selavi

Jábbs, svona er lífið

miðvikudagur, febrúar 28, 2007

Bílavandræði 2

Jahá, eins og ég sagði frá í gær þá var gamlaskrjóð ýtt út í kant og reynt var að draga hann í burtu, nema hvað að kaðallinn slitnaði svo ekkert varð úr því í gærkvöldi. Nema hvað að þegar ég kem heim eftir kenslu í dag þá var búið að setja stöðumæla sekt á helvítis bílinn, jú það er rétt þetta er ólöglegt og pirrandi þegar fólk leggur svona, nema hvað að síðastliðið ár hafa ansi margir tekið upp á því að leggja svona og núna eru líklega allavega svona 10 bílar sem eru lagðir svona eins og gamliskrjóður var lagt og ekki hafa þessir fengið sekt, nei. Einhver verið orðin pirripú á gamlaskrjóð og þegar hann var færður og lagt ólöglega þá hlakkaði í þessum bansetta nágranna mínum. Ég er nokkuð viss um þetta þar sem ég hef verið mikð heima upp á síðkastið og tekið eftir því að það er fullt a bílum sem leggja svona og enginn hefur fengið sekt.
Og nú er ég pirripú, nema hvað að gamli minn er komin upp á verkstæði, vonandi ekki of lengi samt.
já gaman af þessu bansettu bílum.
En mamma ætlar að redda mér aftur á morgun, og þá er þetta komið í bili.
En yfir of út.

þriðjudagur, febrúar 27, 2007

Á ekki til orð

Heimildarmynd sem Sagafilm gerði fyrir LANDSVIRKJUN um Kárahnjúka.
Er þetta rétt ?
Á þetta að vera svona ?
Hvaða helvítis ?
Hvað er að sjónvarpinu ????????
ANSKOTANS HELVÍTIS !!!!!!!!!

Bílavandræði

Er búin að vera með bíl í láni núna í nokkrar vikur, nema að í kvöld ákvað sá sem á bílinn að taka hann, svo ég var algerlega óvænt bíllaus, átti eftir að fara með gamla skrjóð í viðgerð og svona. Og týbíst í fyrramálið af öllum morgnum þá þarf ég á bíl að halda þar sem ég er að fara að kenna upp í Borgarholtsskóla. Með fullt af dúkkum og alskonar drasli. Svo ég fékk pabba og Árna bróður til að hjálpa mér að koma gamla skrjóð af stað, nema að kaðallinn slitnaði, og við enduðum á að ýta bíldruslunni sem á nú samt vonandi eftir að lifa út sumarið út í kant.
Anskotans, en held að hún elsku mamma mín ætli að reyna að redda mér á morgun, sé til hvað ég geri hinn.
Anskotans bílar, verst að geta ekki hjólað með þessar bannsettu dúkkur.

mánudagur, febrúar 26, 2007

Mér finst

Þetta áhugavert, vonandi stenst þetta.

Ógislegt

Var þarna í morgun, og hélt ég myndi deyja

Fín helgi

Já ég var bara nokkuð menningarleg um helgina eins og hún María vinkona, eins og ég sagði frá í síðasta bloggi fór ég á tónlistjargjögning á vegum Vetrarhátíðar hjá Tótu frænku. Síðan á laugardagskvöldið dró ég Hillu með á Jazz. Tríó Alex Riel var að spila á Domo, og var það alveg frábært, kallinn alger snillingur. Nú er Múlinn að fara að standa fyrir alskyns uppákomum á næstunni, og á hverjum fimtudegi verður spilaður Jazz á Domo í einhvern tíma, svo þið vitið hvar ég verð á fimtudögum.
En svo endaði ég helgina á því að fara á Kammerkór Kvennakórs Reykjavíkur þar sem Ása systir og Unnur vinkona sungu undurblítt. Unnur söng meira að segja einsöng, og sló allveg í gegn. Frábærir tónleikar, frábærar konur. Þið verðið að koma á tónleika hjá Kvennakór Reykjavíkur núna þar sem ykkar yndislegust er farin að góla með þeim. Bara gaman.
En fín helgi.
Nú er það bara Jazzzzz.

