selavi

Jábbs, svona er lífið

mánudagur, ágúst 28, 2006

Já mikið rosalega er gaman að fá gesti

Já fékk gesti um helgina, rosa gaman. Atli og Anna Karen eru búin að vera á flakki um nágrannalönd Mós og komu loksins í heimsókn til mín ;)
En áður en ég segi ykkur frá því ætla ég að segja ykkur frá heimsóknum sem við Marta fórum í á föstudaginn.
Við byrjuðum á því að fara í eimsókn á elliheimli, þá stundina voru um 26 einstaklingar á heimilinu. Þetta er samt ekki eins og elliheimilin okkar heima á Íslandi, þar sem þetta er eginlega bara skamtíma heimili, reynt er að finna ættingja fólksins og koma þeim til ættingja sinna. En þau sem þarna eru núna, eiga ekki ættingja eða eru beitt ofbeldi heima fyrir.
En ég verð nú bara að segja að aðstaðan þar var hræðileg, og af þeim 3 stöðum sem við fórum á var hún verst þarna, mikill leki úr lögnum inni í baðherbergjunum, klósettin flest í ólagi. Vantaði rúm, þau sem voru fyrir voru bogin, beigð og brotin. Ískápurinn ónýtur, gasið að verða búið og þau vissu ekki hvað gerðist þegar það kláraðist. Vantaði hreinlætisafurðir og moskítónet. Og svo margt fleira. Því miður gleymdi ég mynnis kubbnum heima svo ég set myndir inn á morgun.
Næsti staður var fyrir þá sem hfa mist limi, þeir gátu komið og sótt um að fá gervilimi og sjúkraþjálfun og fleira. Þetta var mjög fínt, reyndar vantaði hitt og þetta. Það sem mér þótti samt mikilvægast kanski var að þeir sem missa limi í dag eru þeir sem missa þá vegna slysa, sýkinga og sykursíkis og þeir vita ekki af þessum stað, þess vegna eru ekki margir sem nota hann, og þeir sem gera það eru einstaklingar sem mistu limi í stríðinu vegna jarðsprengna eða einhvers annars. En það er gott að þeir nota sér þetta, hittum mann sem lifði á bótum frá hernum þar sem hann steig á jarðsprengju meðan á stríðinu stóð.
Síðasti var barnaheimili sem er fyrir heimilislaus börn. 0-5 ára. Heimilið er fyrir 50 börn en nú þegar eru rúmlega 60. Og ekki er til þurrmjólk fyrir yngstu börnin. það var nú samt magnað að þegar við komum þá var alveg þögn, ég var viss um að börnin væru einhverstaðar annarstaðar. Nei þau voru öll sofandi, og þið sjáið á myndunum að þau eru nær flest öll sofandi.
Margt vantaði þar einnig. Það er margt hægt að gera og verður gert.
Úr söfnunninni sem systir og frænka Mörtu stóðu fyrir söfnuðust rúmlega ein milljón. Já það er sko hægt að gera MARGT við hana hér í Mósambík.
Það verður nó að gera hjá okkur Mörtu.
En þetta er orðin slatta langur pistill held ég segi frá heimsókninni bara á morgun.
Er farin að lesa.
Knús og kram
Þóra :)

föstudagur, ágúst 25, 2006

að keyra vinstra megin

Já ég verð að segja að það hafi vanist nokkuð fljótt að keyra vinstra megin, reyndar tók svolítið tíma að setja rúðu þurkurnar ekki af stað þegar ég var að gefa stefnuljós, því það er líka vitlausu megin. Það er allt vitlausu megin. ;)
En málið er að ég var að keyra í fyrsta skipti í rigninu í dag, jebbs það ringdi fyrsta fösutdaginn minn fyrir 8 vikum og svo núna.
En þó svo ég sé orðin nokkuð góð í þessu með að gefa stefnuljós en ekki kveikja á rúðu þurkunum fór allt í kerfi í morgun. vegna þess að ég kveikti alltaf bara á stefnuljósunum. HAHAHA
NÖRD !!!!!
Svo sat ég og veinaði úr hlátri í bílnum. Já maður er vanafastur. Sjáum til hvernig gengur að kveikja á rúðuþurkunum á eftir, reyndar sýnist mér ég varla þurfa þess það er að stytta upp.
en er að fara í heimsóknir. bæjó spæjó.

