selavi

Jábbs, svona er lífið

mánudagur, júlí 31, 2006

1 blogg að heiman

Já merkis dagur í dag. Í dag er mitt fyrsta blogg að heiman. Málið er að ég gleymdi rafmagnssnúrunni fyrir tölvuna mína og hún finst bara ekki heima, svo ég fór í dag og keypti svaka snúru sem kostaði líka sitt. En samt þess virði þar sem ég get nú bloggað og leikið mér á netinu og spjallað eins og ég vil. vei vei vei.
Sit inn í stofu og planið er að hlusta á rúv, gengur eithvað hægt núna, kanski enginn háhraða tenging :) En næg til að spjalla á msn og skype held ég :)
Hef það annars voða gott.
Lenti í mjög fyndnu í dag, var á skrifstofunni og Marta kallar á mig og biður mig að koma og hitta nýjasta Íslendinginn í Mapútó, og ég fer upp, nei er þar ekki áferðinni strákur sem ég hafði séð í gær ( sunnudag) á youth hosteli hér í Mapútó. Vissi reyndar ekki þá að hann væri íslendingur, kallaði ekki "Er íslendingur hér "svo ég fattði það ekki. En fyndið samt.
En Marta kom með snilldar hugmynd að við myndum fara saman til Kruger sem er víst MAGNAÐ friðland með fullt af "viltum" dýrum. Svo hver veit kanski er ég á leiðinni þangað í ágúst.
En jæja best að fara að gera heimavinunna í portúgölskunni.
Hafið það gott.
Knús Þóra

sunnudagur, júlí 30, 2006

Mapútó

Er búin að eiga góða helgi, fór og hljóp smá í gær, keypti í ógislega dýran íþróttatopp, en hann er flottur :)
Svo fór ég í rosa flott matarboð, ekkert smá góður matur, grillaður humar, rækjur, krabbar og svo bara allt sem til er. Þetta var rosalegt. Nammi namm.
En var annars að setja inn myndir af Mapútó, held því albúmi svo opnum og skelli inn myndum í leiðinni og ég skoða meira. Fór í gönguferð í dag til að kynnast hverfinu og svona.
Hef það voða gott.
Knús Þóra

föstudagur, júlí 28, 2006

Góða helgi

Jábbs, bara komin helgi, þetta er ekki lengi að lýða.
Fór annars í fyrst portúgölsku tímann minn í dag. Lýst rosa vel á. verð í portúgölsku þrisvar í viku núna næstu tvo mánuðina, svo síðustu tvo mánuðina ætla ég að vera portúgölsku talandi :) hehe Gott plan.
Annars á helgin að fara í að ná úr mér þessari bannsettu flensu og svo fara í mat til Jóa á morgun. Þvo föt í höndunum og svona. Og rúnta um Mapútó og kynnast borginni betur og læra betur að rata. Ég keyri allt of lítið, ég bý svo stutt frá vinnunni og svo er auðvelt að fara út í búð svo ég þarf að rúnta meira.
Sat ananrs heima og glápti á sjónvarpið og sá þátt með the Cosby show, fanst það MASSA fyndið. Það mynti mig bara á Laugardagskvöld í Stykkishólmi. Fjölskyldan að glápa með laugardagsnammið. Næsi pæsi.
En jæja er að bíða eftir bílnum mínum, það er eithvða að ljósunum á LandRovernum svo ég þori ekki að keyra hann í myrkri.
En ætla að bjalla í ömmu gömlu.
Góða helgi.
Knús og kram
Þóra :)

