selavi

Jábbs, svona er lífið

föstudagur, júní 30, 2006

Komin :)

Já er komin á leiðarenda. Allt gekk vel, en auðvita smá klúður svona inn á milli en ég komst svo það er í key.
Byrjaði á því að vera með svolítið mikla yfirvigt :) Og fanst það nú ekkert æði, endaði á því að pabbi bauðst til að borga það, því ég var náttlega orðin svolítið sein. Reyndar þegar pabbi fór til að borga átti hann fyrst að borga þrátíu og eitthvað þúsund, KRÆST, en nei svo kom í ljós að ég mátti vera með 30 kl frá London til Mapútó svo hann slapp við að borga allt. vei vei vei.
En nema hvað að ég var bara að spóka mig í London þar sem ég hafði um 8 tíma aflögu. Rölti um Covent Garden og keypti fullt. Ákvað samt að vera komin tímalega á flugvöllinn og var með allt undercontrol, búin að breyta tímanum á úrinu mínu svo ég var í góðu. NEI ég fór alltaf eftir símanum og var að fara að kaupa mér kaffi til þess að taka með mér á Starbuks þegar ég fattaði að ég var náttúrulega EKKI búin að breyta tímanum á símanum. KRÆST !!!!
En nei samt í lagi því ég hafði hvort eð er ætlað að hafa tímann með mér.
Nei ekki búið enn, ég fer á flugvöllin tékka mig alla leið og ekkert mál. Nennti ekkert að vera að versla svo ég fer að geitinu fyrir Jóhannesarborg og fer að hlusta á CD sem ég keypti í Covent Garden og lesa. Svo loksins má fara um borð og ég skelli mér í röðina, heppinn að vera frekar framarlega, því þegar ég kem að borðinu þá sjá þær að ég er að fara með Sputh African Airlines ekki Brithis Airlines. ÚBBSS !!!! SHITT !!! og þær að fara á sama tíma og ég á gate 50 en SAA á gate 25. SHITT !!! svo ég hleyp af stað og þá fer greinilega fólk að skoða sína miða og viti menn kemur ekki bara fullt af fólki á eftir mér sem höfðu gert sömu mistök. ÚFF, enginn röð þegar ég kem, allir komnir inn. og ég bara "SHITT, sorý, og afstakið orðbragðið" nema að maðurinn sem var að vinna þarna sagði mér bara að segja það hærra svo ég kæmi þessu út úr systeminu. Svo ég stóð, sveitt af hlaupunum og kallaði SHITT!!! ;)
En þetta tókst að lokum og allt gekk vel frá Jóhannesarborg til Maputo, ekkert klikk eða klúður.
Er komin á gistiheimli þar til ég fæ íbúðina sem ég mun búa í, sem er víst MASSA stór, svo nó pláss fyrir gesti.
En hafið það gott, ég hef það voða gott.
Knús og kram
Þóra :)

þriðjudagur, júní 27, 2006

SHITT

Ég er að fara í fyrramálið!!!!

maður getur nú verið ruglaður

Fyndið hvað smáhlutir geta svekkt mann, merkilegt. Hlutir sem skipta í raun engu máli, maður er nú skrítinn. :)

Annars átti ég mjög fínt kvöld, kvaddi vinina með kaffi og köku og ostum og svona. Mjög notó. Skrítið að sjá þau ekki fyrr en eftir nokkra mánuði. Nú er þetta að skella á, maður er farin að kveðja fólk.

En ætla að reyna að sofna, verð bara að segja að það sé komin smá spenningur í mann :)
Góða nótt :)
Ps. ég er að fara á morgunn :) magnað !!!!