fimmtudagur, ágúst 24, 2006

lítið að frétta

Jebbs af mér er bara lítið að frétta, lífið gengur sinn vana gang, vinna, portúgalska, svo er ég reyndar búin að vera að leika hjúkku, srauta samstarfsfélaga minn í mallakútinn á hverjum degi núna. Hann var að koma úr aðgerð og nær ekki að gera þetta sjálfur.
Er að fara ásamt Mörtu í heimóknir á nokkur heimili á morgun ásamt Kvennamálaráðnueytinu hér í Mapútó borg. Það á eftir að vera áhugavert, segi frá því á morgun, ætla að taka myndavélina með svo vonandi koma inn nýjar myndir fljótlega. En svo er náttlega að koma helgi og bókað verða teknar fleyri myndir þessa helgina miðað við síðustu helgi.
Á von á gestum á morgun sem verða fram á mánudag, það er gaman.
Var annars að skoða störnuspánna mína á mbl.is, fyndið, les hana alltaf af og til n gleymi alltaf hvað hún á vel við mig ;)
tékkið á þesu.
en ble ...

miðvikudagur, ágúst 23, 2006

Úr Mogganum 23. ágúst 2006

Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaðurinn skapar sér sess sem hið
opinbera merki ferðaþrárinnar. Þú lagðir
af stað fyrir löngu og ert enn á ferðinni.
Þú færð að upplifa alls kyns fallega
staði ef þú hlýðir kölluninni.


Himm........
Nokkuð gott hjá þeim verð ég að segja ;)
Hver ætli sé á vaktinni núna ?

mánudagur, ágúst 21, 2006

Helgin búin, vinnu vika tekur við

Jábbs, helgin bara búin, þessi heldi var nú bara rólegheit, reyndar lítið sofið þar sem einhverjar framkvæmdir eru í húsinu sem ég bý í og það er ekkert verið að taka tillit til sofandi fólks um nætur, nei nei það er bara sagað og borað allar nætur, og svo segja Mósambíkanar bara að þetta sé frjálst land það má gera það sem maður vill. Oh, massa pirrandi, svo ég er hér með hausverk af þreytu, er að spá í að prufa að sofa í sófanum í nótt, hef það á tilfinigunni að mestu lætin séu í mínu svefnherbergi.
Planið var að skoða eithvað nýtt, en vitiði að ég skoðaði ekkert nýtt um helgina, massa löt. fór bara í búðina og svo að hlaupa þar sem flotta útsýnið er.
Jebbs það er nú allt í lagi að taka smá róliheita helgi.
Nó verður að gera á næstunni, jebbs, fæ gesti næstu helgi, vei vei. Og svo reyndar ekkert planað þar næstu, veit ekki hvað þau verða lengi svo getur verið að þau verði ennþá. Þá kanski fær maður þau í Kruger eða eithvað.
En svo vikuna eftir, eða 5-13 sept fer ég til Armeníu, vei vei vei. Jebbs, er að fara á Evrópuráðsfund, hlakka rosa til að hitta krakkana og svo er ég búin að vera að lesa mér smá til um Armeníu, Örkin hans Nóa á að hafa endað þar eða strandað. Ofsalega fallegt land það sem ég hef séð, hlakka mikið til, ákvað að vera svolítið lengur þar sem maður fer nú ekki oft til Armeníu. Svo ég hlakka mikið til.
En jæja fara að vinna, nó að gera í þessari viku.
Hafið það gott.
Knús Þóra :)

