selavi

Jábbs, svona er lífið

föstudagur, maí 28, 2004

Massa lélega maður, var búin að hlakka til að fara á Bítlana í gær, svo bara var ég heima að glápa á kassann, ekkert skemtilegt og bara stein sofnaði. Svo það var nú ekki mikið úr Bítlunum, ég sem var farin að hlakka til að heyra California dreaming, jamm nú hugsa margir, BÍDDDU !!! Það er ekki Bítla lag :) Neibbs, það er svona auka lag, reyndar eru þeir hættir að spila bara Bítla lög. En nó um það, er farinn að gera eithvað að viti.
Góða helgi, mín verður það bókað, Stangarholt, Partý og svona gamann gamann og Skyndihjálp, má ekki gleyma henni ;)

fimmtudagur, maí 27, 2004

Ekki að standa mig

Úff, ég er sko ekki nó og dugleg að fara út að hlaupa, þrátt fyrir að hafa hitt kanínu og að hún hafi sagt mér að það sé tiltölulega safe að hlaupa í öskuhlíðinni. Það er reyndar rigning núna svo ég held ég fari ferkar og sptikli inni. Þar eru heldur engar brjálaðar kanínur.

Annars var ég bara að spóka mig í dag, fór í atvinnuviðtal, og svona, og svo undirbúa Þórsmörk. Svo fórum við Unnur og sóttum utanlandsfarann hana Hillu og spókuðum okkur, röltum í bænum, það var svona útlanda stemning, við gengum á miðri götunni og svona, það er nenfilega merkilegt að þegar ég er í útlöndum, þá labba ég alltaf á miðri götunni, nema kanski á svona hi ways. Fáránlegt!!
En við röltum um grjótaþorpið, það eru svoooo sæt hús þar, ætli það séu einhverjar brjálaðr kanínur þar, nei bókað ekki, þar eru smat örugglega genabreittir kettir, sem hafa drukkið of mikið piss sem er áfengismengað.

jæja best að fara að taka til.

ps. Bítla tónleikar í kvöld, jibbý !!!!!

mánudagur, maí 24, 2004

Þá er helgina að baki, það er ágætt, var á aðalfundi RKÍ, þar voru skemtilegar umræður um lagabreitingar, góðar og málefnalegar, nema kanski fundarstjórinn, hann var ómálefnalegur, já núna hugsa flestir, en fundarstjóri er bara fundarstjóri, hann tekur oftast ekki þátt ú umræðum, neibbs, hann gerði það hér, og stóð sig ekki vel. En nó um það.
Þið samt öll sem voruð, takk fyrir skemtilega helgi. :)

Annars fór ég á FRÁBÆRA tónleika í gær, hún María mín, eða hans Helga ;) var með burtfarartónleika við söngskólan, og VÁ, hún er sko alger snillingur, ég sat og táraðist og táraðist. Það geyslar líka svo af henni, hún gefur svo svakalega af sér að það er ekki hægt annað en að gráta. hún söng eins og engill. Verð að minnast líka á áttunda stigsprófið í fyrra, þá var hún KAS ólétt, bara alveg að fara að eiga, og söng eins og engill, held ég hafi aldrey verið við eins flotta tónleika og þá, þegar hún var ólétt. Óléttar konur eru náttúrulega bara ofsalgea fallegar, og svo þegar þær syngja eins og englar líka, þá bara veit maður ekki hvertmaður ætlar. Það er ekki hægt að lýsa þessu.
En ég á eftir að sakna hennar og Helga, þau eru að fara til Glasgow í haust, hún fékk FRÁBÆRAN styrk. Til hamingju María, þú ert snillingur.

