selavi

Jábbs, svona er lífið

mánudagur, febrúar 28, 2005

Hvað getur maður gert ??

Ákvað að skilja eftir leiðilega hluta laugardagskvöldsins, en ákveð hér með að ræða það örlítið. Málið er að á leiðinni niður í bæ svona um 3 leytið keyrðum við framhjá kofaskripli upp í Grafarholti, þar var ljós, afhverju er ljós í kofaskrifli klukkan 3 að nóttu? eru einhverjir unglingar að drekka þarna eða hvað ??
Hugsanlega býr fólk þarna, útlendingar sem eru að vinna við byggingarframkvæmdir í Grafarholtinu. Tilhugsunin um að einhver búi þarna er hræðileg, svo ég fór að hugsa hvað get ég ert. Er hægt að komast að þessu og bæta kjör þessa fólks, eða væri þetta bara slæmt fyrir þessa einstaklinga, svo ég fór og hringdi nokkur símtöl. Fyrst í Félagsmálaráðuneitið svo í Vinnueftirlitið svo í heilbrigðiseftirlitið. Í heilbrigðiseftirlitinu var mér sagt að þau ætluðu að skoða málið og lofuðu mér því að þetta myndi ekki koma niður á íbúendunum ef einhverjir væru.
Svo ef e-h býr þarna þá vonandi fær hann betri vistarverur. En ég veit ekki hvað gerist næst. Kanski gerði ég yllt verra. Vona ekki. Ég bara gat ekki horft upp á þetta, það er skylda mín sem borgari að gera eithvað. Það tel ég.

sunnudagur, febrúar 27, 2005

Helgin að baki

jábbs, þá er helginni að ljúka, bara eftir að lesa smá og sofna.
Fín helgi, segi ekki annað. Á laugardaginn byrjaði ég á því að hitta stjórn RKÍ, það var fínt, þau tóku rosalega vel í það sem við vorum að tala um, sem er mjög gott. Síðan í stað þess að borða á Carpe diem, þá þurfti ég að fara að kenna heilbrigðisnemendum upp í Fá, gamla skólanum mínum. Það var nú soldið gaman að koma þar inn og sjá stúdenta myndina af sjálfri sér :)
Námskeiðið gekk svona líka vel, ég fékk að heyra að ég væri skýrmælt, það fanst mér snilld. Ekki alveg þekkt fyrir það, en greinilegt að það er að virka að passa sig, passa mig gífurlega mikið með þetta þegar ég er að kenna. Reyndar fékk ég líka að heyra að ég væri með hvella rödd, sem er að sjálfsögðu líka mjög rétt. ;)
En eftir það var haldið heim og ég setti upp sætuna, fór í nýja fína Malylin pilsið mitt, það sko fýkur lengst upp í vindi ;) og skellti mér í leikhús, Reykjavíkurdeild Rauða krossins var boðið í Borgarleikhúsið að sjá Segðu mér allt. Góður leikur, en ég veit ekki, kanski ekki alveg leikrit til að fara á á laugardagskvöldi. Þetta var rosalega átakaleg fjölskylda og svona. En lundinn léttist þegar haldið var heim til Nonna og ég hitti Nonna, Bryndísi, Stebba og Vidda. Viddi var á útopnu, massa fyndið. Svo var haldið á hverfis pöbbinn sem var mjög fyndinn. Þetta er sko hverfis pöbbinn í Grafarholtinu, hahaha. snilld. Síðan var haldið í bæjinn, hittum þar Steinunni og Unni og við skelltum okkur á 22, þar sem verið var að loka flest öllum öðrum stöðum. Og þar lenti ég í því í fyrsta sinn að stelpa reyndi við mig, massa fyndið, gekk upp að mér, strauk á mér kynnina og sagði " Þú ert rosa sæt" eða eithvað álíka, ég sagði pent takk og tók FAST utan um Nonna :) hahaha, takk Nonni. Svo lenti Viddi víst í einhverju álíka líka en tók því ekki eins vel og ég og endaði á því að fara út og við strákarnir á eftir. Fundum reyndar ekki drenginn, svo við héldum bara heim á leið.
Frábært kvöld.
síðan í dag sunnudag fórum við Unnur í bíó, skelltum okkur á Close með Jude Law, hann er svooo sætur, og reyndar hinn gaurinn líka, man ekki alveg hvað hann heitir, en allavega er hann sætur. Þetta var mjög áhugverð mynd, kom á óvart, góð sko, ekki þannig áhugaverð. Alltaf gamann að sjá Jude sko.
Svo endaði helginn má segja á snildinni, ég fór á Toscu með mömmu og Árna frænda, vá hvað það var gamann og flott. Það er eitt atriði sérstaklega þar sem ég var nú næstum komin með tárin í augun. úff, hann Ólafur Kjartann er snillingur og Elín Ósk var líka frábært og Jóhann Friðgeir. Hann byrjaði reyndar smá brösulega en svo kom þetta allt samann hjá honum.
Þetta var rosalegt, mæli með að allir fari að sjá Toscu, ef margir fara samann er hægt að fá hópafslátt. Snilld.
en jæja, góð vika framundann, hælisleytendur og Afríka verða megin þema vikunnar. Svo það er bara gott.
Hafið það gott.
kv Þóra :)

