selavi

Jábbs, svona er lífið

miðvikudagur, desember 29, 2004

Við, ég mamma og pabbi erum búin að ákveða að kaupa ekki flugeldar, styrkja ekki björgunarsveitir, eða íþrótta félög, við getum styrkt þessa aðila seinna, við ætlum að nota þá peninga sem færu í flugeldanaí í hjálparsjóð Rauða krossins. Hringið endilega í 9072020 og látið taka 1000 krónur af símreykinginum ykkar.
Þetta er hræðilegt, það er í raun ekki hægt að lýsa því í orðum hversu hræðilegt þetta er sem gerst hefur við strönd suð- austur Asíu.
Ég fæ tár í augun, en hvað er það, ég sit bara fyrir framan sjónvarpið með teppi.
Þetta er svindl, er hægt að segja að þeir sem sáu þetta fyrir með tveggja tíma fyrirvara hefðu átt að gera eithvað, þeir hefðu getað bjargað tugum þúsunda mannslífa. Já þetta er ekki bara tala, þetta eru líf.
Hvað getur maður gert ?

Það er merkilegt, mér finst snjór frábær, gaman að leika í honum, hann er fallegur, reyndar verður hann ógeðslegur hér í R-vík út af mengunn. En ég virkilega þoli ekki að keyra í snjó, ég var með hjartað í buxunum núna þegar ég var að keyra heim. Ég þoli ekki tilfininguna sem kemur, eins og maður sé að missa stjórn á bílnum en er það kanski ekki. Úff, þoli það ekki. Merkilegt. Samt fynst mér massa gaman þegar ekkert er til að keyra á, þá er gaman, en allir ljósastaurarnir og ljósin og allt er fyrir er þetta ekkert gaman.
En jæja ætla að fara að lesa og sofa.
Hafið það gott.

þriðjudagur, desember 28, 2004

Það er flugelda sýning hér úti, við Perluna, massa flott, mér finst svo gaman af flugeldum.
Er annars að lesa og horfa á sjónvarpið og bara að láta mér leiðast. Ætti að kíkja í skólabók, en nei læt það bíða til morguns.
En vona bara að allir hafi það gott.
Kv Þóra

fimmtudagur, desember 23, 2004

Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla.
Hér er uppá halds jóla ljóðið mitt:

Heilög jól
verða höndum tekin
í hálfu kerti
og einu spreki


Unað þann
fær oss enginn bannað
meðan hjörtu vor slá
hvert fyrir annað


Kæru jól,
kveiki þið
í koti og höll
gleði og frið.


Tengið, jól,
lýði og lönd
hjarta hjörtum
og hendi hönd.

Úr uppáhalds jólabókinni minni, þegar Trölli stal jólunnum.
Jóla kveðja
Jóla barnið Þóra :)

þriðjudagur, desember 21, 2004

Búin að kaupa allar jóla gjafirnar, heldi ég allavega, man ekki eftir fleyrum, reyndar kemur stundum í ljós að ég hef gleymt einni :)
En þetta er gott. :)
Kv Þóra

Ég er að fara að skila ritgerðinni minni í dag, fór upp á Hlöðu í gær og kláraði næstum blessunina, þurfti svo að fara heim til að sækja hann pabba minn og kláraði hana heiman, bilaður prentari svo ég skellti mér bara aftur upp á Hlöðu til að prenta :) Gaman af því.
En annars er þetta bara að koma, á reyndar eftir 6 jólagjafir, en þær koma, þetta eru stelpurnar vinkonur mínar og svo Stína fína, og úbb, á líka eftir að kaupa fyrir eina frænku mína. Jæja en þetta tekur nú enga stund þegar maður byrjar. Ætla að taka til í skápum og þurka af í dag og klára þessar jólagjafir, eða allavega að reyna, en það er bara 21 og það er margt sem hægt er að gera á þessum dögum.
en allavega.
Hafið það gott.
Knús Þóra :)

sunnudagur, desember 19, 2004

Jamm, sumir dagar eru ekki skemtilegir. Reyndar bjargaði það deginum að hitta ömmu, við fórum og hjálpuðum henni að skreyta.
En æ það er svona, allir dagar geta ekki verið skemtilegir. Ef allir dagar væru skemtilegir þá væru þeir í raun ekkert skemtilegir, maður hefði ekkert viðmið og vissi ekki í raun að þeir væru skemtilegir.
En nó um það.
Helgin var fín, afmælidagurinn fínn og svona svo það er gott.