miðvikudagur, maí 19, 2004

Jæja, ég skellti mér auðvita niður á Austurvöll í hádeginu, maður má ekki láta sitt eftir liggja. Það var soldið kalt, en það skiptir ekki máli. Það sem máli skiptir er að þarna var fullt af fólki til að mótmæla vinnuaðferðum og ákvörðunum þingmanna og ráðamanna. Við fengum rauð spjöld, og fótbolta flautur og svo var flautað og veifað á fullu. Löggan veitti leyfi til að halda þennan fund, en leifði ekki hljómkerfi, svo þeir sem töluðu þurftu að tala í kjallarhorn, frekar ömurlegt, veit að það var fullt af fólki aftast sem heyrði ekkert. ÉG tróð mér framarlega til að heyra og veifaði og flautaði á fullu. Sían skrifuðum við nöfn þeirra sem við vildum gefa rauða spjaldið og létum þau við inganginn á Alþingi. Massa sniðugt. Ég ákvað að skrifa 3. í stað einns, þar sem þeir eru þrír sem hafa verið að taka FÁRÁNlEGAR ákvarðanir í mörgum málum, Írak stríðið, útlendingafrumvarpið, fjölmiðlafrumvarpið, hálendi Íslands og svo mætti lengi telja, örirkjar. Ég gaf Dabba, Dóra og Bjössa rautt spjald og er hreikin af því. Vona að þetta hafi einhver áhrif.
VIÐ VILJUM LÝÐRÆÐI !!!!!!!
Kveðja Þóra

mánudagur, maí 17, 2004

Jæja þá er maður loksins búin í prófunum, skilaði heimaprófinu mínu inn í morgunn. úff!!! Þetta var samt allt örðuvísi heimapróf en ég hef farið í, 2 stórar ritgerðir. en vona að ég hafi gert eithvað rétt ;)

En núna er bara blóm í haga og sól og sumar, er að fara að vinna fullt í vikunni, fyrir Hillu, kenna skyndó, og svo er undirbúningur fyrir Þórsmörk að fara á fullt. Gamann gamann!!!
Þarf samt að fara á stúfana með vinnu eftir júlí, ég hlít að fá eithvað, trúi ekki öðru, maður verður aðv era bjartsýnn.
jæja best að fara að gera eithvað annað en að læra.
Kveðja Þóra ;)

föstudagur, maí 14, 2004

Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag, hún á afmæli hún María, hún á afmæli í dag. Elsku María til haminjgu með daginn. Hafðu það gott þarna í bananveldinu hanns Bush.
Knús Þóra :)

mánudagur, maí 10, 2004

Fyndið, núna er ég í prófum í hvað 19. skipti eða eithvað, og ég í raun að komast að því í fyrsta skiptið núna að heimurinn stoppar ekki þegar ég er í prófum. Æ mér finst ein og ég geti bara stoppað í því sem ég er að gera og svo byrjað aftur þar sem frá var horfið þegar ég er búinn í prófunum. En nei, hinir halda áfram og ég þarf að taka þátt í þessu meira núna, þessvegna er ég að átta mig á þessu. :)
Mamma og pabbi eru alltaf rosa góð við mig þegar ég er í prófum, slepp við að elda eins mikið og taka til og svona, fæ bara að læra í friði og svona. En núna er einhvernveginn margt í gangi, og ég hef ekki getað setið og lært bara eins og venjulega. Magnað. Þetta er samt ágætt, vegna þessað vonandi eftir ár þá verð ég í þeim hópi sem er ekki að átta sig á því að það séu próf, og ég megi ekki kalla á fund með þeim sem eru í prófum, en ætla samt ða taka tillit til þeirra ef ég lendi í þannig stöðu ;)
En það er nú ólíklegt.
en jæja best að hætta að sausa, finst þetta bara svo áhugavert :)
Lifið heil :)

Úff, hvað ég þoli ekki Þjóðarbókhlöðuna, ég veit ekki afhverju, en ég bara fæ alltaf hausverk þegar ég labbaþarna inn og svitna og bara lýður ylla. Ég held að það sé vegna þess að þarna er kjörhitastig og loftslag fyrir bækur en ekki fólk. Ógeðslega þurrt og ógeðslegt loft. Svo það er ekki skrítið að mér lýði ylla. Þar sem ég fæ í augun þegar ég labba stundum heim í stilltu veðri út af mengunn og ógeði.
En held að ég þurfi ekki að fara meira upp á bókhlöðu, vona allavega ekki. Jú ætli ég þurfi ekki að prenta út prófið mitt. Æ fock, þarf auðvita að skila bókunum sem ég fékk þar ;)
En jæja best að fara að lesa, eitt próf eftir, og það er heimapróf, þank god.
Lifið heil.

sunnudagur, maí 09, 2004

Ég verð að segja að ég ber virðingu fyrir einstæðum foreldrum, við erum búinn að hafa eina 3. ára hjá okkur um helgina og við erum 3. Reyndar ég í prófum, mamma lasinn og pabbi að vinna. En þetta reddaðist allt samann og við erum búinn að hafa það rosa notó. horfa oft á Nemó og svona.

