selavi

Jábbs, svona er lífið

miðvikudagur, mars 30, 2005

Ég vil byrja á því að lýsa yfir vanþóknun á Útlendingarstofnun, ég fór þangað í dag til að fá gamlar ársskýrslur, var búin að vera í sambandi við eina sem sagði mér bara að kíkja við ef mig vantaði þær. Svo býð ég endalaust lengi eftir því að ná tali af Afgreiðslu stelpur, og nei hún ætlar bara að láta mig fá ársk. frá 2003, og ég sagði nei hún er til á netinu mig vantar fyrir 2001, frá 1991, og skil alveg að ég myndi hugsanlega þurfa að koma aftur en nei, ekkert svoleiðis, ég fæ það svar að þær séu ekki þarna og ég fæ skírsluna frá 2002 sem er á netinu.
Jábbs, frekar lélegt, ekkert svona hei já, ekkert mál við getum verið með þetta á morgun eða í næstu viku, neibbs, og ég spurði hvort það væri hægt að nálgast þær á bókasöfnum, og gellan vissi það nú ekki og var ekkert að spyrja, svo er ég búin að leita á Þjóðarbókhlöðunni og finn ekkert, en ætla að prufa aftur í kvöld. Mér finst þetta lélegt, það eina sem ég á eftir og er bókað að þetta er til á bókasafni Dómsmálaráðuneytisins. eða ég vona það allavega.

En svona út í skemmtilegri hluti, þá fór ég í búð í dag, þegar ég er að borga stoppa 2 slökkvibílar fyrir framan búðina og einhverjir babú kallar koma inn, velti þessu nú ekki mikið fyrir mér, og þar sem búðin er við hliðina á videoleigunni þá rölti ég bara í hana þar sem ég þurfti að skila 24 fyrir m og p. Nema hvað að þegar ég er að rölta að bílnum og leitandi í töskunni af bíllyklunum og leita og leita en finn ekki neitt, kemur þá ekki einn babú kallinn á móti mér haldandi á lykklunum og " Þóra eru þetta ekki þínir? " Og ég bara ha, jú takk og brosti fallega, en skildi ekkert í því að maður hafi sagt Þóra. Ha vitlaus ég, ég var með mína lyklakippu og á henni stendur Þóra og skýringin á nafninu :)
Jebbs, stundum getur maður verið vitlaus. En ég vil þakka Babúkallinum fyrir að láta mig fá lyklana :)

sunnudagur, mars 27, 2005

Gleðilega páska

Jábbs, málsháttur þessara páska verður sá sem var í egginu hanns Bjössa frænda, hann var svona: Valsarar eru ágætir, en KRingar eru bestir. Jebbs, mér lýst vel á Nóa Síríus ;) hehehe
en vona að þið hafið haft það gott, ég er búin að því, pabbi og amma reyndar lasin, ekki gott.
Búin að komast að því að ef ég eignast kærasta þá mun ég ekki fara með hann í fjölskyldu boð, hann mun verða tekin á teppið og spurður hvort ég fari ekki hrikalega ylla með hann ;)
En er farin að hátta og ætla að leggjast yfir góða bók.
Kv Þóra :)

