selavi

Jábbs, svona er lífið

miðvikudagur, janúar 31, 2007

Bíó

Fór á Foreldra í bíó áðan, mjög ánægð með hana. sá Börn þegar ég var heima síðast og fanst hún og finst enn hún vera besta Íslenska bíómynd sem ég hef séð. Þau sýna það þarna Vesturprtslið að þetta eru eðal leikarar, geta bæði leikið á filmu sem á sviði.

Annars er svo rosalega mikið í bíó sem mig langar að sjá, samt er ég búin að fara ansi oft í bíó upp á síðkastið. En BABEL, Litle Miss Sunshine og svo náttlega verð ég að sjá Blod Dimond þar sem hún er tekin upp í Mósambík.
Fyndið annars með Mósambík, var að hlusta á Mósambíska tónlist áðan og ohh, langar massíft aftur. Það fór um mig værð. Hefur ekki gerst lengi. Skrítið.
En það er nú ekki á fjárhagsáætlun strax, fá sér vinnu fyrst. :)
En jæja ætla að fara að lesa.
Farið í bíó, nó er í boði.
Kv Þóra

Tekið af síðu mbl.is í dag

Skora á íslensk stjórnvöld að taka loftslagsskýrslu alvarlega
Náttúruverndarsamtök Íslands skora á íslensk stjórnvöld, að taka alvarlega niðurstöðu fjórðu skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, sem kynnt verður í París í vikulokin.
Náttúruverndarsamtökin segja, að búist sé við að niðurstöðurnar séu þær að andrúmsloft jarðar hitni ört vegna sívaxandi magns gróðurhúsalofttegunda. Vandamálið sé alvarlegt og að lítill vafi leiki á að hlýnun andrúmsloftsins s.l. 50 ár megi að mestu rekja til umsvifa mannsins. Þetta kalli á aðgerðir stjórnvalda til að draga verulega úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda.
Segjast Náttúruverndarsamtök Íslands skora á ríkisstjórn Íslands að taka niðurstöðurnar alvarlega og kynna fyrir íslenskum almenningi á hvern hátt stjórnvöld hyggjast bregaðst við þeim.

þriðjudagur, janúar 30, 2007

Anskotans helvítis "$%%%&#$

En djöfull stóðu þeir sig samt vel.

Venjulegur leiktími búin

Jafntefli.
SHITTT, segi ekki annað.
Snorri þú ert með stáltaugar.
Og koma svooooo
Taka þetta núna.....

Hálfleikur

Eitt mark, eitt mark.
Koma svooooooo.......

mánudagur, janúar 29, 2007

Bíða bíða

Já hér sit ég og bíð, var búin að gleyma hvernig það er að bíða svona, þegar ég fékk síðustu stöfin mín hafði ég svo mikið annað að hugsa um að ég hafði ekki tíma til að bíða og vona. En þeir ætluðu að hringja í dag svo ég vona það besta.
Annars var helgin mín bara mjög fín, reyndar ekkert farið á gönguskíði.
Árshátíð URKÍ-R var alveg rosa skemtileg.
Svo fekk ég ógislega góðan mat hjá Ásu systur í gær, Nepalskan og alles.
Ég verð að fara að bjóða fjölskyldunni upp á Gambískan.
En jæja ætla að halda áfram að bíða og hrökkva í kút þegar síminn hringir :)
Krossleggja fingur og vona það besta :)

föstudagur, janúar 26, 2007

Glápa á sjónvarpið

Stofan heima:
Þóra situr og glápir á sjónvarpið.
Síminn hringir, þóra teigir sig í fjartsýringuna fyrir DVD tækið, ýtir á pásu, hvað er í gangi, er hún batteríslaus, prufar aftur, ekkert gerist. Tekur svo eftir litlu gulu sjónvarpsmerki í horninu á skjánum. ÚBBS, hún var að horfa á ríkisjónvarpið.
Nörd, já. :)

