selavi

Jábbs, svona er lífið

sunnudagur, nóvember 27, 2005

Fín helgi

Jábbs, helgin bara búin að vera fín, föstudagurinn fór í snitt og snatt fyrir á flótta leikinn, versla og svona, taka samann setja í bíla og svona. Svo var bara farið snemma að sofa á föstudagskvöldinu til þess að vera hress leeengi á laugardeginum.
Fórum upp á Kjalarnes um morguninn og gerðum allt klárt þar. Svo byrjaði leikurinn.
Var reyndar með hóp sem var frekar leiðinlegur og svo var ég svona að fara smá vitleysur, tók smá Lalla á þetta, eins og við segjum. Löggan stoppaði okkur og svon, en allt gekk samt bara ágætlega.
Svo var bara brunað í bæinn, heim í sturtu þar sem tekinn var augnmálinginn frá því um daginn og sett ný. Svo bara beint á Dillon og þar var fullt af fjalla fólki komið samann, og enn fleiri bættust svo við. Reyndar þurftu eðal fólkið mitt elskulega, þau Helgi og María friðlands fólk af Fjallabaki að fara mjög snemma, en við því var nú ekkert að gera.
Úrsula fékk skál, þar sem hún er stödd í Sviss.
Svo skelltum við okkur á Nasa, jebbs, stelpan fór á Nasa í fyrsta skipti að djamma, hef bara farið á vakt þar. Þar var húfugengið komið að hlusta á Nýdanska.
Það var geðveikt fjör bara.
Svo nú er sunnudagur og hann tekið bara rólega, planið var að baka piparkökur, en við skeltum okkur í bæinn þar sem það er svo rosalega fallegt og gott veður.
En jæja hafið það gott í kvöld.
Takk fyrir helgina.
Knús Þóra

fimmtudagur, nóvember 24, 2005

16. daga átak gegn kynbundnu ofbeldi !!!

Endilega skoðið þessa dagskrá, ég ætla að skella mér á eithvað af þessu.

Tíminn líður hratt á gervihnatta öld....

Jebbs, helgin ný búin og föstudagur á morgunn. Merkilegt, segi ekki annað.
Mér finst ég hafa gert svo lítið þessa vikuna, samt búin að ritgerðast, kenna skýndó, hjálpa Maríu smá með á flótta, vera í útvarpinu náttlega :) undirbúa fjallapartý með Gunnhildi mega beib, sitja á kaffihúsum, leika í smá verkefni fyrir Maríu töffara og svona. Þetta líður allt of hratt mar.
Bara að koma desember.
En helgin verður fín, áflótta leikur á laugardaginn, ég reyndar er svo léleg að ég ætla að hætta snemma og skella mér í Fjallapartý. Hlakka mikið til bæði leiksins og partýsins.
Svo ætla litlu frændsistkynin mín að vera hér hjá m og p. Þau Ari og Telma Jóa börn, ætla að leika eithvað með þeim á sunnudaginn. Það er bara gamann.
En góða helgi elskurnar mínar.
Knús og kram :)

þriðjudagur, nóvember 22, 2005

ég var í útvarpinu

Jebbs, Við María snillingur vorum á Rás 2 í dægurmálaútvarpinu í dag. Vorum að tala um hltuverka leikinn "Áflótta"
Hér er hægt að hlusta á okkur. Verð að segja að við erum með mjög útvarpsvænar raddir :)
Hlustið og lærið :)
Kv Þóra :)

vonandi er hann dauður núna

Jebbs, tók einhverjar 6 pillur í gær til þess að drepa maurinn minn sem hefur verið með mér núna síðastliðna 2 mánuði. Svolítið skrítið að þurfa að gera þetta svona harkalega, en þetta gæti hafa verið verra, ég allavega tel mér trú um að hann sé sofnaður og hafi látist í svefni. Hann gæti hafa verið frystur, eða jafnvel kæfður og það er vondur dauðdagi. Pælingin var sko að frysta hann og líka að setja eithvað efni í plástur og setja yfir.
En vona nú samt að nú sé hann dauður. Og ég þurfi ekki að hugsa um hann meir.
En jæja ég ætla ekki að hafa þetta lengra.
Vona bara að þið séuð ekki með maur í fætinum, en ef svo er þá er til ráð :)
Knús Þóra