laugardagur, ágúst 19, 2006

HAHAHAHA

Þóra situr við tölvuna sína, er að hlusta á rás 2 og lesa Moggann, já svona vita hvað er að gerast heima.
Staður: borðstofuborðið í íbúðinni í Mapútó.
Þóra er að hlusta á útsendingu frá Reykjavíkur maraþoni.
Útvarps konan er að taka viðtöl við hina ýmsu aðila, þáttakendur, áhorfendur og skipuleggjendur, í viðtalinu við skipuleggjandann segir útvarpskonan, að þau gæti ekki óskað sé betra veðurs, og hvað gerir Þóra, hún lýtur út um gluggann!!!!!!
Eins og áður hefur komið fram fyrir þá sem ekki vita þá sat Þóra við borðstofuborðið sitt í MAPÚTÓ !!!!!
En semsagt veðirið í Mapútó er líka voða gott, svo Þóra litla er að spá í að hendast út fljótlega :)
Þið sem tókuð þátt í RM. TÖFFARAR !!!
Ása og Ármann MESTU TÖFFARARNIR !!!!

föstudagur, ágúst 18, 2006

Gerum eitthvað gott - gerum það saman

Gerum eitthvað gott - gerum það saman

Eftir þessa söfnun mun mitt starf hefjast og það er að versla inn fyrir Mutanyana Weru.
Þið sem eruð ekki á Akureyri leggið inn á reikninginn:
Reikningsnúmer 162 05 268565 kt:1603713589

Netfang:gerumgott@gmail.com

Já gerum eitthvað gott og gerum það saman :)

miðvikudagur, ágúst 16, 2006

Húrra fyrir Náttúruverndarsamtökum Íslands og VG!!!!!

Allvarlegur galli á hönnun Kárahnjúkavirkjunar?- krafa um óháða rannsóknEftir að risastíflan Campos Novos<http://www.irn.org/programs/brazil_dams/index.php?id=archive/060628campos.html> í Brasilíu (202 metra há) eyðilagðist í júní s.l. skömmu eftirað hún var tekin í notkun vöknuðu spurningar um hvort eins gæti fariðfyrir Kárahnjúkavirkjun. Kárahnjúkastifla er grjóthleðslustífla með steyptri kápu líkt og CamposNovos. Komið hefur fram að slíkar stíflur leka meira en góðu hófigegnir. Fyrir utan stífluna í Campos Novos hafa tvær aðrar stíflur sömugerðar, ein í Brasilíu og hin i Suður Afríku lekið umtalsvert vegnasprungna í steypukápunni. Í ljósi þessa og alvarlegrar gagnrýni jarðfræðinga undanförnu vegnaskorts á jarðfræðilegum rannsóknum við undirbúning Kárahnjúkavirkjunarer það krafa Náttúruverndarsamtaka Íslands að fram fari óháð og gagnsærannsókn á þeirri áhættu sem tekin er með byggingu Kárahnjúkavirkjunar.Jarðfræðingar hafa staðfest að Kárahnjúkastífla er byggð á virkusprungusvæði og því var frá upphafi rík ástæða til að rannsaka ítarlegaalla áhættuþætti er lúta að stíflumannvirkjum svo hægt sé að fullyrða aðöryggi þeirra sem búa neðan þeirra sé á engan hátt ógnað. Það erennfremur krafa Nátturúrverndarsamtaka Íslands að ekki verði hleyptvatni á Hálslón fyrr en ítarleg rannsókn á þessum áhættuþáttum hefurfarið fram og óvéfengjanlegar niðurstöður liggja fyrir.Þegar er vitað að umtalsvert vatnsmagn mun leka undir stíflurKárahnjúkavirkjunar vegna sprungna í lónbotninum. Bætist við leki vegnasprungna í steypukápu Kárahnjúkastíflu er ljóst að arðsemivirkjunarinnar versnar enn og var hún þó ekki beysinn fyrir.Af ofangreindum ástæðum er algjör nauðsyn á að allir þættir málsinsverði gerði opinberir undanbragðalaust.
(tekið úr pósti frá Náttúruverndarsamtökunum, 16. 08. 2006)