laugardagur, mars 26, 2005

Til hamingju með daginn Nonni

Jábbs, Nonni vinurminn á afmæli í dag, hann er orðin gamall ;) hehehe Nei nei ekkert svo. Þar sem ég verð svona gömul eftir 5 ár, en það er enn langt í það, him.... hvað ætli ég egi eftir að vera að gera eftir 5 ár. Það er stór spurning sem ég get ekki svarað, en get alveg látið mig dreyma, ég verð annað hvort að klára mastersnámið mitt eða ný búin og farin að vinna einhverstaðar þar sem mentun mín nýtist ;) Ég verð svona 10 kílóum léttari og með ljósara hár, því þar sem ég verð að læra verður meiri sól en er hér, svo hárið er aflitað vegna sólar. Svo mun ég halda fyrirlestur um það sem ég er að gera hjá félagi Landfræðinga og eins upp í Efstaleiti, því þeim finst að þau egi hlut í mér, sem er að vissu leiti alveg rétt.
Ég mun fara í matarboð á fimtudögum til Bínanna, þar sem við höldum enn í að heiðra fimtudaga og hlustum á Bítlana á disk.
En samt ég ætla ekki að vera að vinna hér, svo ég verð ekkert að halda fyrirlestra bara þegar ég kem heim í jólafríi og svona ;) hehehehe
Jábbs, það er stuttu í 5 ár. en samt nokkuð langt. Gaman af þessu.
En hafið það rosa gott á morgun, ég fer til ömmu þar sem familien mun borða saman. Ætli þetta verði ekki síðastakvöldmáltíðin á Álftanesinu þar sem amma er að fara að flytja. Ég myn nú sakkna hússins þeirra mikið, merkilegt, mig langar bara að kaupa það þegar ég verð ríkt, vonandi verð ég einhvertíma rík svo ég geti keypt það. en Árni er byrjaður aftur í sjónvarpinu, búin að fá á sig eitt sjálfsmark :( ekki gott, en hann er nú búin að standa sig vel blessaður. Good luck Árni Grautur.
Hafið það gott.
Kv þóra :)

föstudagur, mars 25, 2005

Árshátíð

Já ég fór á árshátíð á miðvikudaginn. Fyrr um dagin fór ég til að kaupa mér föt, já alltaf jafn snemma í því, endaði reyndar á því að kaupa mér mjög fínan kjól var alveg sátt við hann. Fór svo í klippingu til hennar Steinunnar snillings og hún gerði roslega mulan ruge greiðslu í mig, sem var frábær. Svo hittumst við stelpurnar og klæddum okkur og máluðum og svona, reyndar soldið seint, en það er orðin hef sem er kanski reyndar ekkert skemileg að við komum alltaf síðastar :)
Fengum rosa góðan mat, og þetta var mjög gaman, kanski heldur í fáir, en góðment. Öskubuska stendur alltaf fyrir sínu, enda mjög góðir leikara núna, segi nú ekki annað. Svo voru að sjálfsögðu hinar árlegu kostningar, ég vann daðrari ársins ásamt Bigga, satt best að segja kom það STÓRLEGA á óvart, superflört hefur greinilega haft mikið að segja ;) Svo bors ársins, já mitt fallega bros ;)
Svo var bara dansa, daðrað, og spjallað. Þetta var rosaleg gaman, "Ó"væntur gestur mætti og það var mjög gaman ;)
Kvöldið endaði svo heima hjá Árna bróður ásamt Maríu, Stebba og Dóra frænda.
Takk fyrir mjög skemtilegt kvöld.
Kv Þóra :)
ps. þetta var kvöld kjaftasagnanna :)

þriðjudagur, mars 22, 2005

Smá stress í gangi svona

Jebbs, ég er að fara að hitta Bs kennarann minn, og við ætlum að fara yfir þetta sem ég er komin með og svona hvert framhaldið verður. Held samt að þetta sé svona þokkalega í key, vantar reyndar betri tenginu við landfræðina, jábbs, er búin að vera of mikið í mannfræðinni að ég gleymi alveg þessari Landfræði. En fékk góða ábendinu um daginn svo það er gott.
Annars hef ég verið að hugsa svo mikið um þennan fund í dag að ég var næstum búin að kveikja í húsinu, var að hita mér núðlur og kveikti á viltausri hellu, og á hellunni sem ég kveikti á var pannan, og ég áttaði mig ekki lengi á því afhverju núðlurnar væru svona lengi að hitna, þar til lyktin fór að vera all ískiggileg. Þá var pannan orðin rauð og mér dauð brá. En reddaði þessu, thank god.
Svo er maður alltaf að hugsa um sumarið, hvar á ég að vinna, get hugsanlega fengið FÍ, en samt, svo er maður með umsóknir á nokkrum öðrum stöðum, sem verður bara að koma í ljós. Held meira að sega að ég sé búin að sækja um hjá Ultima Thule, var bara að muna það núna. En á ekki að vera að hugsa um sumarið núna, heldur blessaða ritgerðina. Verð að klára þetta mar.
Hilla: ég veit ekkert hvað er að linkunum, þeir eru þarna niðri einhverstaðar, veit ekki afhverju, kann ekki að laga það.
En annars, Fanný takk fyrir mig þann 20, og til hamingju með dagin, Hilla góða ferð á morgun og skemtun.
Kv Þóra :)