föstudagur, febrúar 25, 2005

Stelpan við hliðina á mér

já merkilegt, ég var í tíma áðan og við hliðina á mér sat stelpa, til að byrja með þá kom hún allt of seint í tíma, og ég hafði verið að bíða með að setja tölvuna mína í samband svo þegar hún kemur þá tekur hún upp tölvu og tekur innstunguna sem ég ætlaði að nota, djö mar, og talvan batteríslaus eftir 30 mín og 90 mín eftir að tímanum. En gat nú reddað því, sem var gott. En svo þegar hún er búin að sitja í svona 20 mín þá nær hún sér í tyggjó og fer að blása kúlur og sprengja á fullu, ég veit oftast nær fer þetta ekkert í pirrurnar mínar, en í dag þá var ég að verða geðveik á þessum spreinginum, það var eins og það væri stríðsárás við hliðnina á mér. ( Skil vel núna hvað mamma var að meina þegar við systurnar vorum að leika okkur með tyggjó hér í denn.)
En ekki nó með það þá í miðjum fyrirlestir fer hún að tala við strákinn við hliðina á sér og það ekkert lágt, eins og margir gera ( þ.a.m. ég ;) ) Og hún er mikið að spyrja hvenær er tíminn búinn og hvenær er pása, og ég held bara að allir í stofunni og næstu stofu hafi heyrt í henni.
Nú er ég nú ekki sú lágværasta og him... er þekkt líklega fyrir að tala í tímum, en það er meira svona að spyrja kennarann, og ef ég hef verið að tjá mig, þá hef ég skrifað miða, enda eru til ógrinni af athugasmedum á glósum síðastliðinna ára og miðum ;)
Fyndið samt svona, þetta er greinilega svona dagur hjá mér, enginn Rósa frænka í heimsókn eða neitt, bara pirringur. Jebbs, en er ekki pirruð núna, er bara að fara í IKEA með mömmu og svona og læra á eftir.
Já þetta er áhugavert. Segi nú ekki annað.
Kv Þóra sem er að pirrast yfir einvherju sem hún sjálf gerir. :)

miðvikudagur, febrúar 23, 2005

Jebb, maður á ekki að horfa á svona myndir

Var hjá Fanný áðan og við tókum The Note Book á leigu, hún er hreint út sagt æðisleg. Var reyndar búin að lesa bókina áður, en myndin er alveg jafn sæt.
Úff!! maður fer nú allt of mikið að hugsa eftir svona myndir, ekki gott ;)
Held að ég verði að horfa á Brigdet á morgunn til að losa mig við þessar hugsanir :)
Held að það sé planið.
hehehe
En er farin að sofa.
Góða nótt.
Kv Þóra :)

