selavi

Jábbs, svona er lífið

fimmtudagur, apríl 29, 2004

Það er ótúrlegt hvað ég get horft oft á Briged Jones, hef örugglea horft á hana svona 100 sinnum eða eithvað, kann hana utan af, en alltaf er jafn gamann að horfa á hana, á hana sko á video, og ætla bókað að kaupa hana á dvd, hugsið ykkur geðveiki!!!
( júbbs, er að læra, var bara að horfa í hádeginu ) En var að pæla áðann, hann Mark Darcy er svoooo sætur, ( Colin Firth ) Finst atriðið þegar hann kemur til hennar og hjálpar henni í eldúsinu alger snilld.
Afhverju byrtist ekki bara einn Colin í dyrunum hjá mér, égg bara skil það ekki, ég er viss um að hann yrði skotinn í mér. Kanski ætti ég bara að flytja til hanns, held að hann búi á Englandi, svo það myndi alveg ganga.
En jæja best að fara að læra.
Kveðja Þóra

Var að koma heim af mjög skemtilegum tónleikum, hljómsveitin The Falvors, heild það sé skfirað svona, voru að spila, reyndar soldið hátt stilt, en þá er maður bara aðeins lengur að sofna. En þarna var hópur af normönnum, og þau voru frábær, voru að dasna brjálað á dansgólfinu, og einn var mega mikið alltaf að káfa á konunm sem hann var að dansa við, mega fyndið, og þær voru alltaf að Ýta hendinni hanns burt. hehehe, go girls. En hljómsveitinn er hörku góð, Sjonni sem er líka í Bítlunum frábæru ;) sem spila oft á fimtudögum á Hverfisbarnum, var þarna með sama húmorinn og á fimtudagskvöldunum með Bítlunum. Svo það var gamann af því.
Eitt sem er reyndar massa fyndið er að við vinkonurnar, Bítla grúppíur DAUÐANS !! erum farnar að þekkja mömmu söngvaranns í sjón ;) Og him.. meira að segja þekkjum við pabba hinns í Bítlunum líka. Hvað segir það manni, GRÚPPÍUR !!! ;)
Gamann af því, hehe.
En þegar ég var svo að fara heim, þá langaði mig ekkert smá bara að fara upp í Heiðmörk, eða eitvhvað, og ef ég væri ekki að læra undir próf og ef ég ætti jeppa, ef, ef, ef,..... þá myndi ég bókað bara pakka niður nesti úr ísskápnum og renna upp Þórsmörk. Það er alveg magnað veður, en er samt að hugsa um að vera skynsöm stúlka og fara bara að sofa og vakkna snemma og fara að læra.
Svo góða nótt.

miðvikudagur, apríl 28, 2004

Núna eiga tvær vinkonur mínar ekki eftir að vera ánægðar með mig, Því ég og pabbi fórum í björgunarleiðangur í dag. Þannig var það að ég varð að fara út með ruslið og tók eftir því að það var fugl fastur inni í kjallaranum í húsinu mínu. Mér þótti þetta frekar ömurlegt, ekki gott fyrir fugl að vera fastur svona inni. Þaegar ég ætlaði að fara upp og hugsa hvernig ég gæri náð að bjarga fuglinum út kemur pabbi og hann segir mér að fuglinn sé inn í þvottahúsinu og að við gætum farið þangarð ( á sko heima á annari hæð, og við notum ekki þetta þvottahús ) J
Svið við fórum þangað og bjröguðum fuglinum út. Fuglinn var sko þokkalega þakklátur, hanns söng fyrir mig 9 sinfóníuna, og vinkaði bless. Sagðist ætla að segja öllum vinum sínum frá þessu afreki mínu. Og núna elska allir fuglar mig því ég bjargaði vini þeirra.

Þá er ég búinn að gera góðverk dagsins. Oh, það er svo gott að gera góðverk J
Kveðja Þóra

þriðjudagur, apríl 27, 2004

ÉG er sko búinn að vera mega hreykinn af sjálfri mér, ég er búinn að fara nokkrum sinnum út að hlaupa í öskjuhlíðinni. Það er í raun ekkert merkilegt að fara ú að hlaupa, en það sem er merkilegt er að ég fari ein út að hlaupa í Öskjuhlíðna. Ég er sko með brjálað ýmindunar afl, ég og vinkona mín vorum einusinni hræddar á hábjörtum degi við dreka, vorum sko alveg vissar á því að það væri dreki undir hrauninu sem við vorum a labba yfir. Svo er ég alltaf hrædd þegar ég labba framhjá stórum görðum, þegar ég var á Ítalú síðasta sumar þurfti ég alltaf að labba framhjá stórum grasivösxnum garði, ég reyndar hljóp oftast framhjá, því ég var svo mega hrædd. En í Öskjuhlíðinni er ég alltaf að hugsa að það muni eithvað skrímsli koma og ráðast á mig þegar ég er að hlupa, en mér hefur aldrey dottið í hug að það komi einhver vondur kall eða kelling og geri eithvað við mig, sem er í raun mikklu líklegar heldur en að eithvað skrímsli ráðist á mig, en hver veit, kanski er einhver kanína búinn að stökkbreytast, hver veit ???
En allavega, þá ætla ég að halda áfram að hlaupa ó Öskjuhlíðinni og horfast í augu við óttann J
Kveðja ein Ýmyndunarveik ;)