fimmtudagur, mars 17, 2005

dagurinn í dag

Hann var góður, jebbs, fékk mjög góð meðmæli frá Sigrúni framkvæmdarstjóra RKÍ, nokkuð ánægð mar. En þau eru fyrir Þróunarsamvinnustofnun. Fór sem sagt í dag og sótti meðmælin, námsárangur eða kanski óárangur við HÍ, og skellti svo umsókninni niur á skrifstofu ÞSSÍ. svo er bara að krossleggja fingur að ég verði ekki dæmd af einkunum heldur einhverju allt öðru ;)
En vá þvílíkt rok mar, er að fara að keyra brósa út á völl á morgun, hlakka ekki til.
En já eitt sem ég gerði í dag og það var að kjósa Rektor HÍ. Þó svo ég ætli aldrey aftur í nám við HÍ, kanski ekki að segja aldrey, kanski skelli ég mér í hjúkkuna seint og síðarmeir. þá notfærði ég mér minn rétt og kaus. Hvet alla hina til að gera það líka. Alltaf gaman að geta kosið :)
En hafið það gott.
Kv Þóra :)

miðvikudagur, mars 16, 2005

Búðaferð dauðans

Jábbs, búin að fara í allt of margar verslanir í dag, ef ég væri nú að tala um fataverslanir þá væri það nú örugglega skárra, reyndar er ég nú ekki sú besta í þeim verslunum heldur. En allavega fór í nammi leiðangur fyrir Ásu og Ármann, Lakkrís, salt lakkrís, og allskonar nammi. Endaði á því að fara í fulllllt af verslunum, því bónus selur víst ekki almennilegt útlenskt nammi, svo fór ég í kólus til að kaupa ódýrari lakkrís, og svo í Samkaup og svo og svo og svo. úff. Þar sem ég er búin að kaupa svoo mikið nammi að ég fékk í magan þá er ég núna að borða gulrætur.
Hef aldrey áður fengið í magan af nammi sem ég hef keypt en ekki borðað. Mögnuð tilfynning :)
En jæja læra læra. bókhlaðan er planið í kvöld.
Kv Þóra :)

þriðjudagur, mars 15, 2005

Ég er snillingur

Jábbs, segi nú ekki annað, fór í apótekið í dag, sá svona body spray á 500 kall og fann lykt sem mér fanst mjög góð svo ég ákvað að kaupa, svo í kvöld þegar ég var búin að sprikla þá ætla mín að vera vel lyktandi, nei, þá kemst ég að því að ég tók vitlausa flösku, eithvað með cotton and candy og það er ógeðsleg lykt af þessu og ég fattaði það ekki fyrr en ég var búin að spauta 1. sinni. og ég lykta YLLA. Langar eginlega bara aftur í sturtu. Jakk. Ef einhverjum finst þetta góð lykt þá endilega komið og sækið þetta :)
Kv Þóra

Herdís

Hún á afmæli í dag, til hamingju.
Og Árni brós, til hamingju með daginn á laugardaginn, og Gyða frænka á sunnudaginn og já Orri á föstudaginn eða fimtudaginn, man það ekki alveg, sorrý.
já annars var helgin fín og mest snilldin var afmælið hennar Herdísar, þar sem ég var í sing star næstum allt kvöldið. Massa fjör. Verð að prufa aftur ;)
Hitti líka Evu frá Sviss, það var rosa gaman, hún stoppaði hér á föstudagskvöldið á leið sinni til Grænlands þar sem hún ætlar að verða altmugligt kona. Bara snilld. Fór reyndar líka á Sirkus í fyrsta sinn á föstudaginn, það var MJÖG áhugavert, verð að fara þangað aftur, fullt af mögnuðu fólki. Svo fattaði ég líka að það er massa skemtileg tónlist á Kofa Tómasar frænda. Ætla bókað þangað aftur.
svo helgin mín var rosa góð. Takk fyrir mig :)

19.3.2005 - HÖFNUM STRÍÐI!