þriðjudagur, ágúst 15, 2006

Nelspruit og Kruger

Já á föstudaginn síðasta lagði ég af stað ásamt Mörtu og Jóa til Suður Afríku. Við fórum eftir vinnu svo fljótlega kom myrkur svo ég sá nú ekki svo mikið af landslaginu en það sem ég sá fyrir myrkur lofaði MJÖG góðu. Það er eginlega merkilegt hvað Suður Afríka er allt annað land en Mósambík, Suður Afríka er mun vestrænni en nokkur tíma Mósambík og hvað þá Gambía. Þar er umferðin áreiðanleg, og þá meina ég að fólk fer eftir umferðarreglum, reyndar er hún hröð en samt sem áður gengur mjög greiðlega kanski annað en kösin hér í Mósambík. Reyndar gengur hún nú ótrúlega vel hér svona miðað við :)
Það sem mér þótti merkilegt var líka breyting á landslagi, eins og við vitum voru Landamærin teiknuð af Evrópubúum ekki var hugsað um ættbálka eða ættbálka svæði, bara þau svæði sem Bretar, Frakkar, Portúgalir og fleiri vildu. Sá hluti Suður Afríku sem ég sá var mjög svo hæðóttur og mikið um falleg fjöll og gróin svæði. Annað en flatlendið hér sunnan megin í Mósambík. Reyndar er Norðurhlutinn víst fjallendur. Þarf að fara þangað. Svo er líka munur á nýtingu lands, mun meiri hluti en nýttur til ræktunar en hér, en það má deila um hvort nýting til ræktunar sé endilega betri en hitt ;) Oft má bara láta svæði vera eins og þau eru :)
En svo er hægt að fara út í fátækt, svo spurning ef stærra landssvæði í Mósambík yrði ræktað væri þá hægt að koma í veg fyrir hungursneið og það má segja að frumþarfirnar eru alltaf ofan á. Fæði klæði og húsnæði. Tölum ekki meir um það.
En allavega við fórum á ofsalega sætan gisti stað rétt fyrir utan Nelspurit, fengum geggjaðan mat, smakkaði Antílópu, hún var svolítið sérstök en samt góð og svo fékk ég mér nautasteik dagin eftir sem var sko losttæti. NAMM.
En semsagt eins og sagt hefði verið frá fór ég í verslunarleiðangur. Jebbs, rosa moll í bænum og við Marta skelltum okkur í mollið. Það er ótrúelgt hvað verðlagið er lágt í Suður Afríku. Keypti mér höfuðljós á tæpan 3000 kall sem kostar svona 8 þúsund heima. Geggjó. Keypti svo svona smá nenni ekki í upptalningu, ásamt því að kaupa fullt af ódýrum mat.
Eftir allt búðar rápið fórum við Marta í bíó, já vei vei vei Ný mynd í þetta sinn. Miami Vice, verð að segja þeir eru nú ani myndó þessir drengir sem leika aðalhutverkin, reyndar er Colin Farel með ógislega hárgreiðslu, sé Steinunni í anda nálægt honum :)
Popp og allt. Massíft.
Svo var sunnudagurinn tekinn snemma og við skelltum okkur í Kruger sem er 20000 ferkílómetra friðland stút fullt af dýrum. Og ég sá fullt af dýrum og var sko þokkalega ánægð með daginn. Set inn myndir. Við Marta lentum inn í Buffalóa hjörð og Sebrahesta hjörð sáum fílahjörð leita að vatni mjög nálægt, fullt af gíröfum, króudíla, flóðhesta flatmagandi á bökkum ánna. Antílópur, villisvín, og hina ýsmu gerðir af fuglum. Þetta var hreint út sagt geggjað.
Ég á reyndar eftir að fá myndirnar hennar Mörtu sem ég set inn líka, þar sem mín digital er ekki með súmmi og við fórum óvænt þangað þá var ég ekki með hina myndavélina svo næst já það verður sko næst þá tek ég hina súm vélina með og skal sko drita niður fimum :)
jæja set punktinn hér, nennir enginn að lesa svona langt.
Kíkið endilega á myndirnar.
Knús Þóra :)