En annars hef ég verið frekar lélegt í öllu öðru en að læra og Rauða krossast, það er margt í gangi þar, en það vonandi reddast allt.
En jæja best að hætta þessu rugli.
Hafið það gott.
kveðja Þóra

miðvikudagur, maí 05, 2004

Vá hvað mig langar til Grænlands, er búinn að vera að skoða myndir á síðu hjá
 • Ultima Thule
  Geðveikar myndir.
  Langar ekkert smá að vinna hjá þeim, var að sækja um er massa pirruð út í sjálfa mig að hafa klikkað svona feitt á því að sækja um. Þóra þöngulhaus.
  En vona að þeir sem ég þekki þarna gefi ég góða umsögn :) Ég tók allavega alltaf vel á móti þeim þegar þeir komu upp í Laugar eða Mörk. Svo ég vona bara að farmkvæmda stjórinn spyrji þá um mig :)
  En jæja best að fara að læra.
  Kveðja þóra

 • mánudagur, maí 03, 2004

  Shitt !!! Var að leggja North Face jakkann minn að veði í veðmáli, er reyndar ekkert rosalega hrædd um að eg þurfi að gefa hann frá mér. En samt, meður veit aldrey!!!
  Þannig er það nú að ég gerði veðmál við vinkou mína að ef ég myndi gifta mig á undann henni þá myndi ég gefa henni jakkann. Það eru nú ekki mikklar líkur á því, þar sem hún á kærasta og búinn að eiga lengi, en ekki ég, svo ég hef engar áhyggjur.
  Er bara þokkalega feginn að eiga ekki Land Rover því þá hefði ég örugglega lagt hann að veði. Ég meina, hvað veit ég hvort einhver ( Colinn ) komi og biðji mín í kvöld. Eins gott allavega að hann sé ríkur, því hann þarf þá að kaupa nýjann North Face jakka handa mér :)
  ps. eða kanski bara Land Rover ;)
  Kveðja Þóra

  Ég var á rosa skemtielgum tónleikum í gær, vortónleikar Kvennakórs Reykjavíkur, mamma er sko í kórnum ;)
  En þeir voru nú bara rosa fínir, svo nú er sumarið officaly komið, því vortónleikarnir eru búnir. Ég er vön að sitja undir fögrum kvenna röddum sveitt af samviskubiti yfir að vera ekki að læra. En núna var ég nú bara ekki með neitt samviskubit, fer ekki í próf fyrr en á laugardaginn næsta svo engar áhyggjur. En fyrir hlé voru skemtileg sænsk sumar lög svona róleg og næs. En eftir hlé var farið að poppa þetta aðeins upp, ég verð að segja að mér finst alltaf jafn skrítið að hlusta á kvennakór syngja popplög eins og "Mister postman" eða eithvað. En það voru þær að gera. Eins líka jasslagara og gospel. Nema hvað að þetta erum um 70 konur og af þeim eru 30 sem eru eins og þriðjastigs brunasár ( veit Sverrir stal þessu frá þér ;) ) En þær eru svo alvarlegar að það er hreint ömurlegt, ég er nú bara ð biðja um smá bros. Verð að segja að hún mamma var lang flottust, hún fílar sig massa vel. :)
  En hvað um það þá tók ég eftir því að fyrir hlé þá var fólkið mín meginn einhvernveginn alveg sofandi, en Unnar meginn, við Unnur vinkona mín sátum sitthvoru meginn við miðju, voru allir mikklu líflegri, fólk klappaði mikklu meira. Svo áttaði ég mig á því hvað væri að, ég er búinn að vera með eithvað í maganum, og var á útopnu þarna um kvöldið, held bara að ég hafi svæft hálfan salinn. Greyið kallinn sem sat við hliðina á mér. úff, úff úff!!!
  En mallin er búinn að jafna sig og enginn dó.
  Er farinn að læra.
  Kveðja Þóra