Fischer enn og aftur

Mæli með því að lesa þessa grein eftir Jóhann Hjalta Þorsteinsson. Helvíti góð, um hann Fischer kallinn. Eins ef þið eruð byrjuð að lesa á Sellunni þá um að gera að lesa fleiri pistla eftir hann og svo eftir Siggu Víðis.
En ég ætla að snúa mér aftur að Fulani í bili.
Kv Þóra :)

þriðjudagur, febrúar 22, 2005

Fisher

Tekið af mbl.is


Samþykkt að gefa Fischer útlendingavegabréf
Á fundi sem fulltrúar stuðningshóps skákmannsins Bobbys Fischers áttu í dag í Útlendingastofnun var staðfest að íslensk stjórnvöld hefðu samþykkt að gefið yrði út svonefnt útlendingavegabréf til handa Fischer og muni sendiherra Íslands i Japan annast afhendingu á því. Segist stuðningshópurinn vona að þar með sé skákin unnin og Fischer muni öðlast frelsi sitt á ný eftir 7 mánaða vist í innflytjendabúðum í Japan og geti ferðast til Íslands innan tíðar.

Hvað er málið, hvað með alla hina sem tefla ekki, en kunna eithvað allt annað ??
Mér finst þetta lélegt!!!

Nýtt útlit

Jebbs, búin að labba smá upp á blessaða síðuna. Þar sem það er komið vor í loft er ástæða til þess að taka jólaþemað af, ( mörgum fanst hún heldur jólaleg) og gera hana svona væna og græna. Finst þetta bara soldið flott.
Því miður duttu allir linkarnir út og öll commenntin, og kann ekki aðsetja upp ný, en þetta reddast, maður skrifar bara anonumus eða eithvað til að skrifa ef maður er ekki með blogg. Svo það er ekkert mál
En allavega. Látið mig vita ef ég glleymdi einhverjum og einhverju, var að reyna að muna.
En hafið það gott. Ætla halda áfram með Fulani bókina mína.
Kv Þóra :)

Áhugaverður dagur í dag. Svaf til svona níu, eftir að hafa verið ROSA þreitt í gær. Svo bara var ég að dunda mér, ég var svona dofin í hausnum gat ekki lært, svo ég bara fór að glápa á einhverja mynd sem var í sjónvarpinu í gær um 11. sept. Áhugavert að sjá svona BNA hliðina á þessu, leiðrétti þetta hér með, þetta er ekki BNA heldur Breska ;) Smá svona klikk í gangi, hefði veirð gaman að sjá mynd um það sama sem múslimar hefðu gert. Ekki vestræna.
En já svo var ég að lesa Útiveru, blað um útivist og svoleiðis stuff, rosa flott blað, skemtilegt viðtal við Jökul Bergmann snilling með meiru.
Svo tók ég mig nú til og lærði smá.
Síðan var stefnan tekin niður í bæ, hitti þar Maríu og Mikka, og við sátum LENGI á Hressó og spjölluðum. Massa fjör, komust svo að því að hún Hilla væri á Vegamótum rétt hjá að lesa svo hún kom til okkar og við spjölluðum enn meira. Svo var förinni haldið heim til Fannýjar að horfa á Alias loka þátt. Rosa spenna í liðinu ;)
Endaði svo á því að rölta heim í snilldar veðri, rosa þoka maður, hef ekki séð svona mikklar þoku lengi. Ég var alveg farin að ýminda mér allskonar skrímsli. Var næstum tilbúin að hringja í 112, ef ógurlegur björn eða gena breitt kanína myndi ráðast á mig í þokunni. Þetta var rosalegt.
En komst heim heil á höldnu, sem er gott.
Nú er komin tími á svefn.
Góða nótt.
Kv Þóra