fimmtudagur, júlí 27, 2006

Lassarus

Jábbs ég er búin að vera lassarus síðastliðna daga, þetta byrjaði með smá kvefi og endaði eða him endaði, er ekki alveg búið því ég sit hér og svitna eins og hálfviti í loftkældu herbergi ;) En var semsagt heima í gær til þess að ná þessu úr mér. En hvað er málið að vera lasin í útlöndum, ég meina hér er svona 30 stiga hiti. KRÆST !!! En það er vetur, og ég verð alltaf kvefuð á veturna ;)
Annars lýður mér bara vel heima.
Reyndar vakknaði ég við það að það stóð maður við rúmið mitt, fyrir innan moskítónetið. him og ég náttlega greip eftir snúrunni á lampanum til að kveikja ljósið, en nei ekkert ljós. Tíbíst rafmagnslaust. En maðurinn farin og þá var þetta bara draumur. en ég náttlega smá stressuð og massa fúl yfir að vera ekki búin að kaupa bansetta vasaljósið sem ég ætlaði að kaupa fyrir LÖNGU. En núna hugsa ég bara að ég geri það strax og ég fer í útivistarbúðina, því mig lagnar í höfuðljós. Svo ég bíð bara smá lengur.
Annars var ég ekki búin að segja frá því að þegar ég var að "reyna" að elda þarna kvöldið góða þá leiddi eldavélin mín rafmagns svo ég fékk smá straum. Svo ég bað um að einhver myndi skoða þetta. Og í dag kom gaur og kíkti á þetta og var með eitt skrúfjárn til þess að ath með þetta hjá mér. Hann skúrfaði eithvað og skoðaði eithvað og komst svo að þeirri niðurstöðu að þetta væri allt í lagi eins lengi og ég þurkaði mér um hendurnar og þurkaði undir pottana áður en ég eldaði. HAHAHA allt í lagi vertu bara þurr. passa sig að vera ekki með blautar hendur til að koma í veg fyrir strauminn. Him. held að það verði ekki mikið eldað á mínum bæ þar til ég fæ gas í eldavélina :) ( Það er gaslaust í Mapútó)
En allavega hef ég það gott, tölvusnúran er hugsanlega á leiðinni með Franklín á laugardaginn. vei vei :)
En hei gleymi alltaf að láta ykkur fá símanúmerin mín hér eru þau:
GSM: +258 2182303033230
Heim : + 258 21497750
Ég get ekki hringt úr heimasímanum, en það er hægt að hringja í hann :) Svo fáið ykkur heimsfrelsi og hringið í mig ;) hehe
Knús og kram
Frá sólinni í Mapútó ;)

þriðjudagur, júlí 25, 2006

Fall er fararheill :)

Ég er flutt inn. Jábbs, lýður so far bara vel í íbúðinni minni. Reyndar eru hæfileikar mínir í eldúsinu ekkert til að hrópa húrra fyrir. Málið er að umdæmisstjórinn í Malaví er í heimsókn ásamt eiginmanni sínum. Ég bauð þeim að gista heima og bauð svo í mat, bauð Mörtu og Jóa líka svo þetta var voða gaman. Nema hvað að ég fer í búðina, náttúrulega ekkert til, fylli körfu af allskonar mat ásamt FROSNUM kjúkling. Jábbs, ekkert annað til og ég náttúrulega svolítið fljótfær, him.. fattaði ekki fyrr en á leiðinni heim að það tekur óratíma að þýða kjullan. ÚBBS !!
Ég kem heim og segi gestum mínum frá ruglinu mínu og þau redda mér :)
En ég var búin að kaupa einhverja voða fína sósu sem maður skellir bara með. Steikti kjullan samt í karrý svona til að fá smá meira karrý bragð. En planið var að borða klukkan 19:00. Við borðuðum ekki fyrr en um 21:00 þar sem allt fór í rugl, og þetta var bara massa bragðlaus kjúklingur. Svo hafði ég keypt voða fínan ís, nei hann var ógislega gervilegur. Svo það má segja að þetta matarboð mitt fyrsta hafi verið ALGERT FLOPP. Svo næst panta ég bara pizzu :)

sunnudagur, júlí 23, 2006

Helgin

Já þá er komin sunnudagur, helgin búin að vera mjög góð.
Til að byrja með vil ég óska nýbökuðum foreldrum til hamingju, Guðný og Orri til hamingju og Einar Smári velkominn í heiminn :) Hlakka til að hitta þið og stóru frænku okkar hana Freyju Gunnarsdóttur.

