selavi

Jábbs, svona er lífið

miðvikudagur, desember 27, 2006

Gleðilega hátíð

Jebbs, ég er sko búin að hafa það rosa gott um jólin, fékk hreindýr á aðfangadag og vá það var svo gott, hef ekki smakkað betri mat held ég bara.
Svo var nú bara legið í leti og svona.
Fékk mjög fínar gjafir takk fyrir það, nú býð ég bara eftir snjónum þar sem ég fékk gönguskíði, vei vei vei.
Nú er á planinu að leyta að vinnu, veit einhver um ógislega góða vinnu fyrir mig, vinnu sem er ekkert svo mikil en ógislega vel borguð, þar sem ég hef tíma til að fara á fjöll þegar ég vill og það ógislega góð laun að ég geti keypt mér ógislega flottan Land Rover. Endilega látið mig vita :)

Jæja best að fara að gera eithvað viturlegra en að vera í tölvunni.
Vona að þið hafið haft það gott.
Kv Þóra :)

sunnudagur, desember 24, 2006

hahaha

Jebbs hér eins og í mörgum húsum landsins í gær lyktaði allt af skötu, get ekki sagt að mér finnist hún góð þessi lykt.
En í morgun hefur verið kveikt á ylmkertum og alskonar dóti til að drepa lyktina, nei fær ekki mamma sér skötu í hádeginu, allt farið fyrir bý.
Gekki ekki sagt að mér finnist þetta jólaleg lykt á aðfangadag.
En gleðileg jól, þrátt fyrir ógó vonda lykt :)

laugardagur, desember 23, 2006

Kæru vinir nær og fjær

Ég vil óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Því miður tókst mér ekki að senda jólakortin í ár eins og hin árin, en nú hef ég nú ágætis afsökun ;)
En ég vona að þið hafið það allra allra best.
Knúsar og kossar
Þóra jólastelpa :)

miðvikudagur, desember 20, 2006

Komin heim

Vegna internetleysis hefur mér ekki tekist að komast hér inn og þakka fyrir mig. Takk fyrir mig, hlakka til að sjá ykkur öll :)
Knús og kram
Þóra :)

fimmtudagur, desember 14, 2006

Stittist

Já það stittist í heimferð, skrítin tilfining að vera að fara, en líka frábært að fara heim og vera með fjölskyldunni, finst samt alveg óendanlega skrítið og fæ bara tár í augun við tilhugsunina að þegar ég kem heim verður enginn amma með púðan sinn í stólnum við matarborðið.
En svona er þetta líf víst.

3 dagar í afmæli og hvað þá 5 dagar í brottför og þá 6 dagar í að ég lendi á Íslandinu góða ;)
Þetta lýður alveg afskaplega hratt.
Hafið það gott.
Kv Þóra

þriðjudagur, desember 12, 2006

5 dagar

Jábbs, lífið gengur sinn vana gang, reyndar var ég á skype fundi í gær eftir vinnu, og verð að segja að intrnet tengingin hér í sendiráðinu er ansi góð svona miðað við, en hún dugði nú samt sem áður skamt til þess að taka fullan þátt í fundinum, þar sem ég datt út í tíma og ótíma.
Eftir vinnu í dag er förinni haldið á hotel Avendia og sprikkla smá og leeggjast svo út í sólbað eins lengi og ég þoli við.
Á morgun verður inkaupardagur mikill, þar sem við erum að aðstoða við uppbyggingu og endurbætur á elliheimili og mun ég ásamt starfsmanni ICEIDA fara og versla alskonar hluti sem vantar, þar á meðal ískáp og annað þarfa þing.
Annars eins og stendur hér ofar eru 5 dagar í afmæli.
Það eru örugglega margir að velta því fyrir sér hversvegna ég sé að þessu.
Málið er að commenta cerfið á yfir að keyra vegna svo margra kommenta á þessum degi.
Því nú getur enginn gleymt því ;) hehehe
En jæja best að fara að drífa sig í sprikl.
Knús úr hitanum
Þóra :)