mánudagur, júní 26, 2006

Ekki á morgun heldur hinn

Jebbs, það er að koma að þessu. Er núna á fullu að þrífa, þvo og taka til. Hvað á ég að taka með mér, hef ekki hugmynd, nærföt, tannbursta og skó, og fötin sem ég er í, him.. eithvað meira en það, jú. ég þarf góð föt, göngu buxurnar léttu og svo þarf ég líka dömugenaskóna. Er samt fegin að ég er ekki að senda neitt, því þá á ég það til góða á leiðinni heim.
Úff, held að ég endi með að taka báða bakpokana mína, og svo með flugfreyju töskuna mína nýju. Planið er að taka hana með í handfarangri og skilja hana svo eftir á Heatrow meðan ég röltu um í bænum, þið sem eruð snillingar í London, eru þið með einhverjar hugmyndir af góðri ferð.
Planið er að sjá hvort ég geti keypti Afríku kort í GPS tækið mitt og fara í hogm. og svo bara skoða mig um. Verð þar allt of lengi. Flýg héðan um 7 leytið og tek svo næturflug frá London klukkn 21:30 til Jóhannesarborgar og svo til Mapútó og verð komin þangað um 15:00 minnir mig. Svo þetta er ágætis ferðalag.
En er farin að halda áfram að þvo, pæla í hverju ég á að taka með og svona.
Hafið það gott.
Kv. Þóra á förum :)

laugardagur, júní 24, 2006

Útskrift í dag :)

Það er kanski ekkert frábært veður núna, skýjað, en það mun byrta til, ég held það bara.
En þið hin sem eruð líka að útskrifast, til hamingju :)
Og Hilla, til hamingju með þína tvo áfanga, 25 ára stjórnmálafræðingur :)
Og Master Stefán, til hamingju með frábæran árangur :)


4. dagar í Mósambík :)

þriðjudagur, júní 20, 2006

Er farin í Landmannalaugar

Blee :)

sunnudagur, júní 18, 2006

Góðar

Já ég hef átt mjög góðar helgar, sú síðasta var æði, var á Mýrunum með Gunnhildi og hennar fólki, við ætluðum að ganga frá Hítarvatni að Mýrdal. Reyndar þegar við vorum komin upp í fjallshlíðarnar var svo mikil þoka að það var ekkert hægt að sjá og við viltumst örlítið af leið. Og enduðum á allt örðum stað, þar sem pabbi Gunnhildar, hann Brandur sótti okkur. Svo var borðað og drukkið í veiðikofanum í Hítardal. Rosa gaman.
Þessa helgina fór ég í afmæli til hennar Erlu upp í Eylífsdal, það var rosa gaman, fengum góðan mat og skemmtum okkur vel. Endað á pottinum og var í honum aðeins og lengi.
Svo var nú planið að fara upp í Stangarholt svo ég fór ásamt Hillu sem var að fara í brúðkaup á undan öllum í bæinn, nema hvað að þá voru m og p enn heima og ætluðu bara að fara í dag, sunnudag. Svo ég vakknaði massa snemma til þess að vera að hanga heim, fór reyndar smá í bæinn og glápti á leikinn og svona. En svo var Stangarholt í dag, og líklega í síðasta skiptið fyrir Mósambík, svo þegar ég kem aftur heim verður líklega hægt að gista þar og alles. vei vei vei.
Það er bara ein helgi eftir, útskriftarhelgin og svo bara þvo, taka til og undirbúa sig.
Magnað. Draumurinn búin að vera Afríka í hvað him... MÖRG ár, og núna er ég að fara í annað skiptið á innan við ári. Frábært. Ekki hefði ég trúað því.
En ætla að fara að lesa.
Takk fyrir báðar helgarnar þið sem ég var með, þær voru æði.
Knús og kram
Þóra

miðvikudagur, júní 14, 2006

TIL HAMINGJU

Fanný og Sverrir !!!!!!!

