selavi

Jábbs, svona er lífið

miðvikudagur, nóvember 28, 2007

Kastljósið í dag, 28. nóv

Verð að segja að Drífa Snædal stóð gríðarlega vel í dag þegar hún mætti Agli Helgasini í kvöld. Hún var skrifaði grein í Fréttablaðið í dag þar sem hún talaði um að sniðganga þátt hans vegna þess að hún telur Egil vera of karllægan þegar hann velur sér viðmælendur í þætti sína. Gæti ekki verið meira sammála henni.
Helgi Seljan og Egill veru frekar hallærislegir í þessu viðtali fanst mér. Þeir settu Drífu í einhverskonar öfgahóp jafnréttisbaráttu kvenna. Kommon!!!!!
Drífa er að berast fyrir fjöldan, ekki bara fyrir konur, hún er að berjast fyrir jafnrétti, og hefur gert það að mínu mati mjög vel. Hún er ein af þeim konum sem sjá til þess að við hinar sem sofnum á verðinum vökknum af og til.
Sjá grein Drífu hér:
Tekið úr fréttablðinu. 28. nóv. 2007 bls 20

"Umræðan Jafnréttismál Eitt það fyrsta sem stjórnmálakonur læra er að segja aldrei nei þegar þeim býðst að fara í fjölmiðla.
Umræðan

Jafnréttismál

Eitt það fyrsta sem stjórnmálakonur læra er að segja aldrei nei þegar þeim býðst að fara í fjölmiðla. Fólk í jafnréttisbaráttu hefur deilt á fjölmiðlafólk í gegnum tíðina fyrir að birta skökk kynjahlutföll enda gefa rannsóknir fullt tilefni til að gagnrýna það. Sumt fjölmiðlafólk hefur á móti sagt að erfitt sé að fá konur til að mæta og einmitt til þess að taka tillit til þessarar gagnrýni hefur einfaldlega ekki verið leyfilegt fyrir konur að segja nei. Á þessum forsendum höfum við skóflað öllu öðru til hliðar – við mætum ef við erum beðnar. Auðvitað er fjölmiðlafólk með afar misjafna jafnréttisvitund. Þannig standa margir sig mjög vel en sumir fjölmiðlamenn eru svo ómeðvitaðir, ef ekki vitundarlausir, að ég velti því fyrir mér hvort þeim sé illa við konur, hræddir við þær eða telji konur bara einfaldlega ekki hafa neitt merkilegt fram að færa.

Það er viðurkennd aðferð hjá misréttissinnum að hampa fjarvistarsönnunum fyrir minnihlutahópa. Þannig er Condoleezza Rice fjarvistarsönnun fyrir aðra blökkumenn í valdastöðum í Bandaríkjunum og gott ef ekki konur líka. Lengi vel var ein kona í ríkisstjórn Íslands sem gegndi þessu hlutverki og í sumum sjónvarpsþáttum þykir enn nóg að vera með eina konu í panel, svona til að sýna að konur megi líka vera með. Hér þrífst sko ekkert misrétti, það er alveg heil kona í hverjum þætti. Þær mega sko alveg vera með, bara ekki alveg jafn mikið með og karlar.

Á einhverjum tímapunkti verður afar þreytandi fyrir konur að vera þessi fjarvistarsönnun, vera þessi eina sem má vera með til að sefa brjáluðu femínistana. Af einhverjum ástæðum þykja það nefnilega vera öfgar að krefjast algers jafnréttis milli karla og kvenna, í fjölmiðlum sem og annars staðar. Þegar jafnréttissinnar eru búnir að benda á kynjaskekkjuna árum saman kemur að því að mælirinn er fullur. Hvað er til ráða? Eigum við að halda áfram að tala fyrir daufum eyrum eða grípa til þeirra aðgerða sem við getum – neita að vera fjarvistarsönnun fyrir áframhaldandi misrétti? Höfum við á einhverjum tímapunkti rétt til að segja: "Nei, veistu, ég er ekki til í þetta fyrirkomulag lengur?"

Höfundur er framkvæmdastýra Vinstri grænna."

Alþjóða Rauði krossinn óskar eftir auknum framlögum fyrir Bangladess

Alþjóða Rauði krossinn hefur nú lagt fram nýja neyðarbeiðni fyrir Bangladess að upphæð tæplega 1,4 milljörðum íslenskra króna (24.500.000 CHF). Það fé sem safnast verður notað til að hjálpa 1,2 milljónum manna sem orðið hafa fórnarlömb fellibylsins Sidr. Rauði kross Íslands sendi þriggja milljóna króna framlag til neyðaraðstoðarinnar þann 19. nóvember.