Jæja þá er ég búinn með ritgerðina. Hún er nú enginn meistara smíð, hef gert þær betri. En ég ætla samt að sætta mig við þessa og fara að lesa undir próf.
Þá hefst það að reyna að vakkna kl 8 og byrja að lesa í síðastalagi kl 9. Ekki spuring. Ætla samt að sjá til á morgunn, held ég haldi upp á lestrarfírið með því að sofa kanski til svona 9 J
Er annars að lesa snilldar bók núna, man reyndar ekki hvað hún heitir, en hún er eftir skoska konu. Þetta eru smásögur, alger snilld.
Segi frá henni seinna, er að fara að lesa og sofa.
Góða nórtt
Kveðja Þóra

föstudagur, apríl 23, 2004

Ég var að hugsa um muninn á hálendislífi og borgarlífi. Ég syng stundum upphátt án þess að taka eftir því, hvort sem ég er í borg eða á fjöllum. En það fyndna er að þegar ég er á fjöllum þá heyri ég oft “ mikið er þetta vel sungið” og ég verð eins og aumingi og bara “ takk, takk” og roðna voða mikið. Og stundum meyra að segja fæ ég að heyra " hefuru lært eithvað að syngja, eða “ ætlaru að fara að læra að syngja ?” Og ég varð þá enn ánægðari. En svo kem ég í borgina og syng óvart upp hátt, þá fæ ég stundum að heyra " HEI !!! væri þérr sama !!! " Eða "hva er verið að reyna að láta uppgvöta sig eða hvað ???" enginn hrós, bara leiðindi eða ekkert.
Svo ég fór að hugsa, ætli smekkur fólks versni strax og komið er út fyrir þjóðvel 1. ég held það bara, eða er fjalla fólk með svona lélegan smekk, eða kanski frekar eins og ég tel ;) borgarbúar.

Eða er maður bara í svona massa góðum fýling að allt hljómar fallega á fjöllum ?
Ég veit ekki, mér finst þetta bara mjög áhugaverð pæling :)
En best að fara að syngja í sturtu.
Kveða Þóra :)

fimmtudagur, apríl 22, 2004

Merkilegt hvað það er auðvelt að ákveða að fara út, þó svo maður eigi fullt eftir af ritgerðinni. Maður er svo svakalega góður við sjálfan sig maður að það er eginleg ótrúlegt. En svo kemur á móti er þetta góðmenska við sjálfan sig til lengri tíma, nei þá er þetta eginlega bara verra, þá á maður allt þetta eftir. en svo á móti kemur að það er HEL!"#$% gott veður. Svo ég ætla út.
Kveðja Þóra J

miðvikudagur, apríl 21, 2004

ÉG hitti Palestíska krakka í gær, sem vinna þar sem sjálfboðaliðar fyrir Pelestíska Rauða hálf mánann, þau vinna á sjúkra bílum þar og vá, ég var bara miður mín eftir að hafa verið að tala við þau. Að hugsa sér að lifa við þessar óeðliðlegu aðstæður, það er skotið á þau nærri daglega. Alltaf í skotlínu. Og þau tala um venjulegt líf, úff, er þetta venjulegt líf, já fyrir þeim, við getum vanist öllu.
En best að kveðja.

SKEMTILEGT Vinirnir
 • MYNDIR
 • Hilla
 • María
 • Biggi
 • Bryndís
 • Nonni
 • Árni Jökull
 • Mikki danski
 • Eyrún
 • Andri
 • Helga Bára frá Suður höfum
 • Kúbukrakkar
 • Grjótið
 • Bogi í Oz
 • Dísella
 • DísaJóna
 • Guggabogg
 • gunnspito
 • Sólrún
 • Gambía
 • Daníel Árni :)
 • Íslendingur í Mósambík
 • Gerum eitthvað gott
 • Kristín Arna litla frænkan mín :)
 • Ása og Ármann í BNA
 • Guðný frænka
 • Einar Smári Orrason :)
 • Mella sæta
 • Harpa
 • Elín
 • Sigga víðis
 • Sibba
 • 79 Hólmarar
 • Viddi brjál
 • Halla Sif
 • Rauði kross Íslands
 • Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands
 • Á flótta
 • Flóttamannahjálp Sameinuðuþjóðanna
 • Útivera
 • Rosaleg saga :)
 • Free Photo Albums from Bravenet.com Free Photo Albums from Bravenet.com

  Powered by Blogger