sunnudagur, febrúar 20, 2005

Jebbs, hvað 6 tíma svefn svona allt í allt um þessa helgi, og ég held satt best að segja að ég sé búin að bæta svona einum of mörgum við. En allavega, þá var þetta mjög skemtilegt helgi.
Það var " á flótta" leikur, sem er hlutverkaleikur þar sem þáttakendur fá að kynnast því hvernig það er að vera flóttamaður í sólahring. Við fórum nokkur á föstudagskvöldinu svona til að skoða flóttaleiðirnar og svona.
Ég áttaði mig á því að ég er að verða gömul þessa helgi, ekki endilega að ég meikaði ekki að sofa svona lítið, heldur vegna þess að ég var með ör þunna tjald dýnu sem ég notaði mjög oft þegar ég var lítil til að sofa á, og núna um helgin svaf ég nær ekkert þar sem ég átti mjög erfitt með að sofa á gólfinu ;) jebbs, ég er að verða gömul.
En leikurinn gekk vel, við vorum mjög heppin með veður. Flott þoka og svona.
En núna ligg ég upp í rúmi get varla hreyft mig vegna harðspenna, alveg að sofna. Best að hætta þessu veseni.
Góð vika framundan, læra, læra, læra.
Þið sem voruð með takk fyrir helgina.
Kv Þóra :)

fimmtudagur, febrúar 17, 2005

Ég má ekki flíta mér að skrifa fólki sem ég þekki ekki póst. Var að sækja um námsloka lán, þar sem ég get ekki borgað lánin sem ég tók 2001 og 2002 núna, var reyndar búin að tala við einhverja gellu sem sagði mér að meðan ég væri í námi þá þyrfti ég ekki að hafa áhyggjur, nema hvað að það var vitleysa.
en út í skriftir mínar. Var semsagt að senda einhverri Bergljótu hjá Lín póst, og þegar ég er búin að setja á send, þá sé ég að það stendur VErgljót, dísus, þetta tekst engum nema mér.
Sendi henni póst strax til baka og baðst afsökunar á þessu. En vá, var ekki alvega að auka líkurnar á því að sleppa við afborganir með þessu.
Þóra snillingur með meiru maður !!!!

Hvað er málið, þurfa karlar ekki líka að læra að kaupa í matinn, eða sjá konur yfir höfuð um það að kauða í matinn, pabbi minn kaupir í matinn, hvað er málið, finst þetta frekar lélegt.
Sá þessa fyrirsögn á visi.is : Konum kennt að versla í matinn.
Já veit ekki, fint þetta áhugavert.

miðvikudagur, febrúar 16, 2005

Landfræði snillingurinn á afmæli í dag, nei ekki ég því ég er ekki orðin það, heldur Gunnhildur skvísa :) Til hamingju.

Jebbs, þá er þetta búið í bili. Hvað er ég að tala um, ég er að tala um TANNLÆKNI, ég hef ekki farið til tannlæknis í MÖRG ár, og svo er hringt, ( hef hann faðir minn grunaðan um að hafa látið þá hafa samband ;) ) og ég beðin um að koma í skoðun. Málið er að ég hef nú haf mikklar áhyggjur út af þessu. Búin að heyra svooo margar sögur af fólki sem hefur ekki farið í langan tíma en svo þegar það loksins fer þá er það jafnd kostnaðarsamt og utanlandsferð. Og ég á nú bara ekki efni á einni slíkri núna, nema þá kanski að eyða því í utanlandsferð en ekki tennur ;)
En hvað um það, ég skelli mér út í veðrið, rússahúfa, lopapeysa, síðarnæsrbuxur og alles. Ákveð að mæta því sem verður. Sest frekar stressuð í stólinn. Svo bara tannlæknir: " Þú ert nú bara með mjög flottar tennur, engin skemt og ekki neitt" Og úff, hvað mér var létt.
Svo já ég er bara með rosa sterkar tennur, sem er gott. ;)
Nema að þetta kostaði nú aðra ferðina til Köben eða London, ferkar fúlt svona. En fékk samt sem áður staðfestingu á því að ég er með ok. tennur. Sem er gott.
En jæja læra læra læra. Ákvað að vera heima að læra í staðin fyrir að fara með Mikka danska í GPS staðsetningaleiðangur. Hefði öruggelga bara dsrepist úr hlátri allan tímann. Núna er hann allavega með staðsetninguna á mínu húsi, svo hann ratar heim. Hann er reyndar að fara að flytja í kvöld, svo hann þarf að taka nýja staðsetingu á nýju húsnæði :) Fyndið, já það fynst mér...