föstudagur, desember 17, 2004

Ég á afmæli í dag ég á afmæli í dag ég á afmæli í daaag ég á afmæli í daaaag.
Takk takk.
Jamms pælið í því bara rétt tæblega 2 tímar liðnir af deginum samt sem áður ér ég búin að halda massíft upp á afmælið. jamms var á Hverfisbarnum og klukkan 00:20 sagði Sjonni Bítla Sjonni "hei það er afmæli í dag, fyrir 20 mín átti ein af aðal aðdáendum Bítlana afmæli, hún Þóra á afmæli, hún er 15 í dag, nei hvað er hún gömul ?? "
Stelpurnar" hún er 25 ára í dag" og þá var sungunn afmælissöngurinn. Jibbí massa fjör. Svo gáfum stelpurnar mér frábæra afmælis gjöf sem var pökkuð inn í danska fánann. Bol með Steingrími J Sigfússyni og svo bókina Súperflört. Snilld og nú eru þær búnar að skrifa í hana og svo skrifuðu Jói og Sjonni Bítlar í hana líka. (Vantar reyndar Fanný )
en semsagt afmæli Þóru var á Hverfis, reyndar engum boðið nema Bínunum en FULLLLT af boðflennum eins og öllum guttunum úr 70 mínútum, og Simma úr Idol, og svo voru gellur eins og Dóra Taka Fúsa :) og Ragga að gísla martein, hjá einn af mínum vinum him.... Skil ekki hvað hann var að gera þarna, honum var sko ekki boðið " Þér er EKKI boðið!!!" Jábbs, Gísli Marteinn. Hann var svona ferkar til að skemma en ég lét hann sko ekki gera það, sýndi bara bolinn og " hei hvað átta þú eithvað heima í borgar pólitík, haltu þig ferkar við þennan auglýsingar þátt þinn, ég get allavega slökt á honum !" Nei reyndar sagði ég það ekki, en hefði átt að gera það.
En allavega massa frábært kvöld, Stelpur takk fyrir mig, Fanný verst að þig vantaði en þú hafðir þokkalega löglega afsökun, gangi þér vel í prófinu á morgun.
Knús og kram
Þóra

miðvikudagur, desember 15, 2004

Hæ hó, fann gamla minningarbók um daginn, og það var masa fyndið að lesa úr henni. Hér koma nokkrar snilldar setningar hún henni:
Ég skrifaði á firstu síðuna, eins og flestir vita er ég ekki þekt fyrir að vera góð í stafsetningu.
Má egi Breta up Á Blaðsíðuna

- Mundu mig ég man þig.
- Lifðu í slori en ekki í hori.
- Lifðu í lukku en ekki í krukku.
- Lifðu vel og lengi en ekki í fatahengi.
- Mundu vel og lengi að kissa aldrei skóla drengi.
- Þóra sat á steini horfði út á haf, þá kom Pési í leyni og kissti hana í kaf.

Snilld.

þriðjudagur, desember 14, 2004

Er búin að vera að passa ansi fína skvísu núna í dag og í gær. Það eru forréttindi að fá að vera með henni, finst mér :) Við vorum að þrífa í gær og svona og það endaði með mjög hreinu bað gólfi, þar sem það var orðið frekar svona bað en bað gólf, svo var horft á Mulan maraþon í dag, rosa gamann.
já það er merkilegt hvað manni getur þótt óskaplega vænt um svona litla skonsu, í raun er það ekkert merkilegt.
Farin að taka til.
Kv Þóra