  sunnudagur, maí 02, 2004

  Mér var að detta í hug, mögnuð hugmyn í sakamála sögu er að hugsa um að tala við Arnald Indriðasson og selja honum hugmyndina.
  En hafið þið ekki tekið eftir stóru kassóttu holunum sem er í götunum núna ?? Það er allstaðar verið að gera við, eða að maður sér mismunandi lit á malbikinu vegna þessar. Það er allavega mikið verið að gera við mína götu. Og mér datt í hug, " A HA " fólkið sem er að gera þetta, gæti sko alveg komið líki fyrir í þessum holum. Eða einhver sem vildi losa sig við eitt slíkt, g´ti farið að næturlagi og grafið aðeins dýpra og komið því fyrir. Svo núna er ég viss um að í einhverri holunni er einhver sem aldrey hefur fundist, ég ætti kanski að tala við lögguna og láta þá vita ?? ;) Nei þeir vita það ábyggilega. En spurning með Arnald, það væri ráðlagt ;)
  Kanski er ég bara búinn að leysa Guðmundar og Geirfinns málið, hver veit. Ætli það séu verðalun í boði, nei ojí, villl ekki verðlaun fyrir eitvhað svona, kanski bara smá.
  En hafið það gott í dag, ég er farin að læra.
  Kveðja Þóra sem er hætt að hugsa um "lík"lega staði.

  laugardagur, maí 01, 2004

  Ríkistjórnin sökkar !!!!!!!! Hugsið ykkur að samþykkja útlendingafrumvarpið. Og maður getur ekkert gert mer í því núna. Búinn að skrifa undir og fara á málþing. Þá verður maður bara að fara á þing og breyta þessu eftir nokkur ár. Massa ömurlegt !!!!
  NIÐUR með ríkistjórnina!!!!!

  Kíkið á góða ræðu
  http://www.deiglan.com/andri/

  Kærleikur :)

  Þannig var það að amma mín og afi voru í mat um daginn, meðan afi var á fundi kom amma til okkar. Fudurinn hjá honum afa gamla dróst svolítið svo við ákváðum að byrja að borða án hanns, þar sem maturinn var til og allir orðnir svangir. Nema hvað að það voru akkúrat til 5 kjötsneiðar og við vorum 5. en það var fullt af meðlæti svo engin ætti að fara svangur frá borði. Nema hvað að hún amma mín sem er algert yndi, ákvað að fá sér bara hálfa kjöt sneið, því að hann afi væri sko bókað svangur þegar hann kæmi, því hann hafi ekkert borðað frá því um hádegið, við reyndum nú að segja henni að það væri til nó af mat. Síðan kemur afi og þá var bara boðið upp á mat á fundinum, enda í miðjum matra tíma. Nema hvað að þetta fynst mér bara algert æði, að gömlu hjónin hugsa svo vel hvort um annað. Ég fór að hugs ætli ég eigi eftir að gera svona, og hvort minn ( hugsanlega tilvonandi kall) myndi gera svona fyrir mig.
  Hvort hann Collinn minn myndi gera svona fyrir mig eftir 50 ár ?? ;)
  Þau eru reyndar alveg mögnuð amma mín og afi, þau fara meira út en ég, alltaf á tónleikum og fundum, baráttu fundum og hvað eina. Svona ætla ég að vera. bókað mál


  Ps. hitti litla sæta kanínu áðann í Öskjulhíðinni, og hún sagði mér að ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur af genabreittum eða efna breyttum kanínum, það væri búið að útrýma þeim öllum. Svo ég get hlaupið tiltölulega örugg í Öskjuhlíðinni.


  SKEMTILEGT Vinirnir
 • MYNDIR
 • Hilla
 • María
 • Biggi
 • Bryndís
 • Nonni
 • Árni Jökull
 • Mikki danski
 • Eyrún
 • Andri
 • Helga Bára frá Suður höfum
 • Kúbukrakkar
 • Grjótið
 • Bogi í Oz
 • Dísella
 • DísaJóna
 • Guggabogg
 • gunnspito
 • Sólrún
 • Gambía
 • Daníel Árni :)
 • Íslendingur í Mósambík
 • Gerum eitthvað gott
 • Kristín Arna litla frænkan mín :)
 • Ása og Ármann í BNA
 • Guðný frænka
 • Einar Smári Orrason :)
 • Mella sæta
 • Harpa
 • Elín
 • Sigga víðis
 • Sibba
 • 79 Hólmarar
 • Viddi brjál
 • Halla Sif
 • Rauði kross Íslands
 • Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands
 • Á flótta
 • Flóttamannahjálp Sameinuðuþjóðanna
 • Útivera
 • Rosaleg saga :)
 • Free Photo Albums from Bravenet.com Free Photo Albums from Bravenet.com

  Powered by Blogger