mánudagur, febrúar 14, 2005

Ég sit hér heima, með fistölvu, drekkandi skyr, ætti að vera að læra, en er meira svona að horfa út um gluggan, himininn var svo fallegur í morgunn, eins og rauðglóandi hraun.
Nema hvað ég ákveð að skoða MBL, sem var ekki svo góð hugmynd, þar sem ég les þessa grein:

Tala látinna í hamförunum í Asíu hækkar enn
Tala látinna í flóðunum í Asíu er enn að hækka. Nú er staðfest að 287.534 hafi látið lífið í hamförunum, langflestir í Indónesíu eða rúmlega 230 þúsund. Rúm 30 þúsund létu lífið á Sri Lanka, rúm 16 þúsund á Indlandi og rúmlega fimmþúsund í Taílandi. Jarðskjálftinn sem olli flóðunum á annan dag jóla mældist 9 stig á Richter og er sá stærsti sem orðið hefur í áratugi.
Hugsið ykkur 287.534 mannslíf.
Einhvernvegin er ekki hægt að ýminda sér þetta, ég fór að hugsa, á Íslandi búa 293.291 íbúar.
Hvað getur maður gert. Þetta er hræðilegt, þetta er ólýsanlegta hræðilegt.

sunnudagur, febrúar 13, 2005

Jebbs, helgina að klárast, fín helgi bara, á föstudaginn fór ég til Nonna og Bryndísar að horfa á Idol, og spjalla og skoða nýju íbúðina, þau eru búin að koma sér helv. vel fyrir. Rosa kósý og notó. Fór svo á uppáhaldsstaðinn minn fyrir utan Smáralindina, jebbs, Kringluna, til að bjóða fólki að gerast Heimsforeldrar, gekk ekki nó og vel, en selavi. Fór svo strax heim skipta um föt og á tónleika hjá Háskólakórnum, Africa sanctum, þetta var bara massa flott. Diddú var fín og hljómsveitin líka. ég fékk reyndar vækt hjartaáfall í byrjun þegar slegið var FAST í STÓRA trommu. Var við hugan við annað :)
Svo skelltum við María okkur á Vegamót og fegnum okkur gott að borða og svo bara haldið í afmæli. Fyrst til Eyrúnar, til hamingju mðe daginn í gær, og svo til Gunnhildar, sem á afmæli á miðvikudaginn. Rosa gamann.
Svo bara taka til og þrífa og læra í dag.
Fór inn á bloggsíðu hjá gömlum bekkjarfélögum frá Stykkishólmsárunum, það var rosa gamann. Set hana inn við tækifæri, nú er ég farin að borða.
Hafið það gott.
Kv Þóra