föstudagur, mars 11, 2005

Vá maður ætla ekki að legja spólu aftur hjá James Böndum

Dísus, nei ég ætla sko ekki að legja mér spólu aftur þar, málið er að ég tók 3 spólur þarna í janúar, og skilaði 1 degi of seint. Svo það kom skuld sem ég borgaði ekki strax, eins og maður gerir jú stundum, fer eftir fjárhag. En málið er núna var ég að fá póst frá James Böndum, þar sem þeir eru með intrum justita, sem er innheimtufyrirtæki.
Semsagt í bréfinu stendur:
" 1. Athygli yðar er vakin á að frestur til að gera athugasemnd við að ofangreindar upplýsingar verði skráðar á tilgreindalista eru tvær vikur frá dagsetningu þessa bréfs. 2. Þá er vakin athygliýðar á rétti til að fá rangar uppæýsingar leiðréttar og möguleika yðar á að bera ágrening í þeim efnum unfir tölvunefnd verði tilkynning þessari ekki sinnt innan ofangreinds frests mun krafan jafnframt sendd til lögfræði innheimtu, en slíkt mun hafa í för með sér stóraukin kostnað fyrir yður."
Já þetta er fyrir skitinn 1500 kall, ég ætla að borga enn kommon, hvað ef ég væri í útlöndum, og ég sæi þetta bréf ekki fyrr en seint og síðar meir, hvað gerist þá, þá er þetta komin í lögfræðing. Já, nú er 11. mars og ég tók þessar spólur 14. janúar 2005. Magnað maður, eins gott að borga alltaf sínar videoleigu skuldir strax.
Veit ekki hvað ykkur finst en mér finst þetta satt best að segja fyndið, en líka mjög áhugavert á ekki góðan hátt.
Nei aldrei mun ég versla aftur í James Böndum. Neibbs. ekki séns.

fimmtudagur, mars 10, 2005

Hehehehe, be afraid !!!

You Are Scary

Scary!

You even scare scary people sometimes!


miðvikudagur, mars 09, 2005

53 % kona

Your Brain is 53.33% Female, 46.67% MaleYour brain is a healthy mix of male and female

You are both sensitive and savvy

Rational and reasonable, you tend to keep level headed

But you also tend to wear your heart on your sleeve


mánudagur, mars 07, 2005

Fín helgi mar

já þetta var bara nokkuð góð helgi, reyndar var ég ekkert allt of spent að fara eins og kom fram hér á föstudaginn, en það rættist heldur betur úr þessu, enda skemtilegt fólk.
fórum sem sagt á föstudegi upp í Alviðru og ég var frekar þreitt svona, en tókum létta æfingu þá um kvöldið og ég lék bara sjúkling, lék ofurölva stelpu á mentaskólaballi sem vildi sko ekki láta hringja í foreldra sína. Var svona frekar leiðineg, við vorum að líkja eftir venjulegri vakt á menntaskólaballi, held að það hafi tekist nokkuð vel, þar til ein hurð var tekin af hjörunum, en það var nú ekkert rosalegt, ekkert mál að skella henni á aftur.
Svo var bara farið að sofa nokkuð snemma, sem var fínt því ég var eithvað voða þreitt og löt.
Laugardagurinn var fínn, góðar æfingar, góður matur, ég er grill master og Erla er master of öllu hinu sem var með matnum, sósa, sallat, leggja á borð, baunir, rauðkál og allt hitt. verð að segja finst alltaf svo fyndið þegar kallar segja verði ykkur svo að góðu þegar þeir eru búnir að vera að grila, það er minsti hlutin af því sem gert er, konan er búin að gera allt hitt og ætti því í raun að segja þetta. En svona eru stundum þessir kallar. Reyndar ekki pabbi minn.
en Stebbi og Dóri fræðndi kíktu í heimsókn, þar var rosa gamann, þeir ásamt Erlu fenguð að kynnast leyndum hæfileika mínum í að spá í spil. Við komust að lokum að því að allir munu einhvertíma giftast öllum og þetta verður heljarinnar sápuópera en þetta endaði samt allt vel ég endaði me mjög fallegum manni sem var ekki staddur þarna um helgina svo það er bara gott ;)
Svo fórum við í Morðingja, Pasta peppironi, eða Mafíu, sem er spila leikur, Vidda fanst hann hundleiðinlegur, mér finst hann nú fínn. Maður verður bara að vera með ýmyndunarafl. Þar sem ekki var tekið allt of vel í þetta var farið út í hlöðu, þar sem er snilldar róla, og við vorum að róla hve öðru og slökkva ljósið. massa fjör. svo var farið í draugaleik, allir að segja böö við alla, nema að Dóri frændi var í hvítum bol og sást mjög vel, svo Viddi sagði honum að drulla sér úr honum, svo næst þegar ljósin voru kveitk, þá var Dóri ber að ofan og ég hélt ég myndi pissa á mig af hlátri.
Farið allt of seint að sofa og vakknað allt of snemma á sunnudeginum.
sunnudagurinn fínn, hitti Fanný, Hillu og Unni smá..
Amma og Árni frændi og Árni bróðir komu í mat, læri aftur, verð að játa mig sigraða, pabbi er betri í þessu en ég. ( Með lengri reynslu) Lá svo í nýju náttfötunum og horfði á Collateral með Tom Cruse og sofnaði í sófanum :)
Fín helgi.
Takk fyrir helgina
kv Þóra :)