laugardagur, febrúar 24, 2007

Tónlistargjörningur

Fór á rosa fottan gjörning í gær hjá Tótu frænku í Ásmundarsafni. Þar var hún með gamlar kvikmyndavélar og saxafónleikara. Mjög skemtilegt, þarna voru okkar fremstu saxafónleikarar að spila og var myndunum varpað á þá, gaman ð sjá hvernig glampaði á hljóðfærin og þeir fengu hin ýmsu hljóð út úr hljóðfærunum. Mjög flott og skemtilegt. Til Lukku Tóta :)
Annars gengur söfnunin ágætlega hjá okkur Sólrúnu, endilega ef þið eruð ekki búin, þá leggja smá í púkkið, margt smátt gerir eitt stórt.
En er farin út.
Góða helgi.
Kv Þóra

mánudagur, febrúar 19, 2007

Ali Jawara

Kæru vinir

Okkur langar til að segja ykkur frá vini okkar honum Ali Jawara. Við kynntumst honum í Gambíu 2005. Þá hafði hann nýlega misst eldri bróður sinn í bílslysi, þegar þeir voru á vegum Rauða Krossins að fara að taka á móti flóttafólki. Ali var samt enn mjög lífsglaður ungur maður þegar við kynntumst honum og fjölskyldu hans. Þá var pabbi hans samt orðin alvarlega veikur af sjúkdómi sem auðvelt er að meðhöndla hér á Íslandi, en mjög erfitt í Gambíu og hann lést stuttu eftir að við fórum frá Gambíu. Nú hefur Ali og fjölskyldan hans misst báðar fyrirvinnur heimilisins.

Í Gambíu býr stórfjölskyldan iðulega saman. Ali býr með móður sinni, systur og manninum hennar og fjórum börnum. Hann er 21 árs og reynir hvað hann getur að verða sér út um vinnu til að brauðfæða fjölskylduna sína. En atvinnutækifærin í Gambíu eru afar fá og hann hefur einungis getað fengið tímabundin verkefni. Fjölskyldan hefur neyðst til að flytja, vera án rafmagns og að komast af með eina máltíð á dag undanfarið. Þann mat hafa þau getað keypt fyrir lán og þann pening sem mágur Ali hefur getað fengið hjá sinni fjölskyldu.

Nú er hljómurinn í rödd Alis allt annar. Hann er beygður og vonlítill um að geta hjálpað fjölskyldunni sinni. Móðir hans er niðurbrotin og börnin oft svöng. Það er þess vegna sem við skrifum þetta bréf. Við erum að reyna að safna pening svo að Ali og fjölskyldan hans geti stofnað rekstur. Von okkar er að okkur takist að safna fyrir bíl svo að Ali og fjölskylda geti orðið leigubílstjórar.

Með ykkar hjálp getum við sent honum smá pening til þess að koma af stað þessum rekstri, kaupa þarf bíl, tryggingar og greiða bensín í einhvern tíma.
Við erum nokkuð vissar um að þetta eigi eftir að nýtast honum, þar sem mikil þörf er á farartækjum milli Brikama þar sem Ali býr og síðan höfuðborgarinnar Banjul, sem er svona um 30 km á slæmum vegum. Þetta er helsti ferðamáti fólks, svokallaðir Shappar, þetta eru bílar sem taka um 8 manns í sæti og keyra fram og til baka svo lengi sem er eftirspurn. Ef okkur tekst að leggja út fyrir þessu verður fjölskyldan hans Ali sjálfstæð á ný og þarf ekki að vera upp á aðra komin. Þau munu hafa sjálfstæðan rekstur og vonandi þegar jafnvægi er komið á reksturinn getur Ali hafið nám en það er hans helsti draumur að nema Information Technology.

Ef þið hafið áhuga á því að leggja Ali og fjölskyldu hans lið þá er söfnunarreikningurinn:
Rn: 1145-05-443827.
Kt: 300179-3049

Með kærri kveðju
Sólrún María Ólafsdóttir og Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Ali, Pathe og Sólrún.

Þá er maður komin aftur

Já eftir flug og lest og lest og flug og fund þar á milli og þýskan mat, sem nei er ekki góður í maga er maður aftur mættur á klakann.

Ferðin gekk annars ljómandi vel, gaman að hitta liðið, reyndar allt of fáir mættir, en lítið var víst hægt að gera í því þar sem veikindi áttu sök á máli.