You Are 64% Open Minded
You are a very open minded person, but you're also well grounded.Tolerant and flexible, you appreciate most lifestyles and viewpoints.But you also know where you stand firm, and you can draw that line.You're open to considering every possibility - but in the end, you stand true to yourself.
How Open Minded Are You?

já lyklarnir að hjarta mínu :) ps. myndir og smá blogg af farðinni síðustu helgi komin inn í dag :)

The Keys to Your Heart
You are attracted to good manners and elegance.
In love, you feel the most alive when things are straight-forward, and you're told that you're loved.
You'd like to your lover to think you are optimistic and happy.
You would be forced to break up with someone who was insecure and in constant need of reassurance.
Your ideal relationship is lasting. You want a relationship that looks to the future... one you can grow with.
Your risk of cheating is low. Even if you're tempted, you'd try hard not to do it.
You think of marriage something you've always wanted... though you haven't really thought about it.
In this moment, you think of love as something you thirst for. You'll do anything for love, but you won't fall for it easily.

miðvikudagur, ágúst 09, 2006

Tíminn líður hratt

Já það er sko satt, búin að vera hér í Mósambík í 6 vikur. Ótrúlegt segi ég.
En í þessar 6 vikur hef ég haldið mig innan landamæranna en nú er kominn tími á að fara til Suður Afríku, jábbs á föstudaginn fer ég með Jóa Páls til Nelspruit. Planið er að kenna mér á landamærin svo næst þegar mig langar að fara þangað get ég bara hendst upp í bíl og farið. Gott að fara með einhverjum fyrst.
Svo ég ætla að skoða Nelspruit og versla ;) Þar er víst fínt moll, og ég ætla að skoða höfuðljós og web cameru og margt margt fleira :) Fara í bíó og sjá nýja mynd ekki einhverja ELD gamla ;)
Svo er víst rosa góður matur á staðnum þar sem við gistum, ekki það að hér er líka rosa góður matur, nema að ég er enginn sérstakur kokkur ;)
Það hefur gengið bara nokkuð vel að skoða Mapútó og ferðast til skiptis.
Setti annars nýjar myndir inn, reyndar sérst nýjasta myndaalbúmið ekki á forsíðunni, veit ekki alveg afhverju. En það þarf bara að klikka á "albúmin mín" þar er Catembe.
Svo gengur bara vel í vinunni. Enda er samstarfsfólk minn ansi gott. Reyndar var veikindar dagur í dag, held að ég hafi smitað fólk hér um daginn. En vona að allir mæti á morgun og verði búnir að ná sér.
Er byrjuð í protúgölskunni og það gengur svona lala, er svolítið að rugla henni við Frönskuna, ber oft orðin fram með frönskum hreim :) haha. Ruglast líka alltaf á átta, segi alltaf huit, (franska, vitlaust skrifað) ístað oito sem er mikklu nær átta. Maður er klikk :) En þetta er gaman.
Vona að þið hafið það gott.
adeus
caio ;)
Kv Þóra :)

mánudagur, ágúst 07, 2006

helgin

hæ hæ, jábbs bara komin mánudagur og hann að verða búin. Já vá þetta lýður hratt.
en helgin mín var mjög fín. Var að lesa og svona á laugardaginn, spjallaði svo við hana Maríu á msn það var rosa gaman. Elska skype og msn.
Fór svo á hótel Avineda og hljóp smá og fór í sólbað ;) set in myndir á morgun af útsýninu af sprikklstaðnum. Það er geggjó, getið ímyndað ykkur hvað ég á erfitt með að halda mig á hlaupabrettinu, það er svo geggjó útsýni.
Fór svo ásamt Franklín og Jóunum, og fjölskyldunni hans Jóa P til Catembe sem er hinumegin við fjörðin, tekur svona 15 mín að fara yfir frá Mapútó með bát. Þarna var rosa fallegt, og Jói Þorsteins sem kom þarna síðast fyrir svona 10 árum sagði að mikið hefði breist þarna. Set inn myndir á morgun. Gleymdi minnislyklinum heima í dag.
Er svo farin að skoða ferðir til að skoða Viktoríu fossa, geggjó !!!!
En hef það annars voða gott.
Vona allir komi vel út úr Verslunnarmannahelginni.
ER farin að horfa á House.
Knús og kram
Þóra :)