föstudagur, janúar 19, 2007

Bóndadagur

"Hversvegna er hún Þóra að skrifa um bóndadaginn?", hugsa líklega margir núna.
En jú hér á heimilinu er bóndi og frú.
Og er þessi blessaði bóndadagur hafður í hávegum allavega hvað varðar mat. Eins og allir vita er þetta byrjun á Þorra, og er skemdur og súr matur etin á þessum þorra.
Ekki get ég sagt að ég sé neitt gríðarlega ánægð með það sem er á borðum, en ákvað að bæta við nokkrum hlutum, eins og kotasælu, það hlítur að vera í lagi, þar sem þetta er nú einu sinni kota og sæla, og það á bæði við á Þorra að margra mati, þá situr fólk í koti sælt og etur þorra mat. Kartöflukökur hljóta að meiga að vera á borðum líka þar sem ansi oft eru flatkökur og kartöflur.
Annað sem hefur flækst á borðið nálgægt mínum diski er kalkúnaskinka og pesto. Það hlítur að sleppa, allavega Pestóið, þar sem það er nokkurskonar stappa og passar vel við rófustöppuna, ekki satt ?
Jæja held að hjúin á hiemilinu séu að fara að eta, best að fara að hætta þessu og fara í kotasæluna til þeirra.
Velkominn þorri segi ég bara.

þriðjudagur, janúar 16, 2007

Sest á skólabekk á ný

Þá er maður sestur aftur á skólabekk, gaman af því að kennarinn minn er gamli starfsmannastjórinn minn, reyndar til skamst tíma meðan ég var að leysa af hjá ÞSSÍ.
Mér lýst bara vel á þetta.
Veit samt ekki alveg hvað ég vil gera, hvort ég haldi áfram í þessu, sakar ekki að taka Diplómanámið, þá með vinnu, en svo kanski í eithvað annað, sé til. Hvort það verði Lögfræði í HR, Hjúkrunarfræði við HÍ, Friðarfræði einhverstaðar, eða þróunarfræði einhverstaðar eða bara eitthvað allt allt annað.
Hvað á maður að gera, það er svo helvíti mikið í boði.
Spurning um að setja allt í pott og draga eitt :)
Sé til í lok þessarar annar.
En hafið það gott.
Kv. Þóra :)

sunnudagur, janúar 14, 2007

Gönguskíði nomero uma

Þá er ég búin að prufu keyra skíðin, Mikki þú kemur með næst ekki spurning, geri ráð fyrir að þú værir þunnur í morgun ;)
En þetta gekk svona upp og ofan, en þrátt fyrir það var þetta frábært. Geðveikt veður og bara yndislegt.
Ef það verður ekki áflótta leikur næstu helgi þá fynst mér að allir sem eiga skíði eigi að hittast næstu helgi upp í Bláfjöllum með nesti og skíðaskóna.
Hlakka til næst. En er farin á kammertónleika, ble.

föstudagur, janúar 12, 2007

ola

Godan daginn sagði gæjinn þegar það sprakk í honum maginn.
Ákvað að byrja ekki með jamm eða já eða eithvað þvíumlíkt, var að skoða síðastliðnar færslur og allar byrja þær þannig, fyndið. já mér finst það :)
Annars er voða lítið að frétta er bara að vonast eftir tækifærinu mikkla, sem er semsagt ekki enn komið ;)
Held áfram að krossleggja fingur.
Annars er ég ánægð með snjóinn þarf að hendast út um helgina og prufa gönguskíðin mín, þokkalega mar.
Jæja segi bara góða helgi.
Kv Þóra Stína.