föstudagur, mars 04, 2005

Úff, þessi vika mun verða skyndihjáplar vikan mikkla þegar einhver skrifa ævisögu mína.
Shitt, segi ég nú bara.
Þau voru nú ekki nema svona 65 á miðvikudaginn, en nó og mikið var það. En allavega byrjaði að kenna á miðvikudaginn svo á fimmtudaginn og svo var ég að kenna í dag. Og þetta er ekki enn búið, helgin mun verða tileinkuð skyndihjálp, þar sem ég er núa á Laugarvegi 120 að bíða eftir að komast af stað, það er sko fullt af fólki uppi á 5 hæð en þar sem lyftan nær ekki þangað og ég er massa þreitt í fótunum nenni ég ekki að fara þangað :)
Svo já skyndihjálp í Alviðru um helgina, það verður samt örugglega gamann.
Góða helgi.
Kv Þóra skyndihjálpar gúrú dauðans allavega þessa vikuna ;)

miðvikudagur, mars 02, 2005

Á flottustu náttföt í heimi :) Takk skvísur, þau eru æði.

Ég á ekki til orð...

Hvað er málið, var að lesa þessa grein, hafði nú heyrt þetta áður, en trúði því ekki.
En er sammála Steingrími: "Og bætist það þá við hið sögulega framlag okkar til Afgana að flytja þangað skriðdreka. Mikið hlýtur þjóðinni að líða betur að vita af þessu framlagi sínu,“

Erða nú segi ég nú bara.
Hvenær hættir þetta, hvenær getur maður farið að vera stoltur af því að vera Íslendingur.

En í allt annað, Guðrún, sorrý, ég skammast mín nú bara.

SKEMTILEGT Vinirnir
 • MYNDIR
 • Hilla
 • María
 • Biggi
 • Bryndís
 • Nonni
 • Árni Jökull
 • Mikki danski
 • Eyrún
 • Andri
 • Helga Bára frá Suður höfum
 • Kúbukrakkar
 • Grjótið
 • Bogi í Oz
 • Dísella
 • DísaJóna
 • Guggabogg
 • gunnspito
 • Sólrún
 • Gambía
 • Daníel Árni :)
 • Íslendingur í Mósambík
 • Gerum eitthvað gott
 • Kristín Arna litla frænkan mín :)
 • Ása og Ármann í BNA
 • Guðný frænka
 • Einar Smári Orrason :)
 • Mella sæta
 • Harpa
 • Elín
 • Sigga víðis
 • Sibba
 • 79 Hólmarar
 • Viddi brjál
 • Halla Sif
 • Rauði kross Íslands
 • Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands
 • Á flótta
 • Flóttamannahjálp Sameinuðuþjóðanna
 • Útivera
 • Rosaleg saga :)
 • Free Photo Albums from Bravenet.com Free Photo Albums from Bravenet.com

  Powered by Blogger