þriðjudagur, júní 13, 2006

veit ekki alveg hvað ég á að gera

Málið er að ég á algert druslu hjól, en ég nota það svona einstöku sinnum, þegar ég þarf á því að halda. Nema hvað að strákurinn sem býr fyrir neðan mig hann er alltaf að taka hjólið. Í fyrra sumar kom ég heim úr Laugunum í smá erindagjörðum og fann þá hjólið mitt, sem átti að vera inn í bílskúr þar sem ég lagði það síðast frá mér, fyrir utan húsið. Ég skildi ekkert í þessu, fór með það inn aftur. Nema hvað að aftur fann ég það úti. Og ég fer niður og spyr hvort að þau eigi alveg jafn ljótt hjól og ég, og þá kemur bara, ha ?? átt þú það, það er ekkert búið að vera að nota það í sumar, svo við héldum aðenginn ætti það!!!
HIM... ég vann á fjöllum, svo ég var ekki mikið að nota það.
Svo er þetta byrjað aftur í sumar, ég fer með hjólið inn, finn það svo úti aftur. Nú er brettið brotið og ég kom að því í keng úti á tröppum í dag.
Fyrir nokkrum dögum var ég búin að fara með það inn, eftir að hafa komið að því úti. Og þá var mér sagt að krakkarnir ætluðu að vera svo góð við mig, og pumpa í dekkið. Og ég bara æææ... En svo er það bara tekið aftur og notað og farið ylla með litla ljóta hjólið mitt. Er ég kanski bara massa vond ?? Á ég bara að leifa þeim að eyðileggja hjólið mitt meðan ég er í Mósambík ??
Æ en ég nota það samt alltaf af og til.
Oh... veit ekki hvað ég á að gera.

mánudagur, júní 05, 2006

ÆÐI

Já, ég er glöð eins og Kristín Arna litla frænka sagði í gær, reyndar þegar hún var spurð hversvegna hún væri svona glöð þá gat hún ekki útskýrt það, vegna þess að hún fann það bara að hún væri glöð en vissi ekki hversvegna.
Ég veit hversvegna ég er glöð. Fyrst og fermst er ég glöð því nú er ritgerð búin, vei vei vei. En það er annað sem veldur og það er það að ég er að fara til Mósambík í 5 mánuði fljótlega. að vinna sem starfsnemi fyrir ÞSSÍ. VEI VEI VEI . Ég er búin að brosa hringinn síðan ég fékk að vita það. vei vei vei .
Svo er helgin líka búin að vera frábær, búin að vera upp í stangarholti og við erum búin að gera heilan helling.
Reyndar var heimferðin í gær alger snilld, litla frænkan mín hún Kristín Arna var orðin ansi þreitt, enda mikið búið að vera að gera og hún búin að fara seint að sofa síðast liðnar nætur. En allavega, þá sátum við í bílnum á leið heim, ferð sem tók svona 1,5 tíma, vegna þess að það varð slys í Hvalfjarðargöngunum. Og hún talaði non stop allan tímann. Þegar við vorum að reyna að fá hana til að husa um eithvað annað, og fengum hana til að telja fugla þá bara taldi hún fulga, þar til hún var komi upp í 180, frekar fyndið. En meðan á því stóð, þá var hún bara að telja, en gerði svo stutt hlé á talningunni: "135 hei þarf einhver að kúka ? 136, ég finn nefnilega skítalykt 137" og svo hélt hún bara áfram. ég hélt ég myndi deyja úr hlátri.
Hún er snillingur hún bróður dóttir mín. :)
En já gleði gleði gleði. tóm gleði bara vei vei vei :)

SKEMTILEGT Vinirnir
 • MYNDIR
 • Hilla
 • María
 • Biggi
 • Bryndís
 • Nonni
 • Árni Jökull
 • Mikki danski
 • Eyrún
 • Andri
 • Helga Bára frá Suður höfum
 • Kúbukrakkar
 • Grjótið
 • Bogi í Oz
 • Dísella
 • DísaJóna
 • Guggabogg
 • gunnspito
 • Sólrún
 • Gambía
 • Daníel Árni :)
 • Íslendingur í Mósambík
 • Gerum eitthvað gott
 • Kristín Arna litla frænkan mín :)
 • Ása og Ármann í BNA
 • Guðný frænka
 • Einar Smári Orrason :)
 • Mella sæta
 • Harpa
 • Elín
 • Sigga víðis
 • Sibba
 • 79 Hólmarar
 • Viddi brjál
 • Halla Sif
 • Rauði kross Íslands
 • Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands
 • Á flótta
 • Flóttamannahjálp Sameinuðuþjóðanna
 • Útivera
 • Rosaleg saga :)
 • Free Photo Albums from Bravenet.com Free Photo Albums from Bravenet.com

  Powered by Blogger