mánudagur, desember 11, 2006

Kruger 3

Ferðin í Kruger var mögnuð, tók á 3 filmur á þessum 2 dögum inn í garðinum. Reyndar tók ég líka á hina vélina, er var svo mikið NÖRD að deleta því óvart áðan og bara geta ekki náð í það aftur, resicle pinið er bara tómt og tómt vesen, en tók mynd af næstum öllu á hina líka svo ég verð bara að bíta í það súra.
en sá:
Einn RISA Nashyrning og svo nashyrningafjölskyldu, buffaloa, flóðhesta, fíla að reka bufalóa í burtu frá vatnsbóli, ´gírafa, sebrahesta, blettatígur með kettlinga og svo í hóp, erni, villi svín, og svo margt margt fleira. Þetta var frábært.
Þetta var síðasta Suður Afríku ferðin í bili, tek flugvöllinn í Jóhannesarborg ekki með. Skrítið.
Styttist óðum í heimferð. Hlakka til að hitta familíuna og vinina.
Styttist líka í afmæli, bráðum 27 mar. hva 7 dagar í afmæli. Fjör.
Jæja vona að þið hafið það gott.
Knúsar og kossar
Þóra

laugardagur, desember 09, 2006

Kruger


Jebbs, klukkan er átta og ég er að fara að bruna til Kruger í Suður Afríku. vei vei vei. Ætla að vera þar í eina nótt og koma svo til baka á morgun.
Í þetta sinn er kíkirinn og góða mynda´vélin með í för.
Vonandi sé ég nashyrning, ljón, og bara alskonar dýr, og auðvita sebrahesta uppáhalds dýrin mín :)

8 dagar í afmli ;)

föstudagur, desember 08, 2006

Jólalegt 2

Jábbs hér kemur aðventu kransinn, nú er búið að vera rafmagnslaust heima svo í gær var kveikt á kertum út um allt og þá var kveikt á fyrsta kertinu.
Ég er nú bara nokkuð ánægð með hann :)




9 dagar í afmæli og mun það verða haldið hátíðlegt ásamt öllum íslendingunum og öllum þeim sem vinna hjá sendiráðinu. Að kvöldi 17 verður jólahlaðborð ICEIDA :)
Fjör já þokkalega.

miðvikudagur, desember 06, 2006

Niðurtalningin heldur áfram

Jebbs, ég er alveg að klúðra þessari niðurtalningu.
En hér koma nýjustu tölur
11 dagar í afmæli ;)

Jólalegt

Jebbs, mér finst ekki hægt að hafa ekki smá jólalegt svona í kringum mig, nenni reyndar ekki að baka smákökur, skelli kanski í eina sort með mömmu og pabba þegar ég kem heim.
En við erum búin að vera að dunda okkur við ða skreyta smá heima, hér sérst árángurinn.
Ég er bara nokkuð ánægð.
Aðventukransinn mun ekki vera byrtur núna þar sem ér er ekki enn búin að kveikja á fyrsta kertinu, ætla bara að kveikja á báðum næsta sunnudag.

mánudagur, desember 04, 2006

Konungsríkið Svasíland

Konungurinn sem þar ræður ríkjum á 14 konur, fimtíu og eithvað börn.
Þar gildir fjölkvæni karla meginn, en eins og maðurinn sem leiddi okkur í gegnum Árbæjarsafn Svasílands sagði þá er nú ekki hægt að geyma konurnar sínar allar á sama stað núna, svo nú eru þær á víð og dreif um landið og karlmennirnir ferðast á milli þeirra.
Ætli það komi einhverjum á óvart að Svasíland á heimsmet í alnæmissmitum. Sem þeir reyndar trúa ekki sjálfir.
Á þessum 2 dögum sem ég var þarna sá ég ekki eitt skildi sem hvatti til notkunnar smokks, eða einhvers til þess að eiga við þetta vandamál, en þessi skilti eru út um allt í Mósambík, Suður Afríku, Gambíu, Senegal eða í þeim Afríku löndum sem ég hef komið til.
Reynar eru þeir farnir að umskera karlmenn til þess að draga úr smitum og mér hefur verið sagt að sú aðferð hafi dregið úr smitum, en ég hef engar læknisfræðilegar sannanir, skoða það síðar.