fimmtudagur, febrúar 10, 2005

Fínn dagur bara, tók strædó 2svar sinnum og það gerist nú ekki oft, labba á daginn keyra á kvöldinn, það er mitt mottó, en þar sem ég nennti ekki að labba ofan af hálsunum, krókhálsi, fór með bílinn í viðgerð, svo átti ég að mæta á fund upp í Efstó, beint eftir skóla, og náði strædó, en mátti ekki taka kaffið mitt með svo ég ætla ekki að taka strædó, finst það assnalegt :) nei nei
Reyndar hefði ég getað slept strædó, þvó Þórir var á leiðinni til að sækja mig á fundinn.
en fundurinn fínn, ég Þórir og Úlfar, og svo ein í símanum, fyndið með svona símafundi, sá sem er í símanum verður oft leiðandi á fundinum. en nó með það, á leiðinni heim bauð önnur af kellingunum sem jörðuðu mig í gær í matsalnum mér far heim og mér fanst það fyndið.
En sótti bílinn og sá út þegar ég keyrði heim. sem er gott.
Jebbs, þessi dagur var bara fínn. Segi nú bara ekki annað.
en þetta er farið að vera of leiðinlegt blogg, meira að sega mér finst það :)
en hafið það gott.
Góða nótt.
kv Þóra sem er ekki á Hverfisbarnum í kvöld, vonandi klárast þetta Idol fljótlega þá fara Bítlarnir aftur að spila og ég verð ekki heima á fimtudagskvöldi :)

miðvikudagur, febrúar 09, 2005

Já him..... dagurinn í dag var kanski ekkert mikið skárri, dísus maður, hvað er í gangi. Skil þetta barasta ekki. Í morgun fór ég upp í efstaleiti og hitti þar nokkra starfsmenn, nema hvað að þar hitti ég konur sem ég þekki ekki neitt og þær gerðu ráð fyrir því að ég væri að klára menntaskóla og ætlaði að fara til AFríku á eginvegum og bjarga heiminum. Og já him... ekki alveg planið. Og svo var margt meira sagt sem skiptir ekki máli núna.
Síðan ætlaði ég að læra en var svo pirruð yfir þessum blessuðu kellingum að mér tókst nú ekkert allt of vel að einbeita mér, ekki gott :(
nei þetta er ekki búið enn, fór að sprikkla til að hressa mig við, jebbs, gekk bara vel, nema að þegar ég ætla að fara á laugarveginn og hringja í fleiri Þórsmerkur krakka þá fara rúðuþurkurnar ekkert í gang og það SNJÓAÐI úti. það var sko massa snjókoma, hvað á ég að gera, ég kann ekkert að gera við svona. ohhhh!!!!
Hringi í pabba, hann segir mér að fara á bensínstöð og ég geri það, keyri eins og ég veit ekki hvað, því ég sé ekki neitt. Jabbs, nei þá er ekkert að öryggjunum, eithvað sem þeir geta ekki gert við þarna, verð að fara á verkstæði, FOKKING GRATE og ég sem átti eftir að fara á laugarveginn, til Gunnhildar, og svo seinn að hitta stelpurnar. Fékk mömmu til að keyra mig í bæinn, eftir að hafa keyrt heim á 20 eða eithvað álíka, blótandi öllu til sand og ösku. Er núna á laugarveginum búin að hringja allt of mikið nenni varla að rölta á kaffihús, ætti eginlega að rölta heim undir sæng og vera þar og vakkna svo á morgun á góðum degi.
Himmm.... laganefndarfundur á morgunn, sjáum til, ætla að verða pollýanna á morgunn á þessum laganefndarfundi, þýðir víst lítið annað. blóta bara smá.
FOKK!!!!
SHITT!!!!!!!!!!!!
ANSKOTANNS!!!!!!!!!
DJÖFULSINS!!!!!!!!!
HELVÍTIS !!!!!!!
Og svo bara brosa og já....... :)

