selavi

Jábbs, svona er lífið

föstudagur, ágúst 27, 2004

Víííí, hún María kom heim í morgunn frá árs dvöl í USA. Vá hvað ég hlakka mikið til að sjá hana og knúsa hana, það er að fara að gerast á eftir, ég er að fara til hennar Hillu að borða með Eistum, hehehe. Og hún ætlar að koma þangað þegar hún er búin að borða með familiunni. JEY JEY JEY!!!!
hitti reyndar Árna bróðir áðan, hann var að koma frá skvísunum sínum í Danaveldi, það er greynilegt að hann var í rigninu þar allann tímann ;)
Gamann að sjá hann.
en jæja best að skella sér til Hillu.
Hafið það gott.
Kv. Þóra

mánudagur, ágúst 23, 2004

Mánudagur, og ég kom heim í gær úr brúðkaupi aldarinnar. Ég á ekki eftir að geta gift mig, svo ég ætla ekki að pæla meira í því. En þau komu ríðandi inn að helli í þjóðbúningum, það var magnað. María á hlið í söðli. Vá. Sólin skein og allt var frábært. Fullt af fólki að syngja. Yndislegt.
Svo var boðið upp á drykki og forrrétt sem var lax. Nammi namm !!!
Það var svo mikið af fjallafólki að það var frábært. Maturinn var æði, grillað lamb og meðlæti. Rosa gott.
Á diskunum voru umslög með nafni hvers og eins og inni í því var miði þar sem stóð eithvað um ástina og svo einn annars tómur, þar sem við áttum að skrifa eithvað til brúðhjónanna. Og svo voru fullt af ein nota myndavélum, sem var snilld.
Ég nýtti mér það til hins ýtrasta :) hehe
Veislu stjórarnir voru æði, móðurbróður Maríu og systir Helga. Ræðurnar voru frábærar, skemtilegar og ekki of langar :)
Svo var mikið sungið, sem er alltf gamann.
Svo var varðeldur og læti maður. Eldspúar, eldboltar, harmonikkar, bongótrommur. Snilld!!!
Svo toppaði ég nóttina með því að sofa undir berum himni. Það var frábært, ekkert kalt, bara flott. fóum upp á fjallið bak við skálana. Það kom dalalæða og vá. Þetta var yndislegt.
Helgi og María til hamingju, megi gæfan fylgja ykkur. Og takk fyrir mig.
Knús Þóra

fimmtudagur, ágúst 19, 2004

vá hvað það var gamann upp í Laugum. Það var mikið gert, grillar í Landmannahelli með frábæru fólki, Guðna, Guðný og svo auðvita Helga og Maríu og litla skonsan hún Berglind svaf úti í bíl. Svo hitti ég Nínu og Smára, það var svooo gamann. Oh þetta var svo gamann. En satt best að segja fékk ég smá í mallann, því þetta var svolítið breitt. Andirið á skálanum er ljótt og það er mikið rusl. En maður getur lítið gert í því.
En á laugardeginum gengum við María og Bergling, hún var reyndar á bakinu hennar mömmu sinnar og svaf, laugahringinn. Það var voða gamann. Sól og hiti. Svo komu Halli og Guðrún foreldrar Maríu sem eru snillingar. Þau björgðuð mér þegar DAGURINN 2002 var í Laugunum. Halli gerði við vélina og smíðaði fyrir þjölinni sem brotnaði. TAKK fyrir það.
Þau buðu okkur í lambalæri sem var svoo gott. nammi nammi namm. Og svo fórum við Helgi og María í laugina. Það var æði. Margt gamallt rifjað upp. Segi ekki meir ;)
Svo í vikunni komu krakkarnir frá Póllandi. Það var svo gamann að fá þau, þó svo Unnur og Hilla séu að fara út aftur í dag. En þær verða stutt núna.
Og ég er hvort sem er að fara upp í Landmannahelli á laugardaginn í brúðkaup Helga og Maríu. Gamann gamann. Þar verður allt fjalla fólkið. Jibbí. Hlakka mikið til.
en jæja þarf að skella mér í vinunna.
Lifið heil.
Kv Þóra

fimmtudagur, ágúst 12, 2004

Jey ég er að fara á morgunn í Landmannalaugar, hlakka mikið til. Það verður sko þokkalega legið í lauginni og spjallað. María ætlar að sækja mig svona upp úr eitt og við brunum þá til Helga og þeirra allra, hlakka svo til að hitta Guðnýju, Nínu og Smára og alla. JEY !!!!!
Eitt sem er soldið leiðinlegt, það er Heimilistóna ball á laugardagskvöldið, en maður verður að velja og hafna, og ég hef ekki farið LENGI upp í Landmannalaugar, reyndar hef ég ekki farið á Heimilistóna ball, var síðast þegar stelpurnar fóru held ég bara að vinna upp í Landmannalaugum. En það kemur annað ball á edtir þessu. Það verður ekki önnur helgi með Maríu og Helga þar sem þau eru ekki gift :)
en ætla að fara að flat maga á svölunum.
Kv Þóra næturvaktari.