sunnudagur, desember 12, 2004

Hellvíti fín helgi bara. Tindurinn er náttúrulega þegar María og Kristín Arna komu heim á föstudaginn. Vá hvað hún Stína fína mín er orðin stór.
Annars byrjaði helgin eginlega á fimmutdaginn, fór að horfa á ALIAS heim hjá Fanný og svo var farið á Hverfisbarinn og þar voru íslensku bítlarnig með íslenskum hreim. Jamms Sjonni og Hreimur voru að spila en enginn Jói. Maður sakknar nú Jóa, Hreimur er ekkert æði, eða það finst mér ekki. en átti sín móment.
Síðan á föstudaginn komu mæðgurnar heim og það var sko frábært að sjá þær. síðan fór ég og hitti krakkana, og það varð bara heljarinnar djamm. Massa fjör, ég endist til 6, já hún ég sem er alltaf farin heim fyrst.
síðan á laugardeginum var Stína fína hjá okkur og það var æðislegt. Fór síðan um kvöldið og hitti Kúbukrakkana, Guðrún takk fyrir mig, þetta var æði. Það var rosalega gamann að hitta þau, það er svo langt síðan ég hitti þau síðast. En var mjög róleg og komin heim um eitt leytið. Sem var gott.
síðan í dag er ég búin að aðstoða við bakstur, pakka inn kaupa bland í poka til að senda til USA og kíkja aðeins á ritgerðina og svo ætla ég í heimsókn til Eyrúnar og Ásgeirs í kvöld.
En jæja hafið það gott.
Takk fyrir helgina.
Kv Þóra :)

fimmtudagur, desember 09, 2004

Á morgun koma María og Kristín Arna, vá, þá verður gamann!!!
Og á morgun er 80 afmæli Rauða krossins, og á næsta ári er Ungmennahreyfing Rauða krossins 20 ára, jams við erum að komast upp úr gelgjunni :)
Svo á ég afmæli eftir 8 daga, gamann gamann.
Ritgerðin gengur vel.
Umræður um flóttamenn og hælisleytendur á morgun í Norrænahúsinu klukkan 12 til hálf tvö, mæli með því, ég ætla að fara.
En hafið það gott.
Kv Þóra sem er komin með nett ógeð af starfsreglum.

miðvikudagur, desember 08, 2004

Ég bara verð að brjóta regluna, hún er sko sú að fara ekki að blogga þegar ég kem heim á kvöldin heldur fara beint að sofa eða lesa. Nema hvað að ég var á Select að kaupa ruslapoka og klukkan er rúmlega eitt að nóttu. Nema hvað að það er ekki frásögufærandi, ég fór að spá, ætli þeir sem vinni í select leggi sérstaklega á minnið hvernig ég lít út, þar sem ég var að kaupa svarta ruslapoka klukkan eitt að nóttu. Er það ekki svolítið spooke ??
Ég held reyndar að ég sé búin að lesa allllt of mikið að sakamála bókum :)
En er farin að sofa. Hafið það gott.
Kv Þóra
ps. var á kaffihúsi með Maríu og svo kom Hilla og það var massa notalegt. Vá hvað það var gott að komast út, búin að vera ALLLLT of mikið heima.

þriðjudagur, desember 07, 2004

10 dagar þar til ég hún Þóra stína fína á afmæli.
En út í mikilvægara mál, eftir 3 daga koma mínar yndislegu og elskulegu og frábæru frænka og mákona. María og Kristín Arna eru að koma, JIBBÝ !!!!!
Get eginlega ekki beðið.
En síðan út í leiðinlegri fréttir, mín yndislegasta og elskulegasta systir kemur ekki heim, hún og hann yndislegi og elskulegi Ármann verða því miður að vera þarna úti í BNA landi hans Bush. Það er afskaplega leiðinlegt, en eins og hún segir sjálf þá koma önnur jól, þetta eru bara ein af mörgum.
Ég á nú samt eftir að sakkna ykkar sárt.
SELAVI

mánudagur, desember 06, 2004

Ég á afmæli eftir 11 daga. Gamann, gamann. Veit ekkert hvað ég á að gera, hálf fimtug manneskja magnað maður.
Nonni nei ég er ekki orðin kona !!!!
Og ritgerðin gengur bara vel þrátt fyrir tiltekt, vinnu og leti. Þarf að láta einhvern lesa yfir hana og bæta svolítið við og svona en hún er samt komin með góða mynd, búin að svara spurningunum sem ég átti að gera og meira til. Sem er gott.
En hafið það gott.
Jammsogjæja.
Það er komin góð matarlykt.