Annars var þetta ferlega fyndið, vantaði eginlega bara Hillu. Málið er að þetta minti mig alveg rosalega á interrailið okkar Hillu, þýsk lest, og þýskt youth hostel, og youth hostelin í Þýskalandi eru mörg hver bygð eins upp, eins rúm, eins skápar, sami litur á húsgögnunum og allt. Svo mér fanst skrítið að vera í lestinni án Hillu og bókarinnar Dísar og mentos með ávaxtabragði.

En skelli inn skemtilegri mynd, það vildi svo vel til að á kaffhúsinu sem við fórum á hittum við fyrir hjúkku sem var vel merk Rauða krossinum og auðvita fengum við mynd af henni með okkur. Í Saarbruchen var carnival, en því miður fór það að mestu framhjá okkur nema þá þarna á þessu kaffihúsi þar sem fólk var klætt í hina ýmsu búninga.

fimmtudagur, febrúar 15, 2007

Fjör

Jebbs náði mér í flensu vesn á þriðjudaginn var eins og hálfviti í tíma, lá svo bara eins og skata um kvöldið, var samt skárri í gær, en er svona hálf asnaleg eithvað í dag, samt kanski þarf bara góða sturtu til, maður verður svo slappur og dasaður við að vera svona veikur. Annars er það þýskaland á morgun, jebbs, fyrsti ECC fundurinn á þessu ári. Gaman að hitta fólkið aftur, reyndar verða fáir mættir þar sem á síðustu stundu komu upp veikindi hjá 2. Og orðið of seint að fresta enda margt að ræða, en við fáum aukamannskað til að hjálpa okkur sem er gott. Verð I Saarbruchen sem er við landamæri Frakklands. Þeim m og p leist ekkert allt of vel á staðinn þegar þau keyrðu þar í gegn einhvertíma. En ekki að ég hafi mikin tíma aflögu, er að vonast samt til að geta henst inn í hogm til þess að kaupa allavega nærbuxur.
En verð komin aftur heim á sunnudaginn, svo stutt ferð.
En jæja best að fara að búa sér til skyrshake og lesa smá.
Bæjó spæjó.

mánudagur, febrúar 12, 2007

Vei vei vei

Tromman mín og annað dót er komið frá Mósambík, hlakka massíft til að sjá það allt. Fæ það meira að segja alveg upp að dyrum. Geggjó.

sunnudagur, febrúar 11, 2007

gleðikonur og slys

Já fór í gær í 3tugs afmæli, þetta var grímupartý og flestir búnir að leggja nokkuð í búninga. Við Gunnhildur fórum sem gleðikonur, reyndar andi skrambúleraðar, handlegga og fótbrotnar me ljóta skurði og hálskraga. Það er svona að detta svona niður stiga og labba á vegg.
Þarna voru karakterar úr Kill Bill, brúðurin öll í blóði komin 8 mánuðu á leið, og fleyri. Eins var einn hópur sem voru karakterar úr einhverri mynd sem ég veit ekki hvað heytir, en geggjað kúl sam. Og að sjálfsögðu Silvía Nótt, ekki það að hún sé smá þreitt, en sú sem lék hana er líklega best til fallin til þess að gera það, hún sló þokkalega í gegn. Geggjó.
Þetta var eðal afmæli. Enda massa gella sem átti afmæli.
Get ekki sagt að ég haf stokkið fram úr rúminu í morgun með bros á vör, þurfti að vakkna soldið snemma þar sem ég var búin að lofa að mæta upp í smáralind kl:10 og setja upp skyndihjálpar básinn, og kenna síðan almenningi að hjartahnoð og blástur.
En það gekk mjög vel. Ótrúlegt mikið af fólki í Smáralindinni í þessu góða veðri á sunnudegi. Merkilegt.
En góð helgi að baki, held ég fari snemma að sofa í kvöld.
Kv Þóra gleðikonan slasaða.

föstudagur, febrúar 09, 2007

Ég er með svo góða útvarpsrödd :)

Hægt að hlusta hér, velja svo bara Þóra-Skyndihjálp

fimmtudagur, febrúar 08, 2007

Samfélagið í nærmynd

Jebbs undirrituð verður að hnoða í útvarpinu á morgun milli ellefu og tólf. fjör já þokkalega :)
Kv Þóra

miðvikudagur, febrúar 07, 2007

Man það núna

Hvað þýðir
"að vera einn með sjálfumsér"
?

