartengd, mannréttindar tengt, og gera það sem ég get ef ég get.
vonandi rætist þetta hjá mér.
Vonandi.

þriðjudagur, janúar 04, 2005

Jamms, bara helvíti stolt af minni, fór í Hreyfingu og hef ekki farið ANSI LENGI, sem er ekki gott, en mín hljóp 3 km. og er stolt af því. Svo ég ætla að fara 5 í lok janúar. Nú er að setja sér markmið, og ég held að 5 km, sé viðráðanlegt í lok jan, ef ég stend mig massa vel í öllu.
Svo nú er þetta komið á alheimsnetið og ég verð að standa við það eins vel og ég get ;)
Kv Þóra

Jamms, það er bara svona, var að skrá mig í kúrs upp á háskóla, sem ég ætla að taka með ritgerðinni, og nú verður sko tekið á því, ekki spurning, ætla að klára þetta núna og ekkert vesen. Fyndið samt, mér lýður eins og ég sé búin að fresta þessu oft, en í raun er ég bara búin að fresta einu sinni og það var út óviðráðanlegum orsökum má segja. en auðvita hefði ég getað rumpað þessu af það er ekki það. En samt hefði ekki viljað sleppa neinum að þeim tíma sem ég eyddi í annað en að vera að læra.
Annars er ég massa ánægð með þetta, er byjuð aftur. Planið er að fara í næstu viku og ræða við starfsmann RKÍ sem er sérfróður um þetta sem er gott. Þar sem þessi blessaði kúrs byrjar ekki fyrr en 17 janúar ætla ég að nota tíman þangað til vel í ritgerðinni.
Síðan fæ ég nú eithvað að kenna og svona svo ég verði nú ekki alveg á kúbunni.
En ég held að þetta ár eigi eftir að verða fínt, planið er að koma sér í almennilegt form og minka þvermálið ansi vel. Og svona.
Hafið það gott.
Kveðja Þóra

mánudagur, janúar 03, 2005

Dísus afhverju er Valgerðir Sverrisdóttir að fá fálkaorðuna ??? Hvað hefur hún gert annað en að hjálpa til að drekkja landinu og menga það ??? Ég er hneiksluð!!!
En út í aðra sálma, nei kanski ekki sálma þar sem ég er ekki svo trúuð.
Ég fór með familíen að óðalinu okkar í Borgafirðinum, jams í Stangarholtið það var - 13 gráður eða eithvað og það var æði. við Kristín Arna lékum okkur í snjónum, bjuggum til snjóhús og svona. Massa notó þrátt fyrir kuldan, kakó og smákökur. nammm.....
Fór svo í kvöld til Ásgeirs og Eyrúnar það var mjög gaman. Takk fyrir mig.
En ætla að skella mér í bólið og fara að lúlla.
Góða nótt.

laugardagur, janúar 01, 2005

Ég óska ykkur öllum farsældar og gleði á þessu nýja ári.
Takk fyrir gamalt og gott.
Kær kveðja Þóra

SKEMTILEGT Vinirnir
  • MYNDIR
  • Hilla
  • María
  • Biggi
  • Bryndís
  • Nonni
  • Árni Jökull
  • Mikki danski
  • Eyrún
  • Andri
  • Helga Bára frá Suður höfum
  • Kúbukrakkar
  • Grjótið
  • Bogi í Oz
  • Dísella
  • DísaJóna
  • Guggabogg
  • gunnspito
  • Sólrún
  • Gambía
  • Daníel Árni :)
  • Íslendingur í Mósambík
  • Gerum eitthvað gott
  • Kristín Arna litla frænkan mín :)
  • Ása og Ármann í BNA
  • Guðný frænka
  • Einar Smári Orrason :)
  • Mella sæta
  • Harpa
  • Elín
  • Sigga víðis
  • Sibba
  • 79 Hólmarar
  • Viddi brjál
  • Halla Sif
  • Rauði kross Íslands
  • Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands
  • Á flótta
  • Flóttamannahjálp Sameinuðuþjóðanna
  • Útivera
  • Rosaleg saga :)
  • Free Photo Albums from Bravenet.com Free Photo Albums from Bravenet.com

    Powered by Blogger