miðvikudagur, ágúst 11, 2004

Jæja þá eru tvær búnar og tvær eftir, veit ekki hvort mér takist að losna við síðustu næturvaktina eins og ég ætlaði að reyna. Ég hlít að meika þetta.
Annars voru María, Árni Óli og Kristín Arna að fara til Danmerkur í dag, vá hvað ég á eftir að sakkna þeirra. Svo kemur Árni heim eftir 2 vikur en þær verða eftir. Ætla að fara til þeirra í okt eða nóv. Vá hvað það er langt þangað til. en fínt verð bara með hugan við sumarbúðirnar, og þegar þær eru búnar er mánuður í október, svo þetta reddast.
Er annars bara í kælingu hér inni, er að stikkna út hita úti. Þetta er magnað.
En best að skella sér aftur út.
Vá hvað þetta blogg mitt er orðið óspennandi. ÉG verð að fara að gera etihvað í þessu.
Kv Þóra

þriðjudagur, ágúst 10, 2004

Meikaði fyrstu næturvaktina, er búin að sofa frá átta til tólf, svo ætla ég að fara að leggja mig aftur núna á eftir. Þetta var bara allt í orden, er samt MJÖG feginn að ég er ekki nema á 4 næturvöktum í mánuði, myndi ekki meika meira. Him.. það er spurning enn hvort ég meiki 4. kemur í ljós á föstudaginn :)
En ág er rosa ánægð í dag, var að frétta að það eru 8 þjóðir búnar að boða komu sína á alþjóðlegu sumarbúðirnar, og ég hélt að þetta yrðu bara íslenskar sumarbúðir. svo nú er ég ánægð :)
En best að fara út í HITANN, er að stikkna.
Kv Þóra

mánudagur, ágúst 09, 2004

Úff, vá hvað það er leiðinlegt að vera að bíða svona, er að bíða þar til næturvaktin mín byrjar, hefði átt að sofna aðeins áðann, en þetta hlítur að reddast. Verð bara að drekka fullt af kaffi eða einhverju til að halda mér vakandi, er bara að drepa tíma núna með því að skrifa ekki neitt. En jæja það er komin tími til að hætta, því eg nenni ekki að skrifa meira núna, þó svo ég þurfi að fara að hanga aftur, ætli ég skelli mér ekki bara á videoleiguna eða eithvað, og svo í búðina til að kaupa eithvað til að munsla, fékk reyndar pönnsur frá ömmu sem er frábært maður.
en best að fara að drífa sig.
Góða nótt segi ég, vona að mín verði góð þó ég egi ekki eftir að sofa mikið.
Kv Þóra

Ekkert í gangi, er bara að vinna og svona, er að fara á fyrstu nætruvaktina mína á ævinni í nótt, er búin að mikkla það soldið fyrir mér. Ég er nefnilega svo lélegur nátthrafn, eins og margir vita :)
En ætli ég haldi þetta ekki út, jú jú, þær eru reyndar 4 í röð, úff, og svo ætla ég up í Landmannalugar á föstudagkvöldinu, ætlaði með morgun rútunni og sofa þar, en ætli ég muni nokkuð sofa þar svo það er eins gott að taka bara kvöld rútuna. En loksins loksins kemst ég þangað :)
Jibbí.
En er annars bara búin að reyna að liggja úti og sólbaða mig, hefur ekki gengið nó og vel, þegar ég ætlaði út byrjaði að rigna og svo þegar ég ætlaði í annað skiptið þá byrjuðu einvherjir að gera við götuna með MIKKKKLUM látum svo ég fór inn. En tókst að lokum og það var æði að sitja úti, geggjað veður maður.
En jæja best að fara að hætta þessu, og fara að leggja mig.
Hafið það gott.
Kv Þóra
ps. mæli með að fara á redcross.is/urki og skoða viðtalið sem er það í greininni um Asturríki, það er SNILLD !!
Nonni þú ert snillingur :)