sunnudagur, nóvember 20, 2005

Rejúníon og ammæli

jebbs, helgin snérist um rejúníon og ammaæli.
Á föstudaginn var rejúníon grunnskólabekkjarinns úr Álftamýraskóla. Það var mjög gaman að hitta krakkana. Fyndið að sjá hversu margir hefðu breist mikið og sumir nær ekkert.
Var reyndar ekkert rosalengi, frétti að sumir hafi verið fram undir morgun að. En þá var ég að fara gera mig reddý í Gambíugallann.
Jebbs, ég stóð semsgat í Gambíu gallanum og dreyfði Plús C sem er ROSA flott Ammælisblað URKÍ. Vakti alveg ágæta athygli í gallanum. Fólki fanst fyndið að fá blað frá stelpu sem var dressuð upp í galla sem var síðan í blaðinu :) Þar sem það er stór mynd af mér og Sólrúnu í Gambísku göllunum okkar.
En síðan var ammalæs partý um kvöldið, það var mjög gaman, vorum að skoða gamlar myndir og svona. Notalegt, hefði verið gaman að sjá fleiri, en selavi, þar sem ekki má eyða í boðskort þá er víst erfitt að ná til allra.
En takk fyrir helgina.
Knús og kra
stjórnmálaþursinn :) hehe

Jábbs það er bara svona. hehehe



Stjórnmálaþurs


Þú ert vanaföst, tilfinningarík félagsvera.

Í margmenni á stjórnmálaþursinn oftar en ekki orðið. Ef einhver hyggst grípa fram í fyrir honum talar hann bara hærra - og það virkar. Hann hefur sterkar skoðanir á flestu, hvort sem um er að ræða fjárlagahalla ríkisins eða það hvort SS eða Goða pylsur eru betri, og gerir hvað hann getur til að þröngva þeim upp á aðra. Stjórnmálaþursinn þarf að passa sig þegar hann er í nærveru þeirra sem eru ósammála honum því blóðþrýstingurinn á það til að rjúka upp.



Stjórnmálaþursinn vantar ekki nýja skó fyrr en það er komið gat á þá gömlu... sem skósmiðurinn segist ekki geta gert við. Stjórnmálaþursinn veit hvar Guðsteinn er með verslun.


Hvaða tröll ert þú?

föstudagur, nóvember 18, 2005

Við erum 20 ára :)











Já Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands heldur upp á 20 ára afmæli sitt á morgunn laugardag.
Við munum vera í Kringlunni frá 14:00 og kynna verkefnin okkar.
Ég mun vera þar í Gambíska gallanum og vil endilega sjá ÞIG.
Endilega láttu sjá ÞIG.
Þetta verður magnað !!!
Knús Þóra Gambíska :)
ps. mæli með að lesa þessa grein.

þriðjudagur, nóvember 15, 2005

ÓSKA

Vildi óska að ég væri nú bara komin aftur til Gambíu, vá hvað það væri næs.
Kanski maður ætti bara að skella sér. Það er ekki eins og það kosti mikið að lifa þar.
Eða kanski bara fara til Ásu og Ármanns það væri líka frábært. Eða kanski bara á fjöll og vera fjallakonan sem Ómar Ragnarsson fer að heimsækja eða núna hann sem er með Út og suður, hvað heytir hann aftur, snillingurinn já Gísli er það ekki ? Júbbs Gísli Einarsson.
Gísli: "Hvernig er það að búa hérna uppi á fjalli ?"
Þóra: " Ja þetta er nú soddan rok rassgat"
Gísli:"Afhverju ertu þá hér enn og búin að vera í áratugi?"
Þóra: "Ja líklega vegna þess að hér sé ég hvort einhver sé að koma og get þá hlaupið til og skellt í eina bettý"
Gísli: "já þetta snýst nú ekkert um pönnukökur í dag eins og var."
Þóra: " Ó jú elsku kallinn minn, ef mig langar í pönnukökur skelli ég mér í byggð til hennar Hillu minnar, málið er bara að það baka enginn eins góðar pönnsur og hún kellan mín."
Gísli: " Akkúrat, en hvernig er það koma margir í bettý til þín?"
Þóra: " Já það er nú alger furða, hingað koma reyndar margir björgunarsveita kappar, eða fjallafólk, og verður það alltaf jafn ánægt að fá eina bettý sneið, reyndar er þetta orðið frægt hér hjá mér meðal fjallafólks, en það sem er svo skemtilegt er að barnabörn þeirra sem ég var að vinna með hér áðurfyrr á fjöllum eru nú þeir sem koma mest."