Góð grein

Áhugaverð grein, tekin af vef RKÍ.
Greinin birtist í Morgunblaðinu 1. ágúst 2006. Brjánn Jónasson er blaðamaður

Ísland beiti sér í mannúðarmálum
ÍSLAND ætti að beita sér fyrir aukinni áherslu á mannúðarmál innan öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, nái landið kjöri til tveggja ára tímabundinnar setu í ráðinu á árunum 2009-2010, að sögn eins áheyrnarfulltrúa Rauða krossins innan ráðsins. Hann segir erfitt að meta hvort alþjóðasamfélagið sé að gera nóg í málefnum Líbanons, en vopnahlé verði að koma til svo Rauði krossinn og aðrir geti sinnt mannúðarstörfum á svæðinu. Michael Schulz hefur fylgst náið með störfum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna undanfarið ár, en hann er fulltrúi í sendinefnd Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans í New York, sendur á vegum Rauða kross Íslands. Hann hefur verið áheyrnarfulltrúi í öryggisráðinu fyrir hönd nefndarinnar. „Ég held að alþjóðasamfélagið vilji gera meira í málefnum Líbanons en gert er í dag, en spurningin er hvernig það er hægt við þær aðstæður sem uppi eru. Þetta er alltaf spurning um aðgengi. Við verðum að fá aðgengi að fórnarlömbunum og þau að okkur, og í augnablikinu er þetta ekki tryggt. Það eru einhverjar leiðir til að veita mannúðaraðstoð, en það sem raunverulega þarf til er vopnahlé milli stríðandi aðila til að hægt sé að hjálpa þúsundum saklausra borgara að komast frá átakasvæðinu," segir Schulz. Hann segir margar ástæður geta verið fyrir því að fólk hafi enn ekki getað komið sér burtu frá átakasvæðunum. Fólk sé augljóslega tregt til að yfirgefa heimili sín og skilja aleiguna og framfærslumöguleika eftir. Sumir kjósi að vera um kyrrt, aðrir hafi ekki möguleika á að koma sér í burtu. „Eins og staðan er í dag er ekki mögulegt að skipuleggja stórfellda fólksflutninga burtu frá átakasvæðunum, til þess þarf vopnahlé," segir Schulz. „Okkar verkefni er að veita neyðaraðstoð, í Líbanon hefur orðið gríðarleg eyðilegging og um ein milljón manns hefur þurft að yfirgefa heimili sín. Þetta fólk þarf einhvers staðar að vera og nú þegar búið er að leggja stóran hluta innviða samfélagsins í rúst verður að bregðast við. Fólk þarf vatn, mat, hreinlætisaðstöðu og læknisaðstoð," segir Schulz. „Eftir átök undanfarinna ára og áratuga í Líbanon hafa líbönsk stjórnvöld ekki möguleika á að takast á við þessar hörmungar og verða því að reiða sig á aðstoð hjálparstofnana. Fyrst neyðaraðstoð, en svo aðstoð við uppbyggingu, og jafnvel þróunaraðstoð í kjölfarið." Í dag vinna bæði Alþjóðaráð Rauða krossins og Rauði krossinn í Líbanon að hjálparstarfi við mjög erfið skilyrði í Líbanon. Þar starfa teymi sjúkraflutningamanna og heilbrigðisstarfsfólks Rauða krossins allan sólarhringinn við að flytja særða á sjúkrahús. Rauði krossinn í Líbanon rekur 50 heilsugæslustöðvar og tugi sjúkrabíla og hafa þúsundir sjálfboðaliða og starfsmanna lagt sig í lífshættu við að veita neyðaraðstoð, en bæði sjúkrabílar og bílalestir með vistir á vegum Rauða krossins hafa orðið fyrir árásum. Þrátt fyrir þetta hefur tekist að koma aðstoð til nauðstaddra og enn sem komið er hefur enginn starfsmaður eða sjálfboðaliði á vegum