þriðjudagur, febrúar 08, 2005

Þetta er búin að vera frekar áhugaverður dagur, byrjaði reyndar ágætlega, en svo ... talvan mín var í þunglyndiskasti, slökkti á sér og fraus til skiptis. Síðan fór ég í vinunna, og þetta er ekkert rosa auðvelt neitt, manni lýður soldið eins og það sé vond lykt af manni, fólk tekur stóran sveig framhjá. Svo beint í það að hringja í Þórsmerkur krakkana, úff, fékk illt í eyrun og á samt eftir að hringja í nokkra. Svo heim allt of seint og fékk kalda súpu, hefði jú getað hitað hana upp en var orðin svoooo svöng að ég nennti því ekki, svo það er mér að kenna.
En gamann að hitta ömmu, hún var í mat.
Fór svo og hitti kúbu krakkana, bara að spjalla, og svona, notalegt. Það bjargaði eginlega deginum má segia, takk fyrir það :)
En ég ætla að láta daginn á morgun verða betri, þá ætla ég að læra meira enn í dag og svona.
Jebb, það er málið.
Hafið það gott.
Kveðja Þóra sem ætlar snemma að sofa því ég þarf að keyra mömmu í vinunna á morgun.
Jebb, þarf að vakkna fyrir átta, hef ekki gert það leeeengi.

mánudagur, febrúar 07, 2005

Verð nú eginlega að segja að mér fanst þau kastljós umsjáendur, Kristján og gellan, alveg hreint ömurleg í kvöld. Sérstaklega þegar upplýsinga fulltrúi Umhverfisstofu kom, hann þurfti að útskýra allt 2var svinnum, því þau voru ekki að hlusta. Þetta var alveg magnað. Ég verð að segja mér finst þessar auglýsingar ferkar ógeðslegar, en ég skildi þær samt sem áður, og tengdi þær við umferðina. Reyndar var ég líka að hlusta á Herdísi Storgard, og hún var að segja að hún vissi um að minsta kosti 40 atvikum þar sem börn voru úti á svölum með foreldrum sínum þar sem enginn handrið voru. Jebbs, þrátt fyrir að þetta sé fáránlegt þá gerist þetta.

Svo vil ég nú samt fanga umræðunni um útlendinga, fanst reyndar sumar spurningarnar asnalegar, en hún Tatjana var mjög góð. Gott mál.
En jebb.

En á morgun fara María og Kristín Arna, það er spurning hvenær ég hitti þær næst. Ef ég næ miða á U2 á morgunn, þá á ég ekki eftir að hafa efni á því að fara til þeirra í vetur. Sjáum til. Á eftir að sakkna þeirra mikið. En góða ferð og hafið það rosa gott.
Er farin í heimsókn til þeirra núna að knúsa þær bless.
kv Þóra

Í dag er hægt að kaupa miða á Parken, þar sem það er auðveldast að komast þangað og ég veit ekki hvort ég verði á fjöllum ætla ég að skella mér þangað, er einhvern með ??

Þá þarf mjög líklega að kaupa mið starx því það er alltaf uppselt strax.

Kv Þóra

Og hoooo, það er orðið uppselt, enn enn hægt að fá miða í Póllandi, er að skoða það.

sunnudagur, febrúar 06, 2005

Komin sunnudagur og ég þarf að læra, ætla nú reyndar samt að skella mér á meet the Folcers klukkan tvö í Laugarásbíó á 400 kall. Gott plan.
en helgin er búin að vera fín, byrjaði á föstudaginn að fara á Ég er ekkiu hommi í Loftkastalanum, mæli sko alveg með því, allavega hló ég eins og brjálæðingur. Leikurinn er mjög góður svo er það ekkert verra að hann Friðrik leikari er með mjög flottan rass :)
En síðan var haldið á Næsta bar, og það var mjög gaman, bara að spjalla og svona og síðan á Ölstofuna þar sem ég hitti Gyðu frænku, var akkúrat að leita að henni 20 mín áður en hún kom. Gamann gamann. Svo komu strákarnir sem höfðu haldið þorrablót fyrr um kvöldið, angandi eins og þeim sem hafa verið á þorrablóti er einum lagið.
Svo í gær fór ég í firsta sinn í vinunna, að fá fólk til að gerast Heimsforeldrar, gekk vel til að byrja með, en him... ekki svo vel eftir það.
Síðan heim og svo á þorrablót hjá fjölskyldunni, vantaði hann afa mikið en það er svona, Einar frændi tók upp hefði hanns og las upp úr Laxness og útskýrði Þorrann. Og svo var sungið. Gaman af því. Síðan blótaði ég Þorra. " Helvítis Þorri" og þá er það búið, lets move on...;)
já ég á mjög skemtilega fjölskyldu að mínu mati get bara ekki sagt annað.
Síðan fór ég til hennar Maríu pæju, og þar var rólegt en notalegt, spjölluðum, hlustuðum á tónlist og svona. Þar til ég var næstum sofnuð í sófanum þá ákvað ég að fara heim. Svo jæja nú er komin sunnudagur, ég farið að rigsuga, svo í bíó svo að læra og læra meira.
Hafið það gott.
over and out.

