selavi

Jábbs, svona er lífið

föstudagur, desember 23, 2005

Gleðileg jól

Kæru vinir og vanda menn, ég óska ykkur gleðilegra jóla.
Vona að þið munið hafa það sem allra best, borða góðan mat, lesa góða bók, og bara hvað sem ykkur finst skemtilegt og jólalegt að gera.
Knúsar og kossar.
ps. jólakortin koma seint eins og vanalega ;)

miðvikudagur, desember 21, 2005

Pétur Blöndal er skíthæll

jebbs, afsakið að koma með svona fyrir jólin en ég bara get ekki orðabundist.
Málið er að nú er verið að dreyfa matapökkum til þeirra sem þurfa þess fyrir jólin, því miður eru það allt of margir sem þurfa á aðstoð að halda.
En hann Pétur Blöndal, dísus, hann semsagt mætti á staðinn þar sem verið að úthluta matapökkunum um daginn til þess eins að láta þær vita það að dótti hanns hafi nú farið og sótt um matarpakka og fengið, og dagin áður hafi hún komið heim með fulla poka af kræsingum og þau hefðu hlegið að þessu öllu yfir matarborðinu. Skemtilegur húmor sem þau hafa á því heimili, ha !!!
Hann er að reyna að sanna að það sé svo mikið að þessu kerfi, já það var nú vitað áður en Péturstóttir fer og sækir sér pakka. Málið er nú bara að það er ekki hægt að fara að skoða alla þá sem fara og sækjast eftir því að fá matarpakka, þetta snýst um traust, þetta snýst um það líka að þarna er til staðar aðstoð sem fólk getur notfært sér án þess að þurfa að sýna fram á eitt eða neitt. Og reyndar er oft þeir sem þufra mest mæta ekki því þeim fynst þetta niðurlægjandi. En í staðin fer stelpu fífl sem á pabba sem fær nokkur hundruðþús í hverjum mánuði og tekur matin af þeim sem þurfa hann, ekki sá hún einusinni sóma sinn í að skila matnum. nei.
Við vitum það öll að það er allstaðar fólk sem svindlar á kerfinu, hvaða kerfi sem er. Skattakerfinu, íbúðarkerfi, barnabótum, bara að nefna það einhver hefur bókað svindlað á því. Við komum aldrey almennilega í veg fyrir það, en við verðum samt sem áður að hafa einvherskonar kerfi og við verðum að lifa eftir reglum þó það séu alltaf einhverjir sem brjóti þær.
Ég ætlaði að senda Pétri póst í dag um það hvað mér hefði nú þótt gamann að sjá hann þarna, þóst hafa séð hann fara þaðan út, og ætlði þá náttúrulega að ætla mér það að hann hafði farið til að aðstoða við matargjöf, og ætlaði að hrósa kallinum fyrir þetta, og vonast til þess að fleiri alþingismenn myndu nú gera slíkt hið sama, en svo sá ég fyrirsögnina í DV, svo það var víst ekki hægt lengur. En er núna að hugsa um að senda honum 100 kall eða eithvað, svo hann geti nú keypt jólagjöf handa stelpukjánanaum sem hann á.
Ef ég verð í Landmannalaugum næsta sumar og hann fer að hlaupa laugarvegsmaraþonið þá ætla ég að læsa mig inni í skálavarðarkofanum þann daginn, bara svona just in case, því ég veit að éf ég hitti kallfíflið þá mun ég gera eithvað sem ég mun reyndar ekki sjá eftir sen gæti komið mér í klandur.
En varð að koma þessur út, ætla að fara að koma mér aftur í jólaskapið sem ég var komin í áður én ég frétti þetta, fara að hlusta á jólalög og baka bollur.
Hafið það gott.
Knús og kram
Þóra

mánudagur, desember 19, 2005

takk fyrir mig

Jebbs, eins og sérst hér á síðustu færslu þá varð ég 26 ára á laugardaginn síðasta. Segi bara takk fyrir mig við vini mína og vandamenn. Frábært kvöld með frábærum vinum og ættingjum. Byrjaði kvöldið á að borða með mömmu pabba, ömmu, Árna Óla, MAríu Kristínu Örnu og Árna frænda, borðuðum frábæra nautalund svo var smá ammælispartý reyndar á frekar ömó stað, komst sko að því þá, en með skemtilegu fólki. Þið eruð æði. takk takk.
Skírn í gær, það var mjög gaman, merkilegt hvað það er mun skemtilegra að fara bara í skírn en ekki skírn í messu, messur eru svo langar, en þetta tók bara enga stund, ég var alveg búin að setja mig í stellingar með að þurfa að sitja lengi, reyndar góða við bústaðarkisrkju er að þar eru ekkert svo óþægilegir bekkir. En allaveg tók stutt af og stelpu skottið fekk svo fallegt nafn, Vilborg Elísabet, til hamingju með það nýjasta litla frænkan mín.
En tiltekt, skinkuhornabökun, jólagjafainnkaup, smá ritgerðar stúss framundann.
Hafið það gott.
Knús Þóra jólastelpa.

miðvikudagur, desember 14, 2005

Your Birthdate: December 17

You tend to find yourself lucky - both in business and in life.
And while being wealthy is nice, you enjoy sharing your abundance with others.
You put your luck to good use: you are very ambitious and goal oriented.
Often times, you get over excited and take on more than you can manage.