Rauða krossins látist eða slasast alvarlega í átökunum, að sögn Schulz. Mannúðarsjónarmið undir í öryggisráðinu Það er erfitt að meta hvort alþjóðasamfélagið geri nóg í því að þrýsta á stríðandi aðila í Líbanon til að fá þá til að fallast á vopnahlé, segir Schulz. „Stjórnmálamenn eru á ferð um Mið-Austurlönd og samningafundir fara fram bak við luktar dyr. Ég tel að almenningur skilji hvað er í húfi og beiti stjórnmálamenn þrýstingi. En eins og allir vita er erfitt að þrýsta á stjórnmálamenn, svo það á eftir að koma í ljós hvort öryggisráðið samþykki ályktun um málið í vikunni sem tryggi okkur fullt aðgengi að fólki í neyð." Schulz segir pólitík og hagsmuni aðildarríkjanna alltaf ráða miklu í starfi SÞ, og þar með í starfi öryggisráðsins. „Öryggisráðið fjallar fyrst og fremst um átök og öryggismál, og í því samhengi finnst mér mannúðarsjónarmiðum ekki gert nægilega hátt undir höfði. Oft er öryggi gert hærra undir höfði en mannúðarsjónarmiðum, sem er eitthvað sem vonandi breytist ef gerðar verða umbætur á Sameinuðu þjóðunum á næstu árum." Ísland getur ekki vikist undan ábyrgð Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að bjóða landið fram til tímabundinnar setu í öryggisráðinu árin 2009 og 2010. Schulz fagnar því frumkvæði og segist afar vongóður um að landið nái kjöri í ráðið. Hann segist vonast til þess að Ísland, í samstarfi við Rauða krossinn, verði eitt þeirra ríkja sem auki áherslu öryggisráðsins á mannúðarmál. „Sem aðildarríki öryggisráðsins gæti Ísland vakið athygli á mannúðarmálum og þannig aukið sýnileika þessa málaflokks, sem skiptir gríðarlega miklu máli. Ísland hefur sterka stöðu til að vekja máls á því sem úrskeiðis fer í mannúðarmálum í heiminum," segir Schulz. Hann bendir á að íslensk stjórnvöld hafi starfað náið með Rauða krossi Íslands og tekið þátt í baráttu gegn alnæmi, auk þess sem þau hafi beitt sér fyrir mannréttindum, sér í lagi réttindum barna og kvenna. Schulz segist ekki sjá neinar neikvæðar hliðar á mögulegri setu Íslands í öryggisráðinu. „Jafnvel þó einhverjir sjái einhverja áhættu við setu í öryggisráðinu getur Ísland ekki vikið sér undan ábyrgðinni. Auðvitað þurfi landið að blanda sér í viðkvæm deilumál, en í sífellt minnkandi heimi sé slíkt óhjákvæmilegt. Ekki sé hægt að sitja á hliðarlínunni án þess að taka afstöðu til hnattrænna vandamála eins og stríðsátaka, fátæktar, flóttamannavanda o.fl.” Miklar vangaveltur eru þegar hafnar innan SÞ um mögulegan eftirmann Kofi Annan, sem hefur gegnt embætti framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1997, en síðara tímabili hans í embætti lýkur í lok árs 2006. Schulz segir það ekki eiga að skipta Rauða krossinn máli hvaða einstaklingur gegni embætti framkvæmdastjóra SÞ. Miklu skipti hins vegar hvernig takist til við umbreytingu á SÞ, öryggisráðinu o.fl., sem nú sé til skoðunar. „Maður verður að vera jákvæður, Sameinuðu þjóðirnar eru einu samtökin sem nær öll ríki heims eiga aðild að og við verðum að reiða okkur á þau til að vinna að friði, upprætingu fátæktar, upprætingu sjúkdóma eins og alnæmis og annarra stórra málefna sem snerta heiminn allan."

föstudagur, ágúst 04, 2006

Hver hefði trúað ?