fimmtudagur, febrúar 03, 2005

Shitt ég þori ekki að fara að sofa. Búin að tala of mikið um drauga, andaglas, og alskyns svona andlega hluti. En best að feisa hræðsluna og fara að sofa.
Góða nótt og sofi ég rótt og komi engir draugar eða verur og böggi mig í nótt.

miðvikudagur, febrúar 02, 2005

Hvað er málið, bara brjálað rok og hagl og alle sammenn. Birr mér er bara skítkalt hér upp í risinu. Ekki alveg svona hei förum út í blak veður, neibbs, ekki alveg, æ það er fínt, er hvort sem er svo léleg í blaki, gat aldrei almennilega fórnað mér. Frekar léleg, segi nú samt að það hafi ekki verið gaman í blaki þegar við vorum á Kúbu, jebb stelpur munið eftir því, jebb, segi stelpur því ég efast um að strákarnir muni sérstaklega eftir því, því það voru engar myndarlegar hótel stelpur með okkur í blaki, jamm, bara mjög myndarlegir hótel strákar. Og takið eftir ég segi hótel stelpur, því við vorum þarna auðvita hehehe. ;)
birr.......

þriðjudagur, febrúar 01, 2005

Það koma svona dagar, sem eru skrítnir, en samt alveg eðlilegir, held ég. Ég byrjaði daginn á því að passa litla frænku mína, hún er yngsta barnabarn ömmu og afa, og ég veit að afa þótti mjög leiðinlegt að geta ekki kynst þessari litlu skonsu frekar. Hann minntist á það við ömmu dagin sem hún var skýrð síðast liðið sumar, það var eins og hann vissi að hann myndi fara frá okkur í vetur.
Mikið er ég nú heppinn.


SKEMTILEGT Vinirnir
 • MYNDIR
 • Hilla
 • María
 • Biggi
 • Bryndís
 • Nonni
 • Árni Jökull
 • Mikki danski
 • Eyrún
 • Andri
 • Helga Bára frá Suður höfum
 • Kúbukrakkar
 • Grjótið
 • Bogi í Oz
 • Dísella
 • DísaJóna
 • Guggabogg
 • gunnspito
 • Sólrún
 • Gambía
 • Daníel Árni :)
 • Íslendingur í Mósambík
 • Gerum eitthvað gott
 • Kristín Arna litla frænkan mín :)
 • Ása og Ármann í BNA
 • Guðný frænka
 • Einar Smári Orrason :)
 • Mella sæta
 • Harpa
 • Elín
 • Sigga víðis
 • Sibba
 • 79 Hólmarar
 • Viddi brjál
 • Halla Sif
 • Rauði kross Íslands
 • Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands
 • Á flótta
 • Flóttamannahjálp Sameinuðuþjóðanna
 • Útivera
 • Rosaleg saga :)
 • Free Photo Albums from Bravenet.com Free Photo Albums from Bravenet.com

  Powered by Blogger