þriðjudagur, janúar 09, 2007

Löt

Já ég er svo helvít löt í atvinnuleysinu að ég ákvað að fara bara í hreyfingu í stað þess að fara í World class klukkan 7:30 á morgnanna, ég veit ég er löt, hef gott af því að vakkna svona snemma, en í staðin fer ég klukkan 10 og þegar ég fer að vinna þá bara má ég fara í aðra tíma, hahah, svolítið fyndið svona að núna get ég í raun farið í tímann sem var fullur í gær. En svona er þetta.
jæja þá er stúlkan komin í konuátak, eins gott að hún verði þveng mjó ;)
Það er alltaf takmarkið.

mánudagur, janúar 08, 2007

Léleg þjónusta

Jábbs, um helgina ákvað ég að fara í átakshóp hjá Hreyfingu þar sem þar var vinkona mín búin að skrá sig.
Ég sendi tölvupóst á Hreyfingu á laugardaginn og spyr hvort enn sé laust á ákveðnum tíma og fæ til baka að nó sé laust og ég bið þær um að skrá mig og segist ætla að koma og greyða í dag. Og þar sem ég fæ ekkert svar til baka bíst ég við því að þær skrái mig og bíði eftir greiðslu.
Nema hvað að þegar ég fer og ætla að greiða þá kemur í ljós að ég er hvergi skráð og að maður getur ekki skráð sig nema að borga og núna væri allt orðið fullt.
Svo ég kemst ekki í þennan átakshóp.
Nú krosslegg ég fingur um að komast í átakshóp í World Class, langar meira þangað en í Hreyfingu, finst þetta heldur léleg þjónusta.

Komnar inn fleyri myndir

Jebbs, loksins setti ég inn fleiri myndir, reyndar vantar myndirnar af konunum á elliheimilinu, þær voru nokkrar ansi skemtilegar, ég kom þegar þær voru að syngja og það var frábært, hefði óskað að ég hefði verið með video vél. En svona er þetta.
Ég setti inn nokkrara myndir í albúmið sem er um heimsóknina og eins bjó ég til um elliheimilið og svo alskonar í desember.
Þarf að fara betur í gegnum dótið mitt til að finna þessar myndir.
En núna er ég að finna það hve mikið ég sakna Mósambík, það er búið að vera svo mikið um að vera síðan ég kom heim að ég hef ekki getað hugsað til baka.
Það er margt sem á eftir að minna mig á dvöl mína þar, og ég hlakka mikið til að fara í heimsókn og skoða meira af Mósambík.
Jæja best að fara að skipuleggja og undirbúa slidshow fyrir fjölskylduna.
Hafið það gott.
Kv Þóra.
ps hægt að fara inn á myndir í horninu hægramegin :)

sunnudagur, janúar 07, 2007

Ekki mikið að frétta

Jebbs, héðan er nú ekki mikið að frétta, engin vinna komin enn, er búin að leggja inn hjá nokkrum og enn fleyrum á morgun. Þarf að koða moggann og fréttablaðið í dag enn betur.
Er reyndar aftur komin upp í Háskóla Íslands, ekki ætlaði ég nú þangað aftur, en júbbs, ekki leið nú langur tími þar til ég skráði mig eftir útskrift, er nú núna í Félagsvísindadeild í kúrs í diplómatanámi í Þróunarfræðum, gæti orðið áhugavert, sjá hvernig mér lýst á það, fínt að nýta tímann.
Jæja best að hjálpa mömmu við að taka niður jólaskrautið, finst alltaf jafn leiðinegt að taka það niður og einhvernvegin tómlegt eftir það. Ætla nú samt að hafa seríuna á jólatrénu aðeins lengur, þó svo skrautið sé farið.
En jæja jólaskraut niður.
Hafið það gott.
Kv Þóra

miðvikudagur, janúar 03, 2007

Uppgjör ársins 2006

1. Hvað gerðirðu árið 2006 sem þú hafðir ekki gert áður? Fór til Mósambík, Suður Afríku Swasílands og Armeníu. Útskrifaðist sem Landfræðingur. Og margt margt fleira skemtilegt

2. Hélstu áramótaheitið og ætlarðu að strengja heit fyrir næsta ár? Neibbs, ætla alltaf að verða ógislega mjó og skrifa massa grein og eithvað skemtilegt, en fór til Mósambík og mig hefur alltaf langað að ferðast til eins margra Afríku landa og ég get og nú eru þau oriðin 5. jey ;)

3. Eignaðist einhverri nærri þér barn á árinu? ÚFFF !! Já alveg hellingur, Fanný, Gyða, Guðný, Guðrún, Hófý, og svo ógó margir mar.