Því að akkúrat einu ári eftir að ég hafi farið í fyrsta skipti til Afríku, semsagt fyrir ári síðan var ég á leiðinni til Gambíu, var búin að bíða eftir því í 10 ár að komast þangað. Búin að dreyma um Afríku í MÖRG ár.
væri ég hér að blogga frá Mapútó, Mósambík.
Ekki ég!!
Magnað, segi nú ekki annað.
En góða verslunarmannahelgi, farið varlega.
Knús Þóra :)

fimmtudagur, ágúst 03, 2006

Geggjó er að tala við Hillu

Jebbs headpóninn er komin í lag, vei vei, ég ger snillingur, tókst þetta alveg einni ;)
Reyndar er ég búin að vera heima í dag. Mætti í vinunna í morgun bara hress og reddý fyrir daginn, nema hvað sest niður logga mig inn í tölvuna og BÚM ég þarf að fara á klóið.
Og svo sat ég þar ansi lengi. Ætla ekki að vera með frekari lýsingar hér ;)
En er búin að vera fín núna í nokkra klukkutíma. Bara smá ómagi, en það reddast.
En planið um helgina er að fara tilCatembe sem er hinum megin við fjörðin við Mapútó. Svo kanski að sprikkla smá á sunnudaginn. Og liggja í sólbaði og skoða Mapútó, kanski fara á eithvað safn eða eithvað. Gott plan.
En vona að þið hafið það betra en ég.
Knús og kram
þóra ómagi :)

þriðjudagur, ágúst 01, 2006

Ásgeir til hamingju með afmælið

Jábbs hann Ásgeir á afmæli í dag. Orðin hund gamall !!!
Óska honum innilega til hamingju, er nú búin að bjalla í hann.
Vona að þið hafið haft það gott í góða veðrinu heima, var að horfa á fréttirnar og bara bongó blíða.
Hér var nú bara skýjað en massa rakt svitnaði eins og ég veit ekki hvað og loftkælingin biluð hjá mér. Nú fer að hitna meira og meira.
En jæja ætla að fara að lesa og sofa, eða kanski glápa á dvd, þar sem blessaða talvan er komin í gagnið, nema hvað að ég get ekki notað skypið ennþá, þar sem það heyrir enginn í mér :( Samt er ég komin með head sett. auglýsi því hér með eftir tölvu gúru sem getur sagt mér hvað er að þessari ban"#$ tölvu. Hvað er að mikrafóninum ??
En jæja knús frá Mapútó. :)

SKEMTILEGT Vinirnir
 • MYNDIR
 • Hilla
 • María
 • Biggi
 • Bryndís
 • Nonni
 • Árni Jökull
 • Mikki danski
 • Eyrún
 • Andri
 • Helga Bára frá Suður höfum
 • Kúbukrakkar
 • Grjótið
 • Bogi í Oz
 • Dísella
 • DísaJóna
 • Guggabogg
 • gunnspito
 • Sólrún
 • Gambía
 • Daníel Árni :)
 • Íslendingur í Mósambík
 • Gerum eitthvað gott
 • Kristín Arna litla frænkan mín :)
 • Ása og Ármann í BNA
 • Guðný frænka
 • Einar Smári Orrason :)
 • Mella sæta
 • Harpa
 • Elín
 • Sigga víðis
 • Sibba
 • 79 Hólmarar
 • Viddi brjál
 • Halla Sif
 • Rauði kross Íslands
 • Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands
 • Á flótta
 • Flóttamannahjálp Sameinuðuþjóðanna
 • Útivera
 • Rosaleg saga :)
 • Free Photo Albums from Bravenet.com Free Photo Albums from Bravenet.com

  Powered by Blogger