Já þetta gæti verið helvíti flott.
En jæja verður víst lítið úr þessu :( Þar sem ég ætla ekki að sleppa draumnum um nám í þróunnarfræðum alveg strax.
En jæja selavi.
Knús Þóra

mánudagur, nóvember 14, 2005

Maurinn minn

Jebb, það er staðfest að ég er með maur í fætinum. Og það er víst ekki til neitt hér á íslandi til þess að drepa maurinn minn. Kanski ágætt okkur hefur komið ágætlega samann núna síðast liðna 2 mánuði. Reyndar vona ég að hann muni ekki skilja eftir sig ör, ekki það að það er nú helvíti kúl að geta sagtst vera með ör eftir maur svona ef einhver er í öra keppni. hehehe
En allavega ætti að losna við hann þegar þetta efni kemur til landsins.
En annars var helgin fín, rólegheit á föstudagskvöldinu og svo pottapartý á laugardagskvöldinu, ég er nokkuð viss um að kjötið hafi verið farið af beinunum ég var svo soðin. En massa gamann. Takk fyrir helgina.
Nú er það bara læra, sækja um vinnur, fyrirlestrara og margt margt fleira.
Knús og kram

föstudagur, nóvember 11, 2005

Gandhi, King, Ikeda.

Mæli með að allir skelli sér á þessa sögusýningu:
Gandhi, King, Ikeda.
Friður fyrir komandi kynslóðir

Hún er í Ráðhúsinu.
Ég ætla að skella mér.

ómægod

jábbs, segi nú bara ekki annað. Ég held barrasta að ég sé með maur í fætinum. Jábbs er búin að vera með bit á fætinum síðan ég kom heim frá Gambíu, reyndar var ég búin að vera með það soldið lengi þar líka, hélt bara að þetta væri alltaf nýtt og nýtt, en nú heldur mamma hjúkkan sjálf að þetta gæti verið maur sem er bara alltaf að éta mig að innan !!!!!
Jebbs, því nú er ég komin með á öðrum stað líka og það er svona hlykkjót lína á milli þeirra, sjá mynd, ekki fallegt. En samt soldið fyndið að vera kanski með lítinn maur í fætinum.
En jæja góða helgi.
Knús Þóra

fimmtudagur, nóvember 10, 2005

Magnað!!!

Jábbs, verð nú bara að segja að ég sé nokkuð hreikinn.
Eins og sum ykkar sem lesið þetta, komst að því að það eru nokkrir, þar sem ég er með teljara, endilega haldið bara áfram að lesa ef ykkur fynst það gamann :)
En allavega þá segi ég orðið "Magnað" svona af og til, ofnota það kanski ekki alvega, him.. kanski fynst sumum það, reyndar er orðið "massa" að taka smá við. Nema hvað, hversvegna er ég að blaðra um þetta ??
Jú ég komst að því um daginn að ég hef áhrif á litla manneskju, í raun á uppáhalds manneskjuna mína. Jábbs hana Kristínu Örnu. Ég allavega tek þetta á mig.
Málið er að við vorum í búð um daginn og hún sagði " Þetta eru magnað flottir sokkar" og ég hélt ég myndi degja úr hlátri, mér fanst þetta magnað.
Og auðvita skil ég þetta ekki á neinn annan hátt en að ég hafi góð áhirf á hana litlu frænku mína. Alltaf gott að vera með góðan og mikinn orðaforða :)

En ég óska bara öllum góðrar helgar, veit ekki hvort ég nenni að skrifa eithvað á morgun, er að fara í sumarbústað um helgina. Alltaf gaman að fara út úr Reykjavík.
Knús og kram Þóra :)

mánudagur, nóvember 07, 2005

gifting


Fekk bréf frá Gambíu í dag, ekkert smá gamann, sérstaklega þar sem ég talaði við Salifu á laugardaginn líka, sá sem sendi mér bréfið. Svo núna hætti ég bara ekki að brosa.
Bréfið er alger snilld.
Málið er að ég átti allavega 4 eginn menn úti í Gambíu og var hann einn af þeim, hann var meira að segja númer 2 þar sem hann var til í að kaupa þvotavél og loftræstikerfi, því ég þarf á því að halda til að búa þarna :)
Bréfið byrjar svona "til eginkonu minnar tilvonandi" :) og endar " frá þínum tilvonandi eginmanni" HAHAHA
Svo mátti ég líka fara að láta vini og vandamenn vita af giftingunni þar sem þetta væri að fara að skella á.
Jábbs bara gaman að fá svona póst.
Gaman af þessu.
Hafið það gott.
Knús Þóra
PS. Salifu er sá sem heldurutan um mig á myndinni :)