En af ekki eins mikilvægum hlutum.
Ég fór með systur hans Jóa Páls og fjölskyldunni hennar að skoða SOS barnaþorp hér í Mapútó. Hún og sonur hennar styrkja stelpu og strák í þorpinu. Og ég fékk að fylgja með í heimsókninni. Það var mjög magnað og skemtilegt. Kom vel á óvart, reyndar hef ég farið áður í barnaþorp, það var í Gambíu, Serekunda. Það var líka mjög gaman. Það sem mér finst merkilegast við bæði þorpin er að þeim var báðum vel við haldið. Hrein og fín. En hreinlæti skiptir gríðalega mikklu máli hvað varðar síkingahættu og smit hættu og annað.
En við byrjuðum á því að hitta börnin, stelpan var ofsalega feimin til að byrja með, en þegar þeil á heimsóknina fór hún að þora meiru. Strákurinn var ekki eins feimin og fanst þetta baragaman. Reyndar ekkert skrítið að þau séu feimin, allt í einu kemur hópur af hvítingjum sem vilja allt fyrir þau gera :) Koma færandi hendi.
Við fengum leiðsögn um þopið, en þar búa um 160 börn og flest eiga þau styrktarforeldra, reyndar voru að koma fleyri börn sem vantar styrktarforeldra svo ég hvet ykkur sem getið að hugsa ykkur um.
Þetta er einnig skóli fyrir börnin í hverfinu, Gilda sem vinnur með mér á son sem gekk í þennan skóla og var mjög ánægð með hann.
Börnin eru í skólanum frá átta til fjögur, þar geta þau lært heima, stundað íþróttir og leikið sér.
Ég set myndir inn á mydasíðuna. Endilega líkið á þær.

En eftir þessa ferð okkar, var ferðinni heitið í sendiráðið þar sem starfsfólkið var komið saman til þess að kveðja hana Dóru og fjölskyldu þar sem þau eru að halda heim eftir 6 mánaðar dvöl hér. Stelpurnar hennar voru í skólum hér, en Hörður maðurinn hennar var einn heima. Held að hann sé nokkuð ánægður að fá þær heim :)
Það var mjög gaman, rosa kaka, sem dóttir Gildu bakaði, málið með kökurnar hér er að þær eru ROSA flottar en kanski ekkert æðislega góðar :)

Seinna um kvöldið skelltum við Hjördís og Helga okkur á magnaða tónleika í Franska cúltúral húsinu. Þar var gítarleikari að massa hlutina. Pabbi þér hefði þótt gaman á þessum. Þeir voru rosalegir, við keyrðum út um allan bæ í gær í leit að geilsadisk, en svo þar sem hann ætti að vera til var lokað. Svo ég fer í vikunni og kaupi hann og sendi svo stelpunum. En allavega troðið hús, massa tónlistarfólk undir stjörnubjörtum himni. GEGGJÓ !!!!

Gærdeginum eyddi ég með þeim mæðgum, fórum á laugardagsmarkaðinn, og fleyri markaði. Það var frábært, fer þangað sko bókað aftur. Keypti rosa flotta tösku, fín fyrir gymmið :)
Og svo eithvað meira. Það er sko hægt að kaupa hérna fullt, fullt af skemtilegu dóti. Held ég verði að passa mig. Annars þarf ég að borga undir ÞUNGAN farangur þegar ég kem heim. En það er seinnatíma vandamál :) hehe
Dagin enduðum við svo með að fara öll út að borða, reyndar var Jói Páls ekki með þar sem hann er í Suður Afríku með systursinni, en Marta og mamma hennar, Dóra og fjölskylda og ég og Jói Þórsteinns. Rosa gaman og ég fékk sveppi og sveppa sósu með kjötinu mínu. nammn amm.