sunnudagur, desember 05, 2004

Hvað geirst næst á þessu litla landi okkar ? Ég bara spyr. Núna er búið að samþykkja fjárlögin og Mannréttindaskrifstofa Íslands fær ekki aur. Hvað er málið, er hann Dóri alveg búin að tapa sér. Ríkistjórnin hans tekur nú þessa ákvörðun og hann fyrir ekki nema 6 árum síðan lagði til að Mannréttindaskrifstofa fengi meiri pening, 15 milljónir og það kæmi ekki frá Utanríkisrráðuneytinu né Dómsmálaráðuneytinu, heldur kæmi beint frá Alþingi.
Málið er að Mannréttindaskrifstofa hefur gagnrýnt tvö frumvörp Björns Bjarnar, um málefni útlendinga og um málefni opinberra mála, og svo líka fjölmiðlafrummvarp forsætisráðherra. Já og nú fær hún sko engann pening. Hvað á það að þýða að vera að gagnrýna svona þá sem gefa þeim pening.
Dísus segi ég nú bara, þetta sýnir bara hvað þetta land er mikið banana lýðveldi.
Ég bara á ekki til orð. Hvar endar þetta ???

Ég er hneyksluð !!!!!
Skammist ykkar!!!!!

fimmtudagur, desember 02, 2004

Ég mæli með þvi að þið farið inn á þessa síðu www.thjodarhreyfingin.is

Það er verið að safna fyrir auglýisingu til að senda í New York Times, yfirlísing „Innrásin í Írak – ekki í okkar nafni“

Afgangurinn rennur svo til Rauða krossins til styrktar stríðshrjáðum almenningi í Írak.´

Ég er búin, verið með.

Kv þóra

miðvikudagur, desember 01, 2004

Ætlaði sko þokkalega að fara að sprikkla í kvöld, en þegar við María vorum komnar í Baðhúsið hitti ég Guðnýju frænku og hún var að fara í jóga, svo við skelltum okkur bara með. Það var snilld, fara í köttinn og hundinn og dúfuna, Hilla mér varð nú hugsað til þín þá ;)
Svo var farið í stríðsmanns stöðuna og ég átti svo bágt með mig. Þetta var hrein snilld, ég ætla sko bókað aftur, nema að þá ætla ég að vera búin að hlaupa í svona 20 mín þar sem þetta tók nákvæmlega ekkert á.
Svo var annað þegar ég var að labba síðustu 80 metrana heim að húsinu okkar þá labbaði ég fram hjá húsi og þegar ég gerði það kvikknaði á úti ljósi, greinilega nemar eða eithvað EÐA einhver sem situr við ljósrofann og í hvert skipti sem einhver labbar framhjá þá kveikir hann. Munið eftir maðurinn á bakvið tjöldið í spaugstofunni. Þetta er svoleiðis, nema að perrar og svona ógeðslegir kallar sækjast í svona störf, það er ekki skrítið að manni lýði ylla þegar maður labbar einn heim. Ojí segi ég nú bara.
En jæja farin að lesa um frétta menn og Rúanda, góða nótt og sofið rótt, ætli ég lesi ekki Andrés Önd á eftir til að geta gleymt öllu ógeðinu og sofnað.
Kv Þóra

SKEMTILEGT Vinirnir
  • MYNDIR
  • Hilla
  • María
  • Biggi
  • Bryndís
  • Nonni
  • Árni Jökull
  • Mikki danski
  • Eyrún
  • Andri
  • Helga Bára frá Suður höfum
  • Kúbukrakkar
  • Grjótið
  • Bogi í Oz
  • Dísella
  • DísaJóna
  • Guggabogg
  • gunnspito
  • Sólrún
  • Gambía
  • Daníel Árni :)
  • Íslendingur í Mósambík
  • Gerum eitthvað gott
  • Kristín Arna litla frænkan mín :)
  • Ása og Ármann í BNA
  • Guðný frænka
  • Einar Smári Orrason :)
  • Mella sæta
  • Harpa
  • Elín
  • Sigga víðis
  • Sibba
  • 79 Hólmarar
  • Viddi brjál
  • Halla Sif
  • Rauði kross Íslands
  • Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands
  • Á flótta
  • Flóttamannahjálp Sameinuðuþjóðanna
  • Útivera
  • Rosaleg saga :)
  • Free Photo Albums from Bravenet.com Free Photo Albums from Bravenet.com

    Powered by Blogger