4. Dó einhver nærri þér á árinu? Já hún amma mín, og mun ég sakkna hennar ætíð.

5. Til hvaða landa fórstu á árinu? Til Austurríkis, Mósambík, Suður Afríku, Svasílands, Bretlands, Danmerkur, Armeníu, er ég að gleyma einhverju ? him, held ekki.

6. Hvað langar þig að fá árið 2007 sem þig vantaði 2006? Ég veit það ekki, íbúð kanski, æ ég á nú allt, him, á samt ekki neitt. en alveg nó.

7. Hvaða dagsetningar frá árinu 2006 standa upp úr hjá þér? 24. júní útskrift, 28 júní fara til Mósambík, 30 nóvember þá lést amma mín. og mun verða líklega 19. desember þegar ég kveð fólkið hér í Mósambík. og svo margir aðrir sem ég nenni ekki að telja upp.

8. Hver var mikilvægasti áfanginn (eða árangurinn) sem þú náðir á árinu? Landfræðingur, og svo að fá starfsnema stöðuna hjá ÞSSÍ ?

9. Hver voru stærstu mistökin hjá þér? Æ þau geta verið mörg en samt. Held bara enginn, nema bara að klára ekki í febrúar.

10. Varstu veik eða slasaðist þú á árinu? Var örugglega einhvertíma veik, en ekkert alaverlegt, lenti í árekstri og veltu, en slapp held ég alveg út úr því.

11. Hvað var það skemmtilegasta sem þú keyptir? Tromman mín og hlaðan með svarta jesúbarninu hér í Mósambík.

12. Gerðist eitthvað hjá þér eða vinum þínum sem er þess virði að halda upp á það? Útskriftir, barneignir, ferðalög til Afríku.

13. Hegðun hverra gerði þig sorgmædda eða reiða? Úff, ef ég ætti að telja það nú upp, Náttlega Bush, Davíð Oddson, Halldór Ásgrímsson, Valgerður Sverssisdóttir, Landsvikrjun og svo margra innan þessar bannsettu flokka Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar flokksins.

14. Í hvað fór megnið af peningunum þínum? Alskonar drasl, mat ferðalög um nágranna lönd Mósambík.

15. Yfir hverju varstu spennt? Að fara til Mósambík, Cape Town, Svasílands, Armeníu og svo margs.

16. Hvaða lag/plata mun ævinlega minna þig á árið 2006? Marabeta, nei hvernig er þetta nú skrifað, Mósambísk tónlist, íslensku diskarnir hennar Mörtu, rómantíska vælið hans Joaws.

17. Miðað við sama tíma í fyrra ertu:
Rólegri, ekkert ritgerðar helvítis stress.

Grennri eða feitari? Feitari en samt sætari ;)

Ríkari eða fátækari? Í hvaða skilningi, hvað varðar peninga fátækari hvað varðar lífsreynslu ríkari

18. Í hvað hefðirðu viljað eyða meiri tíma? Læra portúgölsku, skoða meira í Mósambík, hafa samband við Gambísku fjölskylduna mína og svo margt fleira

19. Í hvað hefðirðu viljað eyða minni tíma? Ritgerðina mína.

20. Hvernig ætlarðu að eyða jólunum? Með fjölskyldunni, ?

21. Við hvern talaðirðu mest í síma? Mömmu líklega núna.

22. Varðstu ástfangin árið 2006? Nei ? ekkert fjör

23. Hversu mörg einnar nætur gaman? Engin.

24. Uppáhaldssjónvarpsþáttur? Taggart, alskonar skoskir og breskir gaman og sakamála þættir, little brittan, hálandahöfðinginn og svo margt fleiri, fór að horfa á House og Greys atonomy í Mapútó og sökk alveg í það.