sunnudagur, nóvember 06, 2005

Kringlan

Já það eru komin jól í Kringluna, fór þangað áðan til að kaupa í matinn, það var stappað af fólki.
Ég þoli reyndar ekki kringluna, hvað þá smáralindina, vil helst versla í bænum, verst bara að það er ágætt að fara í kringluna ef maður þarf að fara í hagkaup og bónus, ef maður veit að það fæst ekki allt sem maður er að leita að í Bónus þá er stutt í hagkaup og maður þarf ekki að keyra annað.
En reyndar er eitt sem er skemtilegt við kringluna og reyndar líka við bæinn, nema að það eru oft fleiri í kringlunni. En já það er það að maður hittir þar fólk sem maður þekkir eða kannast við en hittir ekkert svo oft annars. Í dag t.d. hitti ég Evu Laufey sem er gamall sjálfboðaliði í URKÍ, sem akkúrat fór til Gambíu fyrir 10 árum síðan. Svo hitti ég hann Hákon Fjallaleiðsögu trússara, sem ég hitti eginlega bara á fjöllum. Eins gott að hitta hann það er nebblega verið að plana Fjalla hitting svo ef þú varst að vinna á föllum í sumar eða hefur verið að vinna á fjöllum er fjallapartý síðustu helgina í mánuðnum. eða 26 nóv. JEY !!!
En ekki nó með það ég hitti mömmu hanns Nonna vinar míns og pabba hanns Helga vinar míns og pabbi hanns var með konunni sinni sem ég komst að núna er mamma hans Jökulls sem var sjálfboðaliði í URKÍ og fór fyrst til Gambíu. MAGNAÐ. Hitti svo reyndar Magga skálavörð og Víking son hanns en þeir voru að hlaupa í bíó svo ég spjallaði nú ekkert við þá.
En já, þó svo Kringlan sé leiðinlegur staður þá hittir maður nú þar fullt af fólki.

En helgin hún var fín. Kenndi skyndihjálp, lá í leti, tók til, hitti krakkana, fór í bæinn, keypti eyrnalokka, og eithvað fleira.
En hafið það gott.
Knús Þóra

fimmtudagur, nóvember 03, 2005

Og aftur Gambía

Á heilsugæslustöðinni í hverfinu mínu, þarna var verið að gefa börnum moskítónet. Malaría er landlægur sjúkdómur í Gambíu og sérstaklega á regntímabilinu, en ég var þar þá. Sem dæmi þá voru fjórir í fjölskyldunni sem ég bjó hjá með Malaríu þegar ég fór.

miðvikudagur, nóvember 02, 2005

Gambía

Já ég og Sólrún fórum niður í Vin í dag og sögðum þeim frá ferðinni okkar. Það var svo gaman, við getum endalaust talað um Gambíu báðar tvær.
Varð bara að skella inn einni mynd frá Gambíu.



Þessi mynd er tekin heima hjá mér, og þetta eru systkyni og frændsystkini hennar Awu sem ég bjó hjá.

SKEMTILEGT Vinirnir
  • MYNDIR
  • Hilla
  • María
  • Biggi
  • Bryndís
  • Nonni
  • Árni Jökull
  • Mikki danski
  • Eyrún
  • Andri
  • Helga Bára frá Suður höfum
  • Kúbukrakkar
  • Grjótið
  • Bogi í Oz
  • Dísella
  • DísaJóna
  • Guggabogg
  • gunnspito
  • Sólrún
  • Gambía
  • Daníel Árni :)
  • Íslendingur í Mósambík
  • Gerum eitthvað gott
  • Kristín Arna litla frænkan mín :)
  • Ása og Ármann í BNA
  • Guðný frænka
  • Einar Smári Orrason :)
  • Mella sæta
  • Harpa
  • Elín
  • Sigga víðis
  • Sibba
  • 79 Hólmarar
  • Viddi brjál
  • Halla Sif
  • Rauði kross Íslands
  • Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands
  • Á flótta
  • Flóttamannahjálp Sameinuðuþjóðanna
  • Útivera
  • Rosaleg saga :)
  • Free Photo Albums from Bravenet.com Free Photo Albums from Bravenet.com

    Powered by Blogger