Í dag er líka svolítið sérstakur dagur, fæ íbúðina mína, þar er heimasími, læt ykkur vita hver hann er, mann hann ekki. Og fæ mér internetið heim svo ég þarf ekki að fara í vinnuna til að komast í póstinn minn og blogga og svona. Svo ég er búin að kveðja hótelið, get ekki sagt að ég sjái eftir því. Nammi namm morgunkorn og mjólk í fyrramálið.
En ætla að hætta þessu, þetta er orðið allt of langt. Það nennir enginn að lesa þetta.
En knús og kram til allra, séstaklega Einars Smára litla frænda.
Þóra í Mapútó :)

fimmtudagur, júlí 20, 2006

góð grein

Jebbs, er að lesa bloggann og verð að segja að ég er ángæð með Hjörleif Guttormsson, hann skrifar greinina "Lúpínufár, skran og einkavegir"
Svo er önnur líka: " Íslandsvinir ganga saman í annað sinn"
Endilega kíkið á hana ef þið komist í mogga.
Kv Þóra

LAND ROVER !!!

Góðan daginn, jábbs, flottur ha !!! :)
Málið er að bíllinn sem ég er á venjulega fór í árlega skoðun í gær svo ég fékk LandRoverinn. Reyndar voru allir voða stressaðir út af því hér, "hann er svo stór og erfiður og bla bla" Og ég bara hei !!! Ég og Land Roverar erum bestu vinir. Þau skildu nú ekki alveg í því en ekkert að gera þar sem þetta var eini bíllinn inni. Ég reyndar fór síðust heim, þar sem ég hékk á netinu að skoða moggann og fréttablaðið eftir vinnu, þar sem ég kemst ekki á netið á hótelinu. Svo frétti ég að hún Guðný frænkan mín væri komin upp á fæðingardeild og ég ætlaði að bíða, en hef ekkert heyrt enn, svo eins gott að ég beið ekki lengur :)
En allavega nó um þetta.
Ég semsagt fer niður og leita að lyklunum, FULLT af lykklum svo ég bara tek slatta og byrja að reyna að opna, nema hvað að einn af þeim virkaði og ég sesta upp í bílinn. Kem honum í svissinn en get ekki snúið neinu, skil ekkert í þessu, fer allt í einu að hugsa, ætli ég þurfi að gera eithvað fyrst ?, him nei það hefur ekki verið þannig á þeim Land Roverum sem ég hef keyrt, (allt of fáir) Ég hringi í Jóa Þorsteins og hann segir að það þurfi ekkert svo hringi ég í Suwaw bílstjórann okkar hér og hann skilur ekkert í þessu. Him... Svo fer Þóra litla að skoða lykilinn betur. HA. þetta var lykill fyrir Toyotu, ég var sko ekki á neinni helvítis Toyotu, bað Land Roverin afsökunnar á þessu og fann réttan lykil að lokum og við fórum heim. Og auðvita gekk allt vel, enda Þóra + Land Rover = góð ferð :)
ps. mikið búið að hælja af mér her :) hahaha

miðvikudagur, júlí 19, 2006

Myndasíða

Já það tekur endalausan tíma að hlaða inn öllum þssum myndum hér svo ég bjó til síðu á moggablogginu, ætla samt ekkert að skrifa þar, skrifa hér, en þar er hægt að fara inn á myndaalbúm og skoða myndir, er að setja inn myndir frá ferðalaginu þarf svo að taka myndir héðan af skrifstofunni og setja inn.
En slóðin er thoraasg.blog.is
Endilega kíkið á þetta
Knús frá Mapútó :)