25. Hatarðu einhvern núna sem þú hataðir ekki í fyrra? Neibbs

26. Hvað var besta bókin sem þú last á árinu? Skuggi vindsins er góð, og æ einhverjar fleiri, man ekki. er svakalegalega léleg að muna

27. Hver var mesta tónlistaruppgötvunin? Mósambíska tónlistin, og svo náttúrulega fara á Ian Anderson, ekki það að ég vissi að hann væri snillingur, EN VÁ !!

28. Hvað langaði þig í og fékkst? Stöðuna í Mósambík ?

29. Hvað langaði þig í og fékkst ekki? Æ veit ekki, man það ekki núna.

30. Uppáhaldsbíómyndin á árinu? him, veit ekki. Man ekki..

31. Hvað gerðirðu á afmælinu þínu og hversu gömul varðstu? Ég borðaði með öllu starfsfólki ÞSSÍ og Íslendingum í Mapótó, það var frábært, afmælissöngurinn sunginn Portúgölsku og Íslensku og fékk óvænta afmælisköku. Rosa gaman.

32. Hvað hefði gert árið enn ánægjulegra? Mósambík, Kynnast frábæru fólki. Útskrifast.

33. Hver var tískan hjá þér á árinu? Him ég og týska, í Mósambík víðar buxur og þunnir bolir, annars bara gallabuxur og flíspeysa ætli það ekki.

34. Hvað hjálpaði þér við að halda geðheilsunni? fjölskyldan, og vinirnir og þá líklega helst Gunnhildur mín ;) Frábært að hafa hana þarna hinu megin ?

35. Hvaða þekktu persónu girndistu mest? him, æ ég veit það ekki.

36. Hvaða málefni hafði mest áhrif á þig á árinu? Kárahnjúkar, Írak

37. Hverra saknarðu? Ömmu, og að vera ekki hjá henni meira en ég var.

38. Af nýju fólki sem þú kynntist á árinu, hver stendur uppúr? Marta Einarsdóttir, hún er algert gull..

39. Hvað lærðurðu á árinu? smá í portúgölsku allt of lítið samt., vinna í bókhaldskerfi, sem mér þótti nú ekkert allt of skemtilegt samt. og alskona alskona meira.

mánudagur, janúar 01, 2007

Siðferði fyrirtækja

Auflýsingaherferð Alcoa
Kriddsýld í boði Alcoa.
Ég er sammála Ögmundi og Steingrími, enda mínir menn.

Gleðilegt nýtt ár

Óska ykkur öllum gleðilegs nýrs árs, takk fyrir allt gamalt og gott.
Hlakka til að hitta ykkur á nýju ári.
Knús Þóra :)

SKEMTILEGT Vinirnir
  • MYNDIR
  • Hilla
  • María
  • Biggi
  • Bryndís
  • Nonni
  • Árni Jökull
  • Mikki danski
  • Eyrún
  • Andri
  • Helga Bára frá Suður höfum
  • Kúbukrakkar
  • Grjótið
  • Bogi í Oz
  • Dísella
  • DísaJóna
  • Guggabogg
  • gunnspito
  • Sólrún
  • Gambía
  • Daníel Árni :)
  • Íslendingur í Mósambík
  • Gerum eitthvað gott
  • Kristín Arna litla frænkan mín :)
  • Ása og Ármann í BNA
  • Guðný frænka
  • Einar Smári Orrason :)
  • Mella sæta
  • Harpa
  • Elín
  • Sigga víðis
  • Sibba
  • 79 Hólmarar
  • Viddi brjál
  • Halla Sif
  • Rauði kross Íslands
  • Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands
  • Á flótta
  • Flóttamannahjálp Sameinuðuþjóðanna
  • Útivera
  • Rosaleg saga :)
  • Free Photo Albums from Bravenet.com Free Photo Albums from Bravenet.com

    Powered by Blogger