Your strength: Your ability to make your own luck

Your weakness: Thinking you can do it all

Your power color: Bronze

Your power symbol: Half Moon

Your power month: August

mánudagur, desember 12, 2005

notaleg helgi

Jábbs, helgin mín var bara mjög notaleg, byrjaði á því að passa litlufrænku mína, við höfðum það voða notó, planið var að horfa á öskubusku en ég kunni nákvæmlega ekkert að tengja videotækið svo við enduðum á því að horfa á einhverja leiðinlega ljóna mynd á stöð eitt. Svo lásum við bara og kúruðum.
Á laugardaginn fattaði ég hvaðan íslenska lopapeysu mynstri kemur, já ég veit soldið sein, en samt kúl. Málið er að ég og pabbi fórum upp í Stangarholt og ég var að horfa á fjöllin í sínum vetrar búningi og þar sá ég lopapeysu myndstið, hefði átt að taka með mér myndavél til þess að geta sýnt mynd hér, en samt ef þið pælið í því, tékkið á þessu næst, horfið á fjall sem er að hluta til hulið snjó, maður sér alla sauðalitina, og svo mörg falleg munstur. Jebbs, ég er viss um að þaðan fengu konurnar hugmyndina af þessum fallegu munstrum.
En það var frábært í Stangarholtinu, við pabbi fengnum okkur kaffi og kakó í litla kofanum okkar og rötlum aðeins um. Frabært veður. Svo var sunnudagurinn ekki síðri við fjölskyldan ásamt Árna, Maríu og Kristínu Örnu fórum í Hvalfjörðinn til þess að ná okkur í jólatré. Þetta gerðum við alltaf þegar við krakkarnir vorum lítil, ok yngri, þegar við bjuggum í Stykkishólmi, þetta er frábær hefð. Finst það frábært að gera þetta aftur, við Kristín Arna söfnuðum líka könglum og svona. Svo var haldið heim í kakó og smákökum. Getur ekki orðið betra. Reyndar eftir að hafa slappað svona vel af héldum við mamma í kringluna, og shitt, segi nú bara ekki annað. Úff maður varð bara þreittur eftir 10 mín, brjáluð læti, og fullt af fólki.
En notó helgi þrátt fyrir kringluna.
Vonaað þið hafið haft það gott.
Knús Þóra sem á afmæli eftir 5 daga :)

föstudagur, desember 09, 2005

Bakarameistari

Jebbs, er ekki frá því að ég sé bara nokkur snillingur í bakstri, er búin að baka eina gerð af þessum líka dýrindis smákökum, nammi namm. Er svo að baka formkökur og kryddbrauð núna. Jebbs, bara nokkuð góð mar.
Svo er ég reyndar að hjálpa mömmu að skella í piparkökur, en hún sér nú svona meira um það en ég.
En hei samt ekki segja neninum frá þessu, því ég kann ekki að elda og kann ekki að baka og ekkert svona eldús dæmi. Oki !!!
En hafið það gott.
Knús Þóra jólastelpa ;)

miðvikudagur, desember 07, 2005

Mannréttindarskrifstofa Íslands

Jebbs, 8. millur fara í mannréttindi af nyju fjárlögunum, voho segir maður bara, í hvað ?? allavega fer þetta ekki í Mannréttindarskrifstofu Íslands, neibbs, ríkistjórnin eða dómsmála- og utanríkisráðuneytið vilja ekki leggja pening í Mannréttindarskrifstouna. Þetta er hneiksli, mér finst þetta asnalegt.
Hversvegna vil ríkistjórnin ekki leggja pening í Mannréttindarskrifstofuna ? Þetta væru svona skitnar 5 -9 millur. Jú vegna þess að Mannréttindarskrifstofan hefur verið að segja hluti sem koma ríkistjórninni ylla. Björn Bjarnasson var fyrir ári síðan gagnrýndur af mannréttindarskrifstofunn og hann fór í fýlu. Hei grow up !!!!
Þoli ekki þessa fokkings ríkistjórn !!!!
PÚ, PÚ, PÚ !!!!!

þriðjudagur, desember 06, 2005

böhö

jebbs, böhö, er búin að gera dauðaleit í húsinu af Dís, dvd disknum mínum, finn hann hvergi. Var næstum búin að leigja hana áðan, en hugsaði svo nei hún hlítur að vera einhverstaðar í húsinu. Gæti verið að einhver sé með hana í láni, ég man að það voru einhverjir sem fengu hana lánaða en man bara ekki hverjir. Svo ef þú er með hana þá máttu alveg láta mig vita og get andað rólega.
En allavega vona að hún fynnist sem fyrst, mig langar eithvað svo að horfa á Dís, hún er nebblega svo skemtileg.
En jæja, farin bæ.