Massa þetta

Ég var að koma frá Flensborgarskóla í Hafnaf. þar sem ég var með kynningu á Mósambík og dvöl minni þar. Verð að segja að ég var helvíti stressuð, þar sem ég var að halda kynningu á Mós. í fyrsta skipti, búin að vera með þær ansi margar um Gambíu.
En þetta gekk svona líka bara glimrandi vel. Talaði reyndar svo mikið að ég gleymdi að sína dótið sem ég hafði tekið með mér, en hei, sjadda mar. Bara næst
Annars sit ég bara hér og sniffa af armbandinu mínu, þar er svo ógislega góð lykt af því, kókosviðar lykt. nammi namm.
En until next time, ætlaði að legga fyrir könnun hér í dag, man bara ekki um hvað hún átti að vera, man það kanski næst.
Later.....

mánudagur, febrúar 05, 2007

Helgin

Helgin búin, ágætis og róleg helgi.
Ég og m og p skelltum okkur upp í Stangarholt á laugardaginn til að skoða hvað búið væri að gera og til að fá okkur smá útiloft. Gekk reyndar á með éljum, en það var samt frábært.
Glápti svo á júró með Fanný og Hillu og meira að segja á undankeppnina í Danaveldi líka.
Svo á sunnudeginum skellti ég mér í smá rölt niður í bæ og hitti þar Fanný og Daníel Árna krútt á kaffihúsi.
Skellti mér svo á Misery á Nasa um kvöldið, það var bara ágætisskemtun, reyndar finst mér eithvað skrítið að nota Nasa, já ég veit að þetta var einu sinni leikhús, en núna er þetta skemtistaður og það er svona reykingar, bjór og ælulykt þarna inni, ekkert voða svona notó neitt.
En Ólafía Hrönn er náttlega alveg snilldar leikona og bjargaði hún því sem bjargað var, en hann Valdimar Örn var ekkert neitt frábær, hann var meira að segja eginlega bara lélegur.
En gaman að skella sér á leikrit þrátt fyrir það.
En læt fylgja mynd af eðal bústaðum í Stangarholti, vantar ekki mikið upp á, vei vei vei.


laugardagur, febrúar 03, 2007

Leti

Ola, jebbs sorrý Vaka og Erla ég var svo helvíti löt í gær, fór til Hveragerðis á námskeið og var að koma heim um ellefu, og þá nenti ég ekki út. Bíst við því að þið hafið undirbúið gönguferð eða eithvað álíka í gærkveldi til a hittast næst, ekki satt ? ;)
En ég fór sem sagt á uppryfjunarnámskeið hjá RKÍ í fjöldahjálp, og þar sem ég er í svokölluðum viðbragðshópi þá finst manni að maður eigi að vera upp to date :) Þetta var mjög skemtilegt, sæt lögga og svona, og jú Nonnu audda ert þú líka sætur :)
En er farin upp á Mýrar, heyrumst, bleee.

SKEMTILEGT Vinirnir
  • MYNDIR
  • Hilla
  • María
  • Biggi
  • Bryndís
  • Nonni
  • Árni Jökull
  • Mikki danski
  • Eyrún
  • Andri
  • Helga Bára frá Suður höfum
  • Kúbukrakkar
  • Grjótið
  • Bogi í Oz
  • Dísella
  • DísaJóna
  • Guggabogg
  • gunnspito
  • Sólrún
  • Gambía
  • Daníel Árni :)
  • Íslendingur í Mósambík
  • Gerum eitthvað gott
  • Kristín Arna litla frænkan mín :)
  • Ása og Ármann í BNA
  • Guðný frænka
  • Einar Smári Orrason :)
  • Mella sæta
  • Harpa
  • Elín
  • Sigga víðis
  • Sibba
  • 79 Hólmarar
  • Viddi brjál
  • Halla Sif
  • Rauði kross Íslands
  • Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands
  • Á flótta
  • Flóttamannahjálp Sameinuðuþjóðanna
  • Útivera
  • Rosaleg saga :)
  • Free Photo Albums from Bravenet.com Free Photo Albums from Bravenet.com

    Powered by Blogger