Aðstoðin mun ná til níu af þeim héruðum landsins þar sem fellibylurinn olli mestu tjóni. Þar verður fjölskyldum sem misst hafa heimili sín í hamförunum séð fyrir mat, húsaskjóli, heilbrigðisþjónustu, vatni og hreinlætisaðstöðu. Neyðaraðstoðinni er ætlað að koma til móts við mikilvægustu þarfir fórnarlambanna. Dreift verður byggingarefni, mat, fötum og fólkinu séð fyrir hreinu vatni og heilbrigðisþjónustu.

Í neyðarbeiðninni er gert ráð fyrir ríflegum framlögum til uppbyggingar landsfélagsins og eflingu neyðarvarna. Mjög mikilvægt er að Rauði hálfmáninn í Bangladesh fái tækifæri til að búa sig vel undir hamfarir í framtíðinni. Þær neyðarvarnir félagsins sem þegar voru til staðar þegar fellibylurinn Sidr gekk yfir landið hafa að öllum líkindum bjargað þúsundum mannslífa. Það er mikilvægt að þetta hlutverk félagsins fái aukinn stuðning í framtíðinni til að draga megi enn frekar úr afleiðingum hamfara af þessu tagi. Einnig er lögð mikil áhersla á að útvega fórnarlömbum fellibylsins húsnæði þar sem nærri hálf milljón heimila hefur eyðilagst. Fyrst og fremst er þar um að ræða bráðabirgðaskjól en einnig verður lögð áhersla á að koma fólkinu í varanleg húsakynni. Alþjóða Rauði krossinn er sú hjálparstofnun sem veitir mesta aðstoð af þessu tagi til fórnarlamba fellibylsins Sidr.

Nýjustu tölur benda til þess að Fellibylurinn Sidr hafi orðið hér um bil 3.000 manns að bana og að tæplega 35.000 manns hafi slasast. Rúmlega 1.700 manns er enn saknað. Aðrar opinberar tölur sýna að sex milljónir manna hafi orðið fyrir tjóni og að um það bil hálf milljón heimila í 30 héruðum hafi gjöreyðilagst . Fellibylurinn eyðilagði jafnframt mörg vatnsból og búfénaður drapst í þúsundatali. Uppskera hefur eyðilagst á um það bil einni og hálfri milljón ekra.

Hjálparstarf Alþjóða Rauða krossins í Bangladess er þegar í fullum gangi og daglega berast meiri hjálpargögn til þeirra sem eiga um sárt að binda. Frá því óveðrið skall á hefur rúmlega 10.000 fjölskyldupökkum, 5.000 plastdúkum, 100.000 sótthreinsunartöflum og 20.000 matarpökkum verið dreift. Tugum þúsunda skammta af söltum til meðferðar við niðurgangi hefur einnig verið dreift, en skortur á hreinu vatni eykur tíðni sýkinga af því tagi. 18 hjúkrunarteymi frá Alþjóða Rauða krossinum ferðast um og veita slösuðum skyndihjálp og aðra heilbrigðisþjónustu.

Rauði kross Íslands bendir á Söfnunarsímann 907 2020 fyrir þá sem vilja leggja fram framlög vegna hamfaranna í Bangladess. Við hvert símtal dragast frá 1.200 kr. sem greiðast með næsta símreikningi.

mánudagur, nóvember 26, 2007

Tusund takk Hilla


Hilla gaf mér miða á Kim Larsen í afmælisgjöf. Það var geðveikt !
Hann er bara kúl, gamli skarfurinn. Skemmti mér konunglega.
Ætla þokkalega að kaupa mér disk með honum :)
Kim Larsen er snillingur

miðvikudagur, nóvember 21, 2007

Komin heim

já þá er ég komin aftur heim eftir ansi góða ferð til Genfar, verð samt að segja það að það er ansi pirrandi að vera bara að fara til Genfar og að það þurfi að taka 10 F. klukkutíma að komast þangað.
Annars gekk ferið vel, reyndar kom taskan mín ekki á sama tíma og ég, en hún kom bara síðar sama kvöld, svo ég hafði ekki mikklar áhyggjur. Þetta er sama taksan og sú sem týndist þegar ég flaug frá Mósambik til Armeníu, svo það er eitthvað sem er með hana. Hún brotnaði svo á leiðinni heim, en hún kom allavega heim.
Fundurinn okkar gekk rosa vel, reyndar vorum við heldur fá, 3 af 7. En kanski skýrir það hversu allt gekk vel. Við eiddum öllum sunnudegnum í að funda, frá 10:00 - 21:30, þar sem það var fundur með ungmenna fulltrúum á mánudeginum og við vildum endielga komast á hann, svo við kláruðum bara allt.
Það var frábært að hitta Claire og Dimitri, við sátum leengi fram eftir og spjölluðum. Eins líka gaman að hitta alla hina sem voru að fara á hinn fundinn. Þetta er náttúrulega bara magnað fólk, snillingar upp til hópa.
Fattaði það á leiðinni heim að myndavélin var á sama stað og ég pakkaði henni á laugardeginum algerlega ónotuð, svo engar myndir núna, sem er leitt, þar sem ég á myndir frá öllum mínum Evrópuráðs fundum, en svona er þetta.

