Landmannahellir

Já það er búið að vera ósköp fínt hjá mér, Maríu og Berglindi upp í helli, veðirð búið að vera ótrúlegt eins og þið sem hafið verið heima vitið. Ótrúlegt, er farin að bíða reyndar eftir að rigni hjá okkur. Maður veðrur að hugsa um gróðurin líka.
Var í fríi um helgina, voða næs, síðasta vika var ansi strembin, þar sem vatnið fór og vorum við María í vatns burði, ég held að ég sé búin að vinna mig inn í Vatnsberann, og hætt í bogamanninum. Hvenær eiga annars Vatnsberar afmæli, æ nei held ég haldi mig bara við bogamanninn, það er meira kúl að vera bogamaður en vatnsberi, með fullri virðingu fyrir vatnsberum. ;)
En já svo í 2 daga var ég með fólk ofan í mér kvartandi undan vatnsleysi og já það getur orðið smá þreitandi. En þetta tókst að lokum og við María komumst í fríið.
Fer uppeftir á morgun og þá tek ég hana Kristínu Örnu litlu frænku með, það verður gaman.
Ætla að setja inn nokkrar myndir á mynda síðuna.
Um að gera að koma í heimsókn.
Kveðja Þóra :)