3. vikur

Já ég er búin að vera hér í 3 vikur, magnað, mér finst eins og ég hafi komið í fyrradag. Þetta lýður svo hratt.
En annars er allt gott af mér að frétta, eins og myndir síðasta blogg sýndu fór ég í smá ferðalag í síðustu viku. Það var magnað.
Ég fékk að fara með Mörtu sem sér um félagsmálaverkefnin hér í Mósambík, Eins komu með okkur nokkrir frá Kvennamálaráðuneytinu í Mapútó, en ÞSSÍ vinnur mikið með því. Megin tilgangur efrðarinnar var að hitta fólk sem mun hugsanlega taka þátt í hugsanlegum verkefnum. Skoða aðstæður og síðan var farið í hugmynda vinnu og verkefna vinnu í Xai xai og Hiniambane.
Þar sem námskeiðin fóru fram á portúgölsku gat ég lítið sem ekkert tekið þátt, en samt sem áður gat séð hvernig þetta fór fram sem var gaman. Allir tóku þátt og ég held að fólki hafi fundist þetta áhugavert.
Í Hinihambane fórum við í lítið þorp, þar skoðuðum við akrana og tókum þátt í þorpsfundi þar sem verið var að hlusta á hugmyndir fólks um hugsanleg verkefni. Ég vildi óska þess að hægt væri að stilla sig inn á sérstakt tungumál og skilja allt, þarna var talað tungumál sem ég skildi enn minna í en Portúgalska. En mjög áhugavert þrátt fyrir það. Setið var í skugganum af stóru tré, mér var hugsað til Bantaba í Gambíu, en Bantaba þýðir þegar elstu menn komu saman.
Ég hafði nú líka smá tíma til að liggja í sólbaði og baða mig í Indlandshafi, nokkuð notó. Reyndar þegar líða tók á daginn varð brimið svolítið mikið, en það var nú bara gaman.
Keypti líka ROSA flotta trommu í Inihambane, veit ekki alveg hvernig ég kem henni heim, en það er seinni tíma pæling. :)
Á leiðinni var mikið hægt að kaupa af allskyns afurðum og þá helst ávexti. Mapútó búar sem eiga leið um kaupa alltaf birgðir á leiðinni þar sem það er ódýrara heldur enn inn í borginni, þar sem fluttningskostnður leggst á allt. Svo við stoppuðum og kayptum kjöt, appelsínur og mandarínur, ananas, kol og hnetur til þess að taka með til baka. En það er gas skortur í Mapúto og kol eru ódýrari í Gaza og Inihambane sýslunum en Maputo.

Reyndar voru svona örlítið bíla vandræði, en engin slys á fólki.
Málið var að fyrstu nóttina okkar í ferðinni vorum við vaktar um miðja nótt, ég vakknaði fyrst, við fórum svolítið snemma að sofa eftir að hafa lagt snemma a stað. ég hélt kanski að það væri verið að koma með kökur eins og á hótelinu sem ég er á núna,(alltaf komið um 18:00 með köku, ekki góða !! ) En allavega ég massa pirruð yfir að vera vakin út af köku. Him... nei þá byrjar stelpan frekar æsta svona, Caro, Caro, og ég hugsaði fyrst, æ kræst eru þau að tékka kortið núna um miðja nótt. En hún heldur áfram, Caro Caro, og ég bara shitt, það er eithvað með bílinn. Og ver og vek Mörtu, og þá kemur í ljós að á notabene, "örugga" bílastæðinu fyrir aftan hótelið höfðu okkar bíll ásamt öðrum fallið ofan í holu sem hafði myndast þar. Jebbs, Marta lagði bílnum á jörð, en jörðin gaf sig um nóttina og hinn bílinn var reyndar mun verr settur en okkar, aftara vinstra hjólið var ofan í hjá okkur. sjá myndir, reyndar sérst okkar bíll ekki eins vel.
En það merkilega við þetta alltsaman er að báðir bílar voru í fínulagi, nokkrar rispur, en ekekrt verra en það, svo við héldum áfram eins og ekkert hafi ískortist.

laugardagur, júlí 15, 2006

Magnað




Já liðin vika er búin að vera mögnuð.
Búin að sjá svo margt nýtt, að ég er bara í skýjunum. Set hér inn nokkrar myndir og skýri svo þetta betur á mánudaginn.