föstudagur, nóvember 16, 2007

Ferin til Genfar

Jábbs, var að klára að pakka, eða svona næstum því, ætla að vakkna ógislega snemma og fara til Genfar á Evrópuráðsfund.
Góða helgi.
bæ.

Vil vekja athygli þína á aðventutónleikum Kvennakórs Reykjavíkur, sem verða í Grensáskirkju fimmtudaginn 29. nóvember kl. 20:00 og laugardaginn 1. desember kl. 17:00.

Efnisskráin samanstendur af krefjandi og fjölbreyttum verkum að vanda, m.a. hefðbundnum jólalögum, kirkjulegum verkum og gospel. Ljúf lög í bland við sveiflu og fjör.

Stjórnandi er Sigrún Þorgeirsdóttir og píanóleikari er Vignir Þór Stefánsson.

Miðaverð er kr. 2.000 í forsölu og 2.300 kr. við innganginn. Við viljum líka vekja athygli á því að með því að gerast styrktarfélagi kórsins er hægt að lækka verðið verulega.

Miðar eru til sölu hjá mér.

miðvikudagur, nóvember 14, 2007

Spreyjuð

Já var spreyjuð í kvöld. Heldur ógeðslegt.
Hei!!!!
Hvað er þú að hugsa ?

Allavega, þá skellti ég mér á klóið á kóræfinu í kvöld, þar er sjálfvirkt sprey apparat, örugglega til að koma í veg fyrir kúkalykt, nema hvað að á meðan ég er að pissa þá spreyjast út um allt, svo ég lyktaði bókstaflega eins og klósett allt kvöldið.
Fyndið, en ógeðslegt :)

þriðjudagur, nóvember 13, 2007

Léleg

Já verð að segja það, er mega léleg að blogga núna. Ég er enn að venjast því að sitja fyrir framan tölvu alla daga, allan daginn, þá nennir maður engan veginn að fara í tölvuna og blogga.
Það er líka rosa mikið að gera í vinunni svo ég er bara léleg og löt núna, sjáum til hvort eithvað gerist ekki fljótlega.
Allavega er nú nó að blogga um, svo sem nýtt frumvarp Dómsmálaráðherra um Almannavarnir, hreingerningar, Landsvirkjun og svo margt margt fleira.........
Er annars á leiðinni til Genfar á síðasta formlega Evrópuráðsfundinn minn, næst hittums við í Evrópuráðinu á Evrópufundinum í Króatíu í apríl og þá mun nýtt ráð taka við. Svolítið skrítið svona. Segi ykkur frá því síðar, set myndir inn á mynda bloggið.
Bæjó spæjó.

SKEMTILEGT Vinirnir
  • MYNDIR
  • Hilla
  • María
  • Biggi
  • Bryndís
  • Nonni
  • Árni Jökull
  • Mikki danski
  • Eyrún
  • Andri
  • Helga Bára frá Suður höfum
  • Kúbukrakkar
  • Grjótið
  • Bogi í Oz
  • Dísella
  • DísaJóna
  • Guggabogg
  • gunnspito
  • Sólrún
  • Gambía
  • Daníel Árni :)
  • Íslendingur í Mósambík
  • Gerum eitthvað gott
  • Kristín Arna litla frænkan mín :)
  • Ása og Ármann í BNA
  • Guðný frænka
  • Einar Smári Orrason :)
  • Mella sæta
  • Harpa
  • Elín
  • Sigga víðis
  • Sibba
  • 79 Hólmarar
  • Viddi brjál
  • Halla Sif
  • Rauði kross Íslands
  • Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands
  • Á flótta
  • Flóttamannahjálp Sameinuðuþjóðanna
  • Útivera
  • Rosaleg saga :)
  • Free Photo Albums from Bravenet.com Free Photo Albums from Bravenet.com

    Powered by Blogger