Samloka með skinku og osti

jebbs, fekk mér samloku með skinku og osti í hádeginu í dag, hef ekki fengið mér svoleiðis lengi, eða jú með skinku og osti en alltaf með salsa sósu og grænmeti og svona gúmmelaði með líka. En til að trompa þetta setti ég samlokuna í örbylgjuofninn og fékk tyggjóbrauð eins og maður borðaði alltaf í gamladaga hjá ömmu og afa á Grettó þegar þau voru nýbúin að fá sinn örbyljuofn. Djöfull er þetta nú vont, en vakti upp góðar mynningar þrátt fyrir það svo ég nau tyggjó samlokunnar minnar út í ystu og sérstaklega þar sem ég fékk mér mjólk með.
Jebbs, notó hjá Þóru í hádeginu.
En þið sem eruð í prófum, gangi ykkur vel, þið sem eruð að vinna, hafið það gott og njótið þess að vera ekki í prófum, ég nýt þess að vera ekki í prófum en er auðvita að ritgerðast.
Hafið það gott öllsömul.
Knús Þóra :)

sunnudagur, desember 04, 2005

tilfining

Jebbs, var að reyna að útskýra tilfiningu sem ég hef gagnvart sumu frændfólki vina minna í gær. Málið er að ég fæ mismunandi tilfinningu fyrir frændfólki vina minna.
Svona litla alvöru frænd, eða frænku tilfinningu, svona tilfinningu eins og maður hefur fyrir sínu egin frændfólki en ekki eins streka. Ég var reyndar soldið þreitt eftir lítinn svefn nóttina áður og var búin að vera að bulla og rugla næstum allt kvöldið svo það var nú ekki tekið mikið mark á mér og mér tókst ekki að útskýra þetta vel.
En málið er að það frændfólk sem ég umgengst meira en annað þá í gengnum, vini mína fæ ég öðruvísi tilfiningu gangnvart en öðru frændfólki þeirra. En samt kanski ekki svona venjulega vinatilfiningu heldur frænd-vina tilfiningu. Er einhver að skilja mig hér ?
En allavega fanst þetta svolítið fyndið, var að deila þessu með ykkur.
Ein klikk.
Knús Þóra

fimmtudagur, desember 01, 2005

Lesið þetta.

Jebbs, hvet alla til að lesa þessa grein.

jebbs, þá veit ég það :)

Your Japanese Name Is...

Ayame Oimikado

1. des

Finn mig knúna til að skrifa eithvað þar sem það er 1. des í dag. Veit ekki afhverju, mér bara fynst það. Hef reyndar ekki frá neinu að segja, nema kanski að ég held að maurinn minn sé dauður núna, núna er bara smá sár og smá rák eftir hann, held samt að ég sjái örlítið í hann.
En allavega þá er maður búin að skrifa smá svona, reyndar ekkert um desember sem slíkann, maurin kemur desember nákvæmlega ekkert við.
En allavega mér finst gaman að desember, veit ekki afhverju, þoli ekki stress, þoli ekki próf, ekki að ég fari í próf núna, en hef alltaf farið í próf í des, eða svona næstum. En ég elska jólaljósin, ens samt líka myrkrið, það gerir ljósin mun fallegri. Fólk er jákvæðara, hlýrra og skemtilegar svona um jólin. Ég veit samt líka að mörgum fynst jólatíminn erfiður, en við hin getum kanski auðveldað þeim þennan tíma með því akkúrat að vera opin og hugsa til þeirra og veita þeim hjálparhönd, með því að vera kurteis, brosmild, róleg, hugulsöm, og sumir fara í það að gefa matargjafir, eða föt. Í desember eru allir til.
Ég ætla að vera til.
Gleðilegan desember.
Knús og kram Þóra jólastelpa

SKEMTILEGT Vinirnir
  • MYNDIR
  • Hilla
  • María
  • Biggi
  • Bryndís
  • Nonni
  • Árni Jökull
  • Mikki danski
  • Eyrún
  • Andri
  • Helga Bára frá Suður höfum
  • Kúbukrakkar
  • Grjótið
  • Bogi í Oz
  • Dísella
  • DísaJóna
  • Guggabogg
  • gunnspito
  • Sólrún
  • Gambía
  • Daníel Árni :)
  • Íslendingur í Mósambík
  • Gerum eitthvað gott
  • Kristín Arna litla frænkan mín :)
  • Ása og Ármann í BNA
  • Guðný frænka
  • Einar Smári Orrason :)
  • Mella sæta
  • Harpa
  • Elín
  • Sigga víðis
  • Sibba
  • 79 Hólmarar
  • Viddi brjál
  • Halla Sif
  • Rauði kross Íslands
  • Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands
  • Á flótta
  • Flóttamannahjálp Sameinuðuþjóðanna
  • Útivera
  • Rosaleg saga :)
  • Free Photo Albums from Bravenet.com Free Photo Albums from Bravenet.com

    Powered by Blogger