fimmtudagur, júlí 06, 2006

Í dag sá ég Maputo


Já málið er að ég er búin að vera fara mest á milli hótelsins sem ég er á tímabundið og vinnunnar. Reyndar hef ég farið í smá bíltúr, en ekki út fyrir þann hluta sem er þokkalega vel byggður. En í dag fór ég að heimsækja munaðarleysingja hæli sem er í þeim hluta sem líkist Gambíu. Þar sá ég Maputo.
Reyndar er ég búin að vera að hugsa það mikið hér, afhverju tölum við alltaf um Afríku ? Ég meina við verðum rosa móðguð þegar Bandaríkjamenn segja Do Europe. Afríka er heimsálfa.
Hún er jafnvel ólíkari en Evrópa.
Andstæðurnar eru sterskar í Maputo, það er skrítið að fara úr loftkældu herbergi með vantsflösku og kaffi sér við hliðina, búin að vera að tala við vinkonu sína sem er í Noregi, systur sína á Íslandi og frænda í Bretlandi og vini á Íslandi og fara svo á heimili þar sem börn hafa verið skilin eftir fyrir utan hliðið og jafnvel í plastpokum. Eins fer presturinn í heimsókn á heilsugæslustöðvar í nágrenninu og tekur á móti börnum sem hafa dvalið þar í nokkurn tíma en enginn sótt.
Þarna fá þau fæði, klæði og húsnæði.
Ég verð að segja að ég þurfti að berjast við tárin.

þriðjudagur, júlí 04, 2006

Vinna

Jábbs, annar dagur í vinnu, him... reyndar vað voða lítið gert í gær annað en að liggja í símanum við tölvugaurinn og fá hann til þess að koma mér inn í kerfið, það gekk að lokum þar sem hann er mjög góður í að leiðbeina en ég ekki góð í tölvu rugli :)
Þarf að taka mynd af sendiráðinu við tækifæri og setja hér inn.
Annars er ég svona að kynna mér hlutina og læra. Mér líst alveg ofsalega vel á þetta, áhugaverð verkefni sem ég verð í. Ég verð mest í félagsmálaverkefnunum, sjá heimasíðu ICEIDA og fara í Mósambík, þar er hægt að lesa um landið og verkefnin.
Ég er að byrja að keyra, það gengur ágætlega, ég er með MJÖG þolinmóðan bílstjóra með mér sem ég vona að sé vel tryggður :) Maður þarf að vera vel vakandi, ég er alltaf að setja rúðuþurkurnar á í staðin fyrir að setja stefnuljós, svo þarf ég að hugsa mig vel um þegar ég begi, að fara ekki hægramegin. En þetta kemur allt með kaldavatninu.
Svo er planið núna að fara að setja sig í samband við Rauða krossinn og þennan gönguhóp sem hittist á laugardögum. Svo er ég að fara út á land í næstu viku, vei vei vei, það verður gaman. En eftir það ætla ég að fara að koma mér í sprikkl og svona. Þá verð ég líka vonandi orðin massa góð að keyra og farin að rata betur.
En vona að þið hafið það gott, ég hef það voða gott.
Knús og kram
frá Maputo :)

SKEMTILEGT Vinirnir
  • MYNDIR
  • Hilla
  • María
  • Biggi
  • Bryndís
  • Nonni
  • Árni Jökull
  • Mikki danski
  • Eyrún
  • Andri
  • Helga Bára frá Suður höfum
  • Kúbukrakkar
  • Grjótið
  • Bogi í Oz
  • Dísella
  • DísaJóna
  • Guggabogg
  • gunnspito
  • Sólrún
  • Gambía
  • Daníel Árni :)
  • Íslendingur í Mósambík
  • Gerum eitthvað gott
  • Kristín Arna litla frænkan mín :)
  • Ása og Ármann í BNA
  • Guðný frænka
  • Einar Smári Orrason :)
  • Mella sæta
  • Harpa
  • Elín
  • Sigga víðis
  • Sibba
  • 79 Hólmarar
  • Viddi brjál
  • Halla Sif
  • Rauði kross Íslands
  • Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands
  • Á flótta
  • Flóttamannahjálp Sameinuðuþjóðanna
  • Útivera
  • Rosaleg saga :)
  • Free Photo Albums from Bravenet.com Free Photo Albums from Bravenet.com

    Powered by Blogger