miðvikudagur, ágúst 04, 2004

Geðheilsu minni var bjargað um heligna :) Stebbi bjargvættur reddaði helginni, hringdi á föstudagsmorginum og spurði hvort ég væri ekki til í að fara Norður á strandir, eða Norðvestur :) Og ég bara " JÚHÚ " Him... reyndar var það svona, æ þú þarft að þola það að ég labbi ekkert voða hratt og sé í ömurleguformi, því ég er búin að vera kvefuð í 6 vikur eða eithvað.
En semsagt ég fór með Stebba og Dóra frænda hanns á Strandirnar, lögðum af stað á föstudagskvöldinu og brunuðum út úr Reykjavík, það var frábært. Keyrðum að Laugarhóli og gistum þar, vorum í tjaldi við hliðina á snilldar fjölskyldu sem var að syngja öll tjaldútilegu lögin og spiluðu á banjó eða etihvað, snilld!!
Grilluðum og höfðum það gott. Næsta morgun var svo lagt af stað í Ofeigsfjörð, ég hlakkaði mikið til að koma þangað þar sem ég sá sjónvarpsþátt í vetur um staðinn, leiðin þangað er frábær, keyrðum fram hjá fullt af skemtilegum stöðum, t.d. keyrðum við í gengum gamla verksmiðju, og sko maður verður að keyra þar í gengum til að komast áfram, snilld. Vegurinn er nú ekkert æði en Ladan hanns Stebba brilleraði :)
Mættum reyndar umhverfisráðherra sem skyggði soldið á ferðina, þar sem hún er ekki í uppáhladi, en ég gleymdi því fljótt, maður má ekki láta vitlaust fólk hafa áhrif á sig. Nei nei.
Fórum upp að fossinum í Ófeigsfyrði, sem er mjög flottur, óðum smá, him.. ég er orðin mjög mikill aumingi í táslu vaði, er svo vön í að vera í Tevunum að ég var eins og hálfviti, þarf greynilega að fara að æfa mig. Keyrðum svo áfram og komum að Hvalá, mynnir mig, er sko ekki með kortið hjá mér, strákar þið verðið bara að leiðrétta mig. Stoppuðum þar og ákváðum að rölta þaðan inn í Eyvindarfjörð, sem er næsti fjörður. Það var frábært, en eins og ég sagði í upphafi dró ég nú soldið úr hraðanum á strákunum, en hvað um það. Þetta var frábært. Var reyndar orðin soldið þreitt þegar við komum þangað, en ég lifði þetta af, ekki eins og þetta hafi verið rosalegt, ég bara í MASSA lélegu formi, verð að taka mig á. Nema hvað að þarna var SVO mikið mý að það var að gera okkur brjáluð. EFtir að við vorum búin að tjalda og ég búin að fara í fótabað og strákarnir að ná í vatn ákváðum við eginlega bara að borða kvöldmat þarna og snúa svo bara við. Svo labbið með allan farangurinn var svona frekar til enskis, en sjadda mar, þetta var frábært. Fórum yfir fjallið til baka sem tók MUN styttri tíma og var rosa gaman, útsýni og svona. SVo við gengum fjöru og fjall. Þetta var meiriháttar, ég var svo ánægð með þetta. Keyrðum til baka að Laugarhóli og sváfum aðra nótt þar. Ætluðum reyndar í Laugina við Gjögur, en nei fólkið sem við spurðum til vegar hjá vildi ekki segja okkur hvar laugin er, fúlt fólk maður !!! Við leytuðum smá, en fundum ekkert, svo við fórum bara sveitt og skítug að sofa, fregar ógeðsleg lykt í tjaldinu. En svona er þetta. Svo um morgunin var farið í laugina að Laugarhóli, sem er fín, heiti potturinn er MJÖG lítill, bara pláss fyrir einn svona til að hafa það notalegt. En eftir það fórum við að Hólmavík og skoðuðum galdra safnið, sem er mjög skemtilegt, þar hitti ég Björk sem var skálavörður árið á undan mér upp í Laugum, það var gamann, hún benti okkur á að bíða aðeins lengur og sjá þegar draugur væri kveðin niður, svo já nú kann ég það, svona næstum því, heemmm...
Tókst það samt ekki almennilega nótina sem ég kom heim, er viss um að það hafi verið draugur að bögga mig, en var svo þreitt að ég nenti ekki að gera neitt í því.
En semsagt, frábært ferð, ég ROSA ánægð með að komast burt úr menguninni, strákarnir góðir. Svo ég er ánægð.
Úfff. þetta er orðið heldur mikið, enginn á eftir að nenna að lesa þetta. En varð bara að skrifa þetta.
ps. við bjuggum til nýjan texta við gekk ég yfir sjó og land = Keyrði ég yfir sjó og land. Snilldar lag, kanski heyrið þið það einvhertíma í útvarpinu, sjáum til.
en hafið það gott.
Kv Þóra

SKEMTILEGT Vinirnir
 • MYNDIR
 • Hilla
 • María
 • Biggi
 • Bryndís
 • Nonni
 • Árni Jökull
 • Mikki danski
 • Eyrún
 • Andri
 • Helga Bára frá Suður höfum
 • Kúbukrakkar
 • Grjótið
 • Bogi í Oz
 • Dísella
 • DísaJóna
 • Guggabogg
 • gunnspito
 • Sólrún
 • Gambía
 • Daníel Árni :)
 • Íslendingur í Mósambík
 • Gerum eitthvað gott
 • Kristín Arna litla frænkan mín :)
 • Ása og Ármann í BNA
 • Guðný frænka
 • Einar Smári Orrason :)
 • Mella sæta
 • Harpa
 • Elín
 • Sigga víðis
 • Sibba
 • 79 Hólmarar
 • Viddi brjál
 • Halla Sif
 • Rauði kross Íslands
 • Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands
 • Á flótta
 • Flóttamannahjálp Sameinuðuþjóðanna
 • Útivera
 • Rosaleg saga :)
 • Free Photo Albums from Bravenet.com Free Photo Albums from Bravenet.com

  Powered by Blogger