En út í allt annað, við lögðum af stað ég og fjölskyldan, Nína, Kjartan, Ásdís og Hallgrímur á laugardagsmorgni. Keyrðum rosalega fallega leið, og landslagið í Svasílandi er alveg þess virði til þess að skella sér í ferð ef maður er í Suður Afríku eða Mósambík. Ég myndi hiklaust mæla með ferð þangað.
Síðan var farið á nokkra staði sem nauðsynlegt er að skoða, kertaverksmiðju og aðra fallega staði. Svo var slappað af í litlu skógar hóteli, þar sem setið var og fylgst með eldingum.
Dagin eftir var farið í Þorpið sem er eins og Árbæjarsafn, náðum í endan á sýningu og fengum leiðsögn um svæðið. Það var áhugavert, reyndar vorum við ég og samferðar fólk mitt að spyrja spurninga sem leiðsögumanninum þótti ekkert allt of skemmtilegar. Hverjum er ekki sama.
fórum svo upp að fallegum fossi og skelltum okkur í vatnið og syntum undir hann, það var frábært.
Þetta var frábær ferð, takk fyrir samveruna Nína, Kjartan, Hallgrímur og Ásdís :)
Kv Þóra

ps.
14. dagar í afmælið mitt ;)

föstudagur, desember 01, 2006

Í tilefni alþjóðlega alnæmisdagsins

Spread the message; dispel the myths ... You cannot get AIDS by:
a.. Talking to someone with AIDS
b.. Sharing cutlery
c.. Sharing a plate, glass or cup
d.. Using the same toilet seat
e.. Normal kissing
f.. A mosquito bite
g.. Swimming, bathing
h.. Shaking hands
i.. Playing with someone
We need to:
a.. End stigma and discrimination against people with HIV and AIDS
b.. Educate people about abstinence, safer sexual practices and
universal safety precautions
c.. Advocate for access to anti-retroviral treatment
Come Closer ... Kiss, Kiss, Touch, Touch, Hug, Hug

Tekið frá Ungmennahreyfingu Suður Afríska Rauða krossins

NIÐUR TALNING ÁRSINS

Jebbs nú hefst niður talning ársins.
1. desember á 50 ára afmæli hans Árna Árnassonar bróður hennar mömmu minnar, Árni innilega til hamingju með afmælið, þá hefst niðurtalning að öðru merkis afmæli.
Getur einhver giskað á það ?
Nei Nelson Mandela á að ég held ekki afmæli í desember, hann er aftur á móti nágranni minn. En það er annað mál.
Ó jú rétt er það, nenfilega afmælisdagsins míns, Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur ekkifrétta stelpu.
Svo nú hefst niður talið.
17 dagar með deginum í dag þar til ég verð, him, æ hvað var það nú aftur. Æ man það ekki, er allavega fædd 1979, svo þið bara reiknið.
Bestu kveðjur úr mikklum hita, ekki það að ég er með loftkælinguna á fullu og veikist öruggelga vegna þess.
Þóra sem á afmæli þann 17 þessa mánaðar. :)

SKEMTILEGT Vinirnir
  • MYNDIR
  • Hilla
  • María
  • Biggi
  • Bryndís
  • Nonni
  • Árni Jökull
  • Mikki danski
  • Eyrún
  • Andri
  • Helga Bára frá Suður höfum
  • Kúbukrakkar
  • Grjótið
  • Bogi í Oz
  • Dísella
  • DísaJóna
  • Guggabogg
  • gunnspito
  • Sólrún
  • Gambía
  • Daníel Árni :)
  • Íslendingur í Mósambík
  • Gerum eitthvað gott
  • Kristín Arna litla frænkan mín :)
  • Ása og Ármann í BNA
  • Guðný frænka
  • Einar Smári Orrason :)
  • Mella sæta
  • Harpa
  • Elín
  • Sigga víðis
  • Sibba
  • 79 Hólmarar
  • Viddi brjál
  • Halla Sif
  • Rauði kross Íslands
  • Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands
  • Á flótta
  • Flóttamannahjálp Sameinuðuþjóðanna
  • Útivera
  • Rosaleg saga :)
  • Free Photo Albums from Bravenet.com Free Photo Albums from